2. mars hélt Íslandsbanki útboð á bréfum í nýjum flokki, ISB CBF 27, sem er óverðtryggður skuldabréfaflokkur með mánaðarlegum vaxtaafborgunum á fljótandi eins mánaðar REIBOR. Bankinn seldi bréf í flokknum að fjárhæð 1.620 m.kr. á 0,4% álagi. Auk þess gaf hann út bréf til eigin nota að fjárhæð 8.380 m.kr.
5. mars hélt Landsbankinn útboð. Bankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að nafnvirði 500 m.kr. og LBANK CB 27 að nafnvirði 380 m.kr., hvoru tveggja á ávöxtunarkröfunni 5,73%.
30. mars hélt Íslandsbanki annað útboð þar sem hann seldi bréf í flokknum ISB CB 27 að nafnvirði 2.420 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,71% og bréf í flokknum ISB CBF 27 að nafnvirði 80 m.kr. á 0,4% álagi eins mánaðar REIBOR. Seld voru áður útgefin bréf í eigu bankans.
31. mars tilkynnti síðan Íslandsbanki að hann hygðist gefa út bréf í flokknum ISB CB 27 að nafnvirði 10.000 m.kr. til eigin nota.