Lækkun á hlutabréfamörkuðum í febrúar
Sé litið til verðþróunar einstakra félaga á OMX-markaðnum í kauphöllinni hækkaði Origo mest í febrúar, eða um 17,7%. Næstmest hækkaði Eik fasteignafélag, um 7,8%, og þriðja mesta hækkunin var hjá Brim, 5,3%. Þar á eftir komu Reginn (3,7%), Hagar (3,6%) og Íslandsbanki (2,9%). Stærsta félagið í Kauphöllinni, Marel, lækkaði mest, eða um 11,4%. Iceland Seafood lækkaði næstmest, eða 6,4%, en þar á eftir kom Síldarvinnslan með 6,2% lækkun. Úkraína hefur verið eitt mikilvægasta viðskiptaland Síldarvinnslunnar síðustu ár og kemur innrásin því illa við fyrirtækið. Alls lækkaði verð 9 félaga en 9 félög hækkuðu. Tvö stóðu í stað en það voru Eimskip og Arion banki.