Íbúða­verð lækk­ar þriðja mán­uð­inn í röð

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 1,4% sem er mesta lækkun á þriggja mánaða grunni síðan í ágúst 2010. Fáir kaupsamningar voru undirritaðir í janúar og augljóst að markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er farinn að kólna töluvert.
Íbúðahús
22. febrúar 2023

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5% milli desember og janúar, samkvæmt gögnum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti síðdegis í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar milli mánaða, en svo löng samfelld lækkun hefur ekki sést síðan við lok árs 2009. Þá voru lækkanir milli mánaða þó nokkuð meiri en nú sést. Engu að síður bendir þessi mæling og þróun síðustu mánaða til þess að markaðurinn sé farinn að sýna umtalsverð merki kólnunar. Það mun gera sitt til við að ná verðbólgu niður líkt og aðgerðir Seðlabankans, sem nú virðast vera að skila nokkrum árangri, hafa miðast að því að gera.

Sérbýli lækkar hraðar en fjölbýli

Vísitala íbúðaverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali, annars vegar um verðþróun á fjölbýli og hins vegar á sérbýli. Sérbýli lækkaði um 0,74% milli mánaða í janúar en fjölbýli um 0,4%. Síðustu þrjá mánuði hefur sérbýli lækkað um 4% og síðustu 6 mánuði um 2,5%. Ekki má greina jafn snögga kólnun á fjölbýli sem hefur lækkað um alls 0,7% síðustu þrjá mánuði og hækkað um 0,2% sé litið til síðustu 6 mánaða. Sérbýli hækkaði hraðar en fjölbýli þegar mestu hækkanirnar voru í fyrra og árið á undan og virðist að sama skapi einnig lækka hraðar nú.

Árshækkun vísitölunnar mælist nú 14,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2021. Árshækkun fjölbýlis mælist 15,2% og sérbýlis 14,5%.

Eigum ennþá von á að verðbólga lækki í 9,6% í febrúar

Við gáfum nýverið út verðbólguspá þar sem við gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 9,9% í 9,6% í febrúar. Í þeirri spá gerum við ráð fyrir nokkuð minni lækkun milli mánaða á húsnæðisverði á landinu öllu. Mælingar síðustu mánaða benda til þess að, ólíkt höfuðborgarsvæðinu, sé fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins ekki byrjað að lækka sem skýrir muninn. Við sjáum ekki ástæðu til að breyta þeirri spá.

Fáir kaupsamningar undirritaðir

Í janúar voru 280 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði gefnir út á höfuðborgarsvæðinu og hafa þeir ekki verið færri síðan í janúar 2011. Það er greinilegt að verulega hefur hægt á íbúðasölu, en til samanburðar voru 529 kaupsamningar undirritaðir í desember. Hafa ber í huga að um bráðabirgðatölur er að ræða og gætu þær átt eftir að breytast eftir því sem fleiri kaupsamningar berast í gagnagrunn HMS. Janúarmánuður er oft rólegur á íbúðamarkaði en nýliðinn janúar virðist skera sig úr.

Það er nokkuð ljóst að íbúðamarkaðurinn er farinn að sýna hröð merki kólnunar enda hefur Seðlabankinn gripið til ýmiskonar aðgerða til þess að stemma stigu við þróuninni, t.d. hækkað stýrivexti verulega og hert lánþegaskilyrði. Þessar aðgerðir virðast nú vera að skila tilætluðum árangri.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur