Íbúða­verð lækk­ar þriðja mán­uð­inn í röð

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 1,4% sem er mesta lækkun á þriggja mánaða grunni síðan í ágúst 2010. Fáir kaupsamningar voru undirritaðir í janúar og augljóst að markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er farinn að kólna töluvert.
Íbúðahús
22. febrúar 2023

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5% milli desember og janúar, samkvæmt gögnum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti síðdegis í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar milli mánaða, en svo löng samfelld lækkun hefur ekki sést síðan við lok árs 2009. Þá voru lækkanir milli mánaða þó nokkuð meiri en nú sést. Engu að síður bendir þessi mæling og þróun síðustu mánaða til þess að markaðurinn sé farinn að sýna umtalsverð merki kólnunar. Það mun gera sitt til við að ná verðbólgu niður líkt og aðgerðir Seðlabankans, sem nú virðast vera að skila nokkrum árangri, hafa miðast að því að gera.

Sérbýli lækkar hraðar en fjölbýli

Vísitala íbúðaverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali, annars vegar um verðþróun á fjölbýli og hins vegar á sérbýli. Sérbýli lækkaði um 0,74% milli mánaða í janúar en fjölbýli um 0,4%. Síðustu þrjá mánuði hefur sérbýli lækkað um 4% og síðustu 6 mánuði um 2,5%. Ekki má greina jafn snögga kólnun á fjölbýli sem hefur lækkað um alls 0,7% síðustu þrjá mánuði og hækkað um 0,2% sé litið til síðustu 6 mánaða. Sérbýli hækkaði hraðar en fjölbýli þegar mestu hækkanirnar voru í fyrra og árið á undan og virðist að sama skapi einnig lækka hraðar nú.

Árshækkun vísitölunnar mælist nú 14,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2021. Árshækkun fjölbýlis mælist 15,2% og sérbýlis 14,5%.

Eigum ennþá von á að verðbólga lækki í 9,6% í febrúar

Við gáfum nýverið út verðbólguspá þar sem við gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 9,9% í 9,6% í febrúar. Í þeirri spá gerum við ráð fyrir nokkuð minni lækkun milli mánaða á húsnæðisverði á landinu öllu. Mælingar síðustu mánaða benda til þess að, ólíkt höfuðborgarsvæðinu, sé fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins ekki byrjað að lækka sem skýrir muninn. Við sjáum ekki ástæðu til að breyta þeirri spá.

Fáir kaupsamningar undirritaðir

Í janúar voru 280 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði gefnir út á höfuðborgarsvæðinu og hafa þeir ekki verið færri síðan í janúar 2011. Það er greinilegt að verulega hefur hægt á íbúðasölu, en til samanburðar voru 529 kaupsamningar undirritaðir í desember. Hafa ber í huga að um bráðabirgðatölur er að ræða og gætu þær átt eftir að breytast eftir því sem fleiri kaupsamningar berast í gagnagrunn HMS. Janúarmánuður er oft rólegur á íbúðamarkaði en nýliðinn janúar virðist skera sig úr.

Það er nokkuð ljóst að íbúðamarkaðurinn er farinn að sýna hröð merki kólnunar enda hefur Seðlabankinn gripið til ýmiskonar aðgerða til þess að stemma stigu við þróuninni, t.d. hækkað stýrivexti verulega og hert lánþegaskilyrði. Þessar aðgerðir virðast nú vera að skila tilætluðum árangri.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Flugvöllur, Leifsstöð
14. ágúst 2023
Vikubyrjun 14. ágúst 2023
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur