Halli á viðskiptum við útlönd á öðrum ársfjórðungi
Á öðrum ársfjórðungi mældist 31,1 ma. kr. halli af viðskiptum við útlönd. Niðurstaðan skiptist þannig:
- Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 55,7 ma. kr.
- Þjónustujöfnuður jákvæður um 25,2 ma. kr.
- Frumþáttatekjur jákvæðar um 7,1 ma. kr.
- Rekstrarframlög neikvæð um 7,6 ma. kr.
Þetta er 24,8 ma. kr. verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 8,3 ma. kr. verri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Í báðum tilfellum skýrist munurinn fyrst og fremst af mun meiri vöruinnflutningi, en á móti koma auknar tekjur af erlendum ferðamönnum.
Samkvæmt mati Seðlabankans voru erlendar eignir þjóðarbúsins 4.566 ma. kr. í lok ársfjórðungsins og erlendar skuldir 3.445 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 1.120 ma. kr. (37% af VLF) og batnaði um 79 ma. kr. (2,3% af VLF) á fjórðungnum.