Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Halli á við­skipt­um við út­lönd á fyrsta árs­fjórð­ungi

Á fyrsta ársfjórðungi mældist 10,1 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd. Þetta var nokkuð betri niðurstaða en á fyrsta ársfjórðungi 2022. Skýrist þetta bæði af því að afgangur af þjónustuviðskiptum jókst samhliða fjölgun erlendra ferðamanna í ár og í stað halla á frumþáttatekjum eins og í fyrra mældist afgangur nú vegna verri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu.
Fólk við Geysi
6. júní 2023

Fyrir helgi birti Seðlabankinn upplýsingar um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi og erlenda stöðu í lok fjórðungsins. Áður hafði Hagstofan birt talnaefni um vöru- og þjónustujöfnuð á fjórðungnum og við fjölluðum um þær tölur í Hagsjá: Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. Í raun var mjög lítið í tölunum sem kom á óvart, sem er frekar jákvætt.

Þriðja árið í röð sem að halli mælist á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi

Alls var 10,1 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Halli mældist á vöruviðskiptum (-45,7 ma.kr.) og rekstrarframlögum (-12 ma.kr.), en afgangur af þjónustujöfnuði (+21,4 ma.kr.) og frumþáttatekjum (+26,1 ma.kr.). Þetta var rúmlega 20 ma.kr. betri niðurstaða en á fyrsta ársfjórðungi 2022. Skýrist þetta bæði af því að afgangur af þjónustuviðskiptum jókst samhliða fjölgun erlendra ferðamanna í ár og í stað halla á frumþáttatekjum eins og í fyrra mældist afgangur nú vegna verri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu. Á móti kemur að hallinn á bæði vöruskiptajöfnuði og rekstrarframlögum jókst á milli ára. Þetta er þriðja árið í röð sem halli mælist á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi, en á uppgangstíma ferðaþjónustunnar áður en heimsfaraldurinn skall á var samfelldur afgangur á fyrsta ársfjórðungi í sex ár.

Viðsnúningur í þáttatekjum skýrist af verri afkomu álfyrirtækja

Eins og kom fram að ofan var 26,1 ma.kr. afgangur af frumþáttatekjum, en til frumþáttatekna teljast fjármagnstekjur og gjöld, svo sem vaxtagreiðslur, arðgreiðslur og slíkt. Munar þar mestu um 18,2 ma.kr. afgang af jöfnuði af beinni fjárfestingu, en auk þess var afgangur af verðbréfafjárfestingu og af gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.

Stærsti einstaki liður frumþáttatekna, og einnig sá liður sem sveiflast mest milli ársfjórðunga, er hagnaður eða tap fyrirtækja í eigu erlendra aðila. Sá liður telst með beinni fjárfestingu. SÍ fylgir alþjóðlegum reikningsstöðlum við útreikning á viðskiptajöfnuði sem segja til um að hagnaður fyrirtækja í erlendri eigu skuli koma til frádráttar í viðskiptajöfnuði, en tap til hækkunar. Hér er fyrst og fremst um að ræða álfyrirtækin, enda sést að á meðan heimsmarkaðsverð á áli var hvað hæst í fyrra mældist halli af þessum lið, sem breyttist í afgang samhliða lakari afkomu eftir að álverð lækkaði aftur.

Hafa ber í huga að flæði á gjaldeyri inn eða út úr landi þarf alls ekki að fylgja þáttatekjujöfnuði. Sérstaklega má nefna að verri afkoma fyrirtækja í eigu erlendra aðila, sem kemur til hækkunar á frumþáttatekjum, er að mestu leyti bókfært tap eða metið tap.

Hrein erlend staða batnaði um 50 ma.kr. á fjórðungnum

Á síðasta ári lækkaði hrein erlend staða þjóðarbúsins um 305 ma.kr. og var 972 ma.kr. í lok árs 2022. Skýrist þessi lækkun bæði af óhagstæðri þróun á erlendum mörkuðum og af því að það var halli á viðskiptum við útlönd. Smávegis viðsnúningur var núna á fyrsta ársfjórðungi og batnaði erlend staða þjóðarbúsins um 50 ma.kr. á fjórðungnum. Í lok fjórðungsins var hrein erlend staða þjóðarbúsins 1.022 ma.kr., eða 26% af vergri landsframleiðslu.

Erlend staða þjóðarbúsins batnaði mikið á uppgangstíma ferðaþjónustunnar. Frá árslokum 2012 (horft fram hjá þrotabúum gömlu bankanna) hefur staðan batnað um tæplega 1.500 ma.kr. og þjóðarbúið hefur farið úr því að skulda meira en sem nemur erlendum eignum í að erlendar eignir eru nokkuð ríflega umfram erlendar skuldir. Ef við skoðum stöðuna í alþjóðlegum samanburði sést að hrein erlend staða Íslands er mjög svipuð og Finnlands og aðeins lakari en Svíþjóðar og Danmerkur. Af Norðurlöndunum sker Noregur sig greinilega úr, en hrein erlend staða Noregs er rúmlega tvöföld landsframleiðsla þess.

Eigum von á að viðskipti við útlönd verði í jafnvægi

Yfirleitt er mesti afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi. Það stefnir allt í mjög gott ferðamannasumar sem bendir til þess að við megum eiga von á nokkuð ríflegum afgangi á þeim fjórðungi. Það er erfitt að fullyrða mikið fyrir árið í heild út frá einum fjórðungi, en það hversu lítill hallinn var á fyrsta ársfjórðungi gefur ágætis fyrirheit um árið í heild. Það, ásamt erlend stöðu þjóðarbúsins, lofar góðu um að krónan ætti að vera nokkuð stöðug í ár.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.