Samantekt
VNV hækkaði um 0,13% milli mánaða í nóvember og mælist verðbólgan nú 2,7% samanborið við 2,8% í október. VNV án húsnæðis stóð óbreytt milli mánaða og mælist 2,4% verðbólga á þann mælikvarða. Opinberar spár lágu á bilinu frá óbreyttri vísitölu til 0,1% hækkunar. Við höfðum spáð óbreyttu.
Eins og staðan er í dag reiknum við með 0,5% hækkun í desember, 0,5% lækkun í janúar á næsta ári og 0,7% hækkun í febrúar. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 2,9% í febrúar.