Samantekt
Vöruútflutningur nam 47,5 ma.kr. í nóvember en vöruinnflutningur 56,2 ma.kr. og mældist því 8,7 ma.kr. halli á vöruskiptum í mánuðinum Þetta er 13. mánuðurinn í röð þar sem halli mælist á vöruskiptum við útlönd, en síðast mældist afgangur í október árið 2016 þegar hann 1,5 ma.kr.
Methalli á vöruskiptum
Uppsafnaður vöruútflutningur á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs mældist 474,5 ma.kr., en uppsafnaður vöruinnflutningur mældist 626 ma.kr. og var því halli á vöruskiptum upp á 151,9 ma.kr. sem er meiri halli á en áður hefur mælst. Fyrri methalli var frá árinu 2005 þegar hann nam 138 ma.kr. Hallinn var einnig verulega mikill árið 2016 þegar hann nam 100 ma.kr. Einnig mældist halli árið 2015 og nam hann 21 ma.kr. Uppsafnaður vöruskiptahalli á síðustu þremur árum nemur því 273 ma.kr. Þess ber þó að geta að afgangur hefur verið á þjónustujöfnuði á þessu tímabili.
Lesa Hagsjána í heild









