Samantekt
Krónan hefur haldið sjó á móti evru síðan um miðjan ágúst. Í lok dags 19. september stóð evran í 127,2 krónur og hafði hækkað um 6,8% frá áramótum. Á móti Bandaríkjadollar hefur verið óveruleg breyting frá síðari hluta júní. Í lok dags 19. september stóð Bandaríkjadollar í 106,2 og hefur lækkað um 6,1% síðan um áramót.
Seðlabankinn greip einu sinn inn í á gjaldeyrismarkaði í ágúst þegar hann seldi 9 m.evra (1,1 ma. kr.) fimmtudaginn 17. ágúst. Þann dag féll verð á evrunni um 2%. Það sem af er september hefur Seðlabankinn ekki gripið inn.
Lesa Hagsjána í heild









