Frétta­bréf Hag­fræði­deild­ar 2. fe­brú­ar 2024

Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. febrúar 2024

Samantekt

Stærsta frétt janúarmánaðar í efnahagsmálum var óvænt lækkun vísitölu neysluverðs. Vísitalan lækkaði um 0,16% milli mánaða og ársverðbólgan fór úr 7,7% í 6,7%. Hagfræðideild spáði 0,31% hækkun milli mánaða og að ársverðbólgan færi í 7,2%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu óvænt milli mánaða og nýir bílar hækkuðu mun minna í verði en búist var við. Aðrir liðir hreyfðust nokkurn veginn í samræmi við væntingar.

Hagfræðideild gerir ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Deildin spáir 6,1% verðbólgu í febrúar, 6,3% í mars og 5,1% í apríl. Lækkun verðbólgu næstu þrjá mánuði skýrist að miklu leyti af mikilli hækkun vísitölunnar milli mánaða í febrúar og apríl í fyrra, en þeir mánuðir detta út úr ársverðbólgunni næstu mánuði. Eftir það er ekki jafn auðséð hvernig verðbólgan á að komast niður fyrir 5% og í markmið. Enn ríkir mikil óvissa um kjaraviðræður, en aukin harka virðist hafa færst í viðræðurnar á síðustu vikum. Einnig virðist aftur hafa færst líf yfir íbúðamarkað. Hugsanlega verða verðhækkanir meiri en áður var búist við, meðal annars vegna hamfaranna í Grindavík.

Í mánuðinum tilkynnti Hagstofan að til stæði að breyta aðferð við mat á kostnaði við að búa í eigin húsnæði og taka upp svokallaða aðferð leiguígilda. Að mati Hagfræðideildar verður breytingin sennilega til þess að mælingar á reiknaðri húsaleigu sveiflist minna á milli mánaða. Þó er óljóst hvort breytingin hafi áhrif til hækkunar eða lækkunar á vísitölu neysluverðs.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 7. febrúar. Þótt verðbólgan fari vissulega hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt telur Hagfræðideild ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Líklegra er að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík. Í nýjustu þjóðhagsspá Hagfræðideildar frá því í október 2023 var gert ráð fyrir að vaxtalækkunarferli myndi hefjast á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aðeins ein ákvörðun er fyrirhuguð á fjórðungnum, þann 8. maí. Niðurstöður úr nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram í lok janúar bendir til þess að markaðsaðilar búast flestir við að fyrsta vaxtalækkun verði í maí.

Í lok febrúar birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. Eftir því sem leið á síðasta ár hægði verulega á hagvexti her á landi. Hagvöxtur mældist 7,0% á fyrsta ársfjórðungi, 4,7% á öðrum fjórðungi og 1,1% á þriðja ársfjórðungi. Innlend eftirspurn dróst saman milli ára á þriðja fjórðungi, útflutningur jókst milli ára og innflutningur dróst saman. Þennan litla hagvöxt á þriðja ársfjórðungi má að langmestu leyti rekja til samdráttar í innflutningi. Hagfræðideild býst við að áfram hafi hægst um á fjórða ársfjórðungi.

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar ræðir Hagfræðideild Landsbankans nýja stýrivaxtaspá og vaxta- og verðbólguhorfur. Auk þess er tæpt á helstu óvissuþáttum, kjaraviðræðum og eldsumbrotum, og breyttri aðferð við útreikning á húsnæðislið VNV.

Lesa fréttabréfið í heild:

Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland Kauphöllinni. Á ytri vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á ytri vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ m t um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á ytri vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr 161 2002 um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur