Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Frétta­bréf Hag­fræði­deild­ar 2. fe­brú­ar 2024

Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. febrúar 2024

Samantekt

Stærsta frétt janúarmánaðar í efnahagsmálum var óvænt lækkun vísitölu neysluverðs. Vísitalan lækkaði um 0,16% milli mánaða og ársverðbólgan fór úr 7,7% í 6,7%. Hagfræðideild spáði 0,31% hækkun milli mánaða og að ársverðbólgan færi í 7,2%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu óvænt milli mánaða og nýir bílar hækkuðu mun minna í verði en búist var við. Aðrir liðir hreyfðust nokkurn veginn í samræmi við væntingar.

Hagfræðideild gerir ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Deildin spáir 6,1% verðbólgu í febrúar, 6,3% í mars og 5,1% í apríl. Lækkun verðbólgu næstu þrjá mánuði skýrist að miklu leyti af mikilli hækkun vísitölunnar milli mánaða í febrúar og apríl í fyrra, en þeir mánuðir detta út úr ársverðbólgunni næstu mánuði. Eftir það er ekki jafn auðséð hvernig verðbólgan á að komast niður fyrir 5% og í markmið. Enn ríkir mikil óvissa um kjaraviðræður, en aukin harka virðist hafa færst í viðræðurnar á síðustu vikum. Einnig virðist aftur hafa færst líf yfir íbúðamarkað. Hugsanlega verða verðhækkanir meiri en áður var búist við, meðal annars vegna hamfaranna í Grindavík.

Í mánuðinum tilkynnti Hagstofan að til stæði að breyta aðferð við mat á kostnaði við að búa í eigin húsnæði og taka upp svokallaða aðferð leiguígilda. Að mati Hagfræðideildar verður breytingin sennilega til þess að mælingar á reiknaðri húsaleigu sveiflist minna á milli mánaða. Þó er óljóst hvort breytingin hafi áhrif til hækkunar eða lækkunar á vísitölu neysluverðs.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 7. febrúar. Þótt verðbólgan fari vissulega hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt telur Hagfræðideild ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Líklegra er að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík. Í nýjustu þjóðhagsspá Hagfræðideildar frá því í október 2023 var gert ráð fyrir að vaxtalækkunarferli myndi hefjast á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aðeins ein ákvörðun er fyrirhuguð á fjórðungnum, þann 8. maí. Niðurstöður úr nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram í lok janúar bendir til þess að markaðsaðilar búast flestir við að fyrsta vaxtalækkun verði í maí.

Í lok febrúar birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs. Eftir því sem leið á síðasta ár hægði verulega á hagvexti her á landi. Hagvöxtur mældist 7,0% á fyrsta ársfjórðungi, 4,7% á öðrum fjórðungi og 1,1% á þriðja ársfjórðungi. Innlend eftirspurn dróst saman milli ára á þriðja fjórðungi, útflutningur jókst milli ára og innflutningur dróst saman. Þennan litla hagvöxt á þriðja ársfjórðungi má að langmestu leyti rekja til samdráttar í innflutningi. Hagfræðideild býst við að áfram hafi hægst um á fjórða ársfjórðungi.

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Umræðunnar ræðir Hagfræðideild Landsbankans nýja stýrivaxtaspá og vaxta- og verðbólguhorfur. Auk þess er tæpt á helstu óvissuþáttum, kjaraviðræðum og eldsumbrotum, og breyttri aðferð við útreikning á húsnæðislið VNV.

Lesa fréttabréfið í heild:

Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland Kauphöllinni. Á ytri vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á ytri vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ m t um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á ytri vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr 161 2002 um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.