Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Ferða­þjón­ust­an á fleygi­ferð

Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
Flugvél
16. maí 2023

Brottfarir erlendra ferðamanna voru um 142 þúsund í apríl og hafa aðeins tvisvar verið fleiri í mánuðinum, árin 2017 og 2018. Í síðasta mánuði voru brottfarirnar um 161 þúsund, en það er ekki óalgengt að brottförum fækki lítillega milli mars og apríl. Í nýjustu Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar spáðum við því að hingað kæmu 2,1 milljón ferðamenn og eru þessar tölur í samræmi við þá spá.

Bandaríkjamenn fjölmennasti hópurinn

Sem fyrr voru Bretar og Bandaríkjamenn langfjölmennasti ferðamannahópurinn með um 43% af brottförum en nú hafa Bandaríkjamenn tekið við af Bretum sem fjölmennasti einstaki hópurinn. Pólverjar voru þriðji stærsti hópurinn sem fór í gegnum flugvöllinn í apríl, en það eru líklega ekki aðeins ferðamenn heldur einnig fólk sem er búsett hér og fór til Póllands yfir páskana.

Páskaferðir Íslendinga áberandi

Færri Íslendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli í apríl í ár en í fyrra, þó munurinn sé ekki mikill. Íslendingar voru fljótir að taka við sér í fyrra þegar opnað var á ferðalög og enn virðist nokkur ferðaþorsti vera til staðar. Páskarnir og tímasetning þeirra setja auðvitað mark sitt á þessar tölur. Fleiri Íslendingar héldu til útlanda nú í apríl en í apríl 2018 svo dæmi sé tekið, en það ár byrjuðu páskarnir í mars en ekki apríl. Einnig má ætla að einhverjir hafi núna farið af stað í páskafríin sín í mars, en ekki apríl, þar sem páskarnir voru fyrr á ferðinni apríl í ár en í fyrra og það gæti útskýrt lítilsháttar samdrátt milli ára nú.

Skráðar gistinætur á ferðamann fleiri en fyrir faraldur en fjöldi óskráðra gistinótta lækkar

Hagstofan birtir bæði tölur um fjölda skráðra gistinótta og áætlaðan fjölda óskráðra gistinótta. Óskráðar gistinætur eru þær sem eru keyptar í gegnum erlendar vefsíður eins og Airbnb, gisting í húsbíl, tjaldi eða tjaldvagni utan gjaldskyldra tjaldsvæða og gisting í heimahúsum hjá kunningjum eða ættmennum. Á fyrsta fjórðungi þessa árs er fjöldi skráðra gistinótta á hvern ferðamann fleiri en árin fyrir faraldur, en á móti kemur að áætlaðar tölur Hagstofunnar um óskráða gistingu benda til þess að fjöldi óskráðra gistinótta sé nú lægri. Það er því ekki ljóst að ferðamenn dvelji lengur hér á landi það sem af er ári, en þessar tölur benda til þess að þeir dvelji frekar á skráðum gististöðum, til dæmis á hótelum, sem eru alla jafna dýrari en gisting á óskráðum gististöðum.

Hver ferðamaður eyðir að jafnaði meiru

Kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi stóð nánast í stað á milli mánaða í apríl, á sama tíma og ferðamenn voru færri, sem þýðir að hver ferðamaður eyddi að meðaltali meiri pening en í mars. Kortavelta á föstu gengi á hvern ferðamann er áfram meiri en hún var fyrir faraldur, sem gæti skýrst af því að ferðamenn eigi ennþá uppsafnaðan sparnað eftir faraldurinn, einnig passar þetta við gögnin um gistinætur sem sýnir að ferðamenn eru gjarnari nú en áður til þess að gista á skráðum gististöðum en óskráðum sem eru alla jafnan dýrari.

Bílaleigubílar í umferð aldrei fleiri

Fjöldi bílaleigubíla í umferð hefur aldrei verið meiri á fyrstu mánuðum ársins. Ætla má að framleiðsluhnökrar og tafir í flutningum í heimshagkerfinu sem rekja mátti til Covid-19 áhrifa og stríðsins í Úkraínu séu frá og vel hafi gengið hjá bílaleigum að ná upp flota fyrir sumarið. Ekki veitir af gangi spár okkar um fjölda ferðamanna eftir, en við gerum ráð fyrir að 2,1 milljón ferðamenn komi til landsins á þessu ári og ætla að eftirspurnin eftir bílum til leigu verði talsverð.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.