Ferða­þjón­ust­an á fleygi­ferð

Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
Flugvél
16. maí 2023

Brottfarir erlendra ferðamanna voru um 142 þúsund í apríl og hafa aðeins tvisvar verið fleiri í mánuðinum, árin 2017 og 2018. Í síðasta mánuði voru brottfarirnar um 161 þúsund, en það er ekki óalgengt að brottförum fækki lítillega milli mars og apríl. Í nýjustu Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar spáðum við því að hingað kæmu 2,1 milljón ferðamenn og eru þessar tölur í samræmi við þá spá.

Bandaríkjamenn fjölmennasti hópurinn

Sem fyrr voru Bretar og Bandaríkjamenn langfjölmennasti ferðamannahópurinn með um 43% af brottförum en nú hafa Bandaríkjamenn tekið við af Bretum sem fjölmennasti einstaki hópurinn. Pólverjar voru þriðji stærsti hópurinn sem fór í gegnum flugvöllinn í apríl, en það eru líklega ekki aðeins ferðamenn heldur einnig fólk sem er búsett hér og fór til Póllands yfir páskana.

Páskaferðir Íslendinga áberandi

Færri Íslendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli í apríl í ár en í fyrra, þó munurinn sé ekki mikill. Íslendingar voru fljótir að taka við sér í fyrra þegar opnað var á ferðalög og enn virðist nokkur ferðaþorsti vera til staðar. Páskarnir og tímasetning þeirra setja auðvitað mark sitt á þessar tölur. Fleiri Íslendingar héldu til útlanda nú í apríl en í apríl 2018 svo dæmi sé tekið, en það ár byrjuðu páskarnir í mars en ekki apríl. Einnig má ætla að einhverjir hafi núna farið af stað í páskafríin sín í mars, en ekki apríl, þar sem páskarnir voru fyrr á ferðinni apríl í ár en í fyrra og það gæti útskýrt lítilsháttar samdrátt milli ára nú.

Skráðar gistinætur á ferðamann fleiri en fyrir faraldur en fjöldi óskráðra gistinótta lækkar

Hagstofan birtir bæði tölur um fjölda skráðra gistinótta og áætlaðan fjölda óskráðra gistinótta. Óskráðar gistinætur eru þær sem eru keyptar í gegnum erlendar vefsíður eins og Airbnb, gisting í húsbíl, tjaldi eða tjaldvagni utan gjaldskyldra tjaldsvæða og gisting í heimahúsum hjá kunningjum eða ættmennum. Á fyrsta fjórðungi þessa árs er fjöldi skráðra gistinótta á hvern ferðamann fleiri en árin fyrir faraldur, en á móti kemur að áætlaðar tölur Hagstofunnar um óskráða gistingu benda til þess að fjöldi óskráðra gistinótta sé nú lægri. Það er því ekki ljóst að ferðamenn dvelji lengur hér á landi það sem af er ári, en þessar tölur benda til þess að þeir dvelji frekar á skráðum gististöðum, til dæmis á hótelum, sem eru alla jafna dýrari en gisting á óskráðum gististöðum.

Hver ferðamaður eyðir að jafnaði meiru

Kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi stóð nánast í stað á milli mánaða í apríl, á sama tíma og ferðamenn voru færri, sem þýðir að hver ferðamaður eyddi að meðaltali meiri pening en í mars. Kortavelta á föstu gengi á hvern ferðamann er áfram meiri en hún var fyrir faraldur, sem gæti skýrst af því að ferðamenn eigi ennþá uppsafnaðan sparnað eftir faraldurinn, einnig passar þetta við gögnin um gistinætur sem sýnir að ferðamenn eru gjarnari nú en áður til þess að gista á skráðum gististöðum en óskráðum sem eru alla jafnan dýrari.

Bílaleigubílar í umferð aldrei fleiri

Fjöldi bílaleigubíla í umferð hefur aldrei verið meiri á fyrstu mánuðum ársins. Ætla má að framleiðsluhnökrar og tafir í flutningum í heimshagkerfinu sem rekja mátti til Covid-19 áhrifa og stríðsins í Úkraínu séu frá og vel hafi gengið hjá bílaleigum að ná upp flota fyrir sumarið. Ekki veitir af gangi spár okkar um fjölda ferðamanna eftir, en við gerum ráð fyrir að 2,1 milljón ferðamenn komi til landsins á þessu ári og ætla að eftirspurnin eftir bílum til leigu verði talsverð.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
26. maí 2023

Ársverðbólga úr 9,9% í 9,5%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við áttum von á og á stærstan hlut í muninum á mælingu Hagstofunnar og okkar spá fyrir maí.
Flutningaskip
25. maí 2023

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi

Útflutningsverðmæti landsins jókst mjög á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti sjávarafurða og ferðaþjónustu en dróst örlítið saman fyrir ál. Það skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Samanlagt útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 266,8 mö.kr.
23. maí 2023

Hagvöxtur byggir sífellt meira á ferðaþjónustunni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
22. maí 2023

Vikubyrjun 22. maí 2023

Um 20% af allri kortaveltu íslenskra heimila fer núna fram erlendis, en aukning í kortaveltu íslenskra heimila síðan heimsfaraldrinum lauk hefur verið drifinn áfram af kaupum á vöru og þjónustu frá erlendum söluaðilum.
17. maí 2023

Spáum stýrivaxtahækkun um 1,0 prósentustig

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 1,0 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 7,5% upp í 8,5%.
Bananar
17. maí 2023

Spáum 9,6% verðbólgu í maí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% milli mánaða í maí og að ársverðbólgan lækki úr 9,9% í 9,6%. Verðbólgan hefur reynst þrálát síðustu mánuði og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Við gerum ráð fyrir því að toppnum sé náð, verðbólga fari hægt hjaðnandi og mælist 8,4% í ágúst. Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 26. maí næstkomandi.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Ský
15. maí 2023

Vikubyrjun 15. maí 2023

Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt í á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast.
9. maí 2023

Hætt við að aðhaldið dugi skammt gegn verðbólgu

Ekki er gert ráð fyrir að það takist að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs fyrr en árið 2028 og þá aðeins örlítið, samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í apríl. Þá er áætlaður hægur afkomubati og að ríkissjóður verði rekinn með halla til ársins 2028. Það er eðlilegt að staldra við þegar ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla í efnahagsuppsveiflu, en á sama tíma ber að taka tillit til þess að viðsnúningur eftir faraldurinn taki einhvern tíma. 
Háþrýstiþvottur
8. maí 2023

Vikubyrjun 8. maí 2023

Heildarlaun fólks í fullu starfi voru að meðaltali 871 þúsund króna í fyrra. Jafn stórt hlutfall karla og kvenna voru með laun á bilinu 800 til 850 þúsund krónur á mánuði. Ef litið er til dreifingar á heildarlaunum eftir kyni sést að karlar eru í meirihluta á efri launastigum og konur á þeim lægri.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur