Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Ekki breyt­ing á slaka á vinnu­mark­aði

Heildarvinnustundum fækkaði um 5,2% milli áranna 2019 og 2020, eftir að hafa aukist nær stöðugt í mörg ár þar á undan. Starfandi fólki fækkaði um 3,1% og vinnutími styttist um 2,1%. Breytingin á þessu ári faraldursins er verulega mikil í sögulegu samhengi.
Hárgreiðslustofa
2. febrúar 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er áætlað að um 207.700 manns hafi verið á vinnumarkaði í desember 2020, sem jafngildir 79,3% atvinnuþátttöku. Af fólki á vinnumarkaði voru um 196.200 starfandi og um 11.400 atvinnulausir og í atvinnuleit. Starfandi fólki fækkaði um 4.500 milli ára og atvinnulausum fjölgaði um 4.700. Hlutfall starfandi var 74,9% í desember og hafði minnkað um 2,9 prósentustig frá desember 2019.

Í apríl 2020 var atvinnuþátttaka 75,8% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003, þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka mældist meiri í maí og júní en hefur síðan minnkað og mældist 79,3% nú í desember, sem er 0,5 prósentustigum lægra en í desember 2019.

Atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar var 5,5% í desember og hafði aukist um 2,3 prósentustig frá desember 2019. Almennt skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 10,7% og hafði aukist um 6,4 prósentustig frá desember 2020. Því til viðbótar var atvinnuleysi vegna hlutabóta 1,4% í desember. Ítarlega hefur verið fjallað um mun á mælingum Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar í Hagsjám á árinu.

Meðalatvinnuleysi á árinu 2020 var 5,5% samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hafði aukist um 1,9 prósentustig frá árinu 2019. Skráð atvinnuleysi var hins vegar 7,9% að meðaltali á árinu 2020 og hafði aukist um 4,3 prósentustig frá fyrra ári. Bæði Hagstofan og Vinnumálastofnun mældu 3,6% meðalatvinnuleysi á árinu 2019, en síðan hafa leiðir skilist verulega hvað mælingar varðar.

Fjölda starfandi á 4. ársfjórðungi 2020 hafði fækkað um 5,6% frá sama ársfjórðungi 2019. Á sama tímabili styttist vinnutími um 2,5% þannig að heildarvinnustundum fækkaði um 8,1% milli ára sem er mesta fækkun á einum ársfjórðungi frá því að vinnustundum tók að fækka í upphafi 2020.

Sé litið á breytingar milli meðaltala ára má sjá að heildarvinnustundum fækkaði um 5,2% milli áranna 2019 og 2020, eftir að hafa aukist nær stöðugt í mörg ár þar á undan. Breytingin á þessu ári faraldursins er því verulega mikil í sögulegu samhengi.

Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar eru áfram dökkar. Kórónuveirufaraldurinn hefur augljóslega haft mikil áhrif á íslenskan vinnumarkað þannig að þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Áhrif faraldursins á hagkerfi og samfélag birtast mjög skýrt í þessum tölum af vinnumarkaði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Ekki breyting á slaka á vinnumarkaði

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.