Ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um – leið­in er til og mögu­leg en dýr og flókin

Eigi markmið um að stöðva hlýnun jarðar að nást kallar það á gífurlegar fjárfestingar um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar kallar umbreytingin í átt að jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda á fjárfestingu upp á fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári fram til 2030, en árlegar fjárfestingar nema um 1 trilljón dala í dag. Það er því verið að ræða um fjórföldun á núverandi framlögum til þess að markmiðin náist.
Ferðamenn á jökli
10. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Fáir deila lengur um að slæm staða loftslagsmála er að miklu leyti tilkomin af mannavöldum, en samt sem áður gengur hægt að þoka málum til betri áttar. Ekki er hægt að tala um skort á áætlunum, vandamálið er að það þarf ákvarðanir um draga mun hraðar úr losun og fyrr en verið er að gera og stefna að núna. Það þarf að snúa þróuninni við, núna.

Staðan gæti verið betri. Haldi þróunin áfram eins og nú er mun mikið vanta upp á að markmið um að halda hækkun hitastigs innan 1,5° frá því fyrir iðnbyltingu. Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar  mun losun CO2 nema 43-45 gígatonnum árið 2030 miðað við óbreytt ástand. Samkvæmtfram framkomnum loforðum einstakra ríka verður losunin 40 gígatonn 2030. Til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs náist þarf losunin hins vegar að fara niður í 19-24 gígatonn. Það vantar því um 17 gígatonna minnkun til þess að markmið náist 2030.

Orkuskiptanefndin leggur fram tillögur um með hvaða leiðum megi ná markmiðunum. Fyrsta og stærsta atriðið snýr að náttúrunni. Þar þarf haldbært samkomulag um að stöðva eyðingu skóga og endurreisn ýmissa þátta í náttúrunni. Þá þarf að tryggja fjármagn til þróunarríka um að þau geti tekið þátt í þessari vegferð. Þetta gæti minnkað losun um 6,6 gígatonn. Í öðru lagi þarf haldbært samkomulag mikilvægustu ríkja um að draga verulega úr kolanotkun á næsta áratug og framleiða raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Með því væri hægt að ná fram minnkun losunar um 3,5 gígatonn. Í þriðja lagi er umferð á vegum þar sem m.a. þarf að tryggja að sala bíla sem nota jarðefnaeldsneyti verði bönnuð eftir 2035. Þetta gæti skilað minnkun um 2,3 gígatonn. Í fjórða lagi þarf samkomulag milli ríkja, fyrirtækja og atvinnugreinasamtaka um mikla minnkun losunar vegna framleiðslu á stáli og sementi, sem og í flugumferð og flutningum á sjó. Þar væri hægt að ná minnkun losunar um 2,1 gígatonn. Í fimmta lagi, gæti samkomulag um að auka skilvirkni og hagkvæmni við orkunotkun á öllum sviðum skilað minnkun losunar um 2,5 gígatonn.

Það er nokkuð ljóst að það þarf að umbreyta raforkuframleiðslu algerlega og að það þarf að gerast á tiltölulega skömmum tíma. Að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar er það mögulegt, bæði tæknilega og efnahagslega. Umbreytingin felur í sér að öll raforka yrði framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafvæðing skiptir mestu máli en það verður líka mikil þörf fyrir annars konar hreina orku, sérstaklega vetni og lífræna orkugjafa vegna notkunar í flutningum og framleiðslu. Þessu til viðbótar virðist umræða um kjarnorku komin upp á borðið aftur.

Fyrir utan stóraukið framboð á hreinu rafmagni verður líka þörf fyrir aukna hagkvæmni og skilvirkni í meðferð og notkun orku. Þá skiptir minnkun á losun metans líka miklu máli, en samkomulag um þá hlið málsins náðist á fyrstu dögum loftslagsráðstefnunnar.

Það skiptir miklu máli að allar þjóðir geti verið með í þessari umbreytingu og að hún fari fram með jöfnum og aðgengilegum hætti. Í dag eru um 770 milljón manns í heiminum án rafmagns. Það þarf að tryggja framfarir fyrir þann hóp. Þá er einnig ljóst að umbreytingin á Vesturlöndum þarf að fara fram án mikilla truflana, enda erfitt fyrir almenning að sætta sig við að hafa ekki sama aðgang að orku og hingað til, að fórna lífsgæðum í nafni baráttunnar við loftslagsbreytingar.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Árangur í loftslagsmálum – leiðin er til og möguleg en dýr og flókin

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur