Ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um – leið­in er til og mögu­leg en dýr og flók­in

Eigi markmið um að stöðva hlýnun jarðar að nást kallar það á gífurlegar fjárfestingar um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar kallar umbreytingin í átt að jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda á fjárfestingu upp á fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári fram til 2030, en árlegar fjárfestingar nema um 1 trilljón dala í dag. Það er því verið að ræða um fjórföldun á núverandi framlögum til þess að markmiðin náist.
Ferðamenn á jökli
10. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Fáir deila lengur um að slæm staða loftslagsmála er að miklu leyti tilkomin af mannavöldum, en samt sem áður gengur hægt að þoka málum til betri áttar. Ekki er hægt að tala um skort á áætlunum, vandamálið er að það þarf ákvarðanir um draga mun hraðar úr losun og fyrr en verið er að gera og stefna að núna. Það þarf að snúa þróuninni við, núna.

Staðan gæti verið betri. Haldi þróunin áfram eins og nú er mun mikið vanta upp á að markmið um að halda hækkun hitastigs innan 1,5° frá því fyrir iðnbyltingu. Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar  mun losun CO2 nema 43-45 gígatonnum árið 2030 miðað við óbreytt ástand. Samkvæmtfram framkomnum loforðum einstakra ríka verður losunin 40 gígatonn 2030. Til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs náist þarf losunin hins vegar að fara niður í 19-24 gígatonn. Það vantar því um 17 gígatonna minnkun til þess að markmið náist 2030.

Orkuskiptanefndin leggur fram tillögur um með hvaða leiðum megi ná markmiðunum. Fyrsta og stærsta atriðið snýr að náttúrunni. Þar þarf haldbært samkomulag um að stöðva eyðingu skóga og endurreisn ýmissa þátta í náttúrunni. Þá þarf að tryggja fjármagn til þróunarríka um að þau geti tekið þátt í þessari vegferð. Þetta gæti minnkað losun um 6,6 gígatonn. Í öðru lagi þarf haldbært samkomulag mikilvægustu ríkja um að draga verulega úr kolanotkun á næsta áratug og framleiða raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Með því væri hægt að ná fram minnkun losunar um 3,5 gígatonn. Í þriðja lagi er umferð á vegum þar sem m.a. þarf að tryggja að sala bíla sem nota jarðefnaeldsneyti verði bönnuð eftir 2035. Þetta gæti skilað minnkun um 2,3 gígatonn. Í fjórða lagi þarf samkomulag milli ríkja, fyrirtækja og atvinnugreinasamtaka um mikla minnkun losunar vegna framleiðslu á stáli og sementi, sem og í flugumferð og flutningum á sjó. Þar væri hægt að ná minnkun losunar um 2,1 gígatonn. Í fimmta lagi, gæti samkomulag um að auka skilvirkni og hagkvæmni við orkunotkun á öllum sviðum skilað minnkun losunar um 2,5 gígatonn.

Það er nokkuð ljóst að það þarf að umbreyta raforkuframleiðslu algerlega og að það þarf að gerast á tiltölulega skömmum tíma. Að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar er það mögulegt, bæði tæknilega og efnahagslega. Umbreytingin felur í sér að öll raforka yrði framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafvæðing skiptir mestu máli en það verður líka mikil þörf fyrir annars konar hreina orku, sérstaklega vetni og lífræna orkugjafa vegna notkunar í flutningum og framleiðslu. Þessu til viðbótar virðist umræða um kjarnorku komin upp á borðið aftur.

Fyrir utan stóraukið framboð á hreinu rafmagni verður líka þörf fyrir aukna hagkvæmni og skilvirkni í meðferð og notkun orku. Þá skiptir minnkun á losun metans líka miklu máli, en samkomulag um þá hlið málsins náðist á fyrstu dögum loftslagsráðstefnunnar.

Það skiptir miklu máli að allar þjóðir geti verið með í þessari umbreytingu og að hún fari fram með jöfnum og aðgengilegum hætti. Í dag eru um 770 milljón manns í heiminum án rafmagns. Það þarf að tryggja framfarir fyrir þann hóp. Þá er einnig ljóst að umbreytingin á Vesturlöndum þarf að fara fram án mikilla truflana, enda erfitt fyrir almenning að sætta sig við að hafa ekki sama aðgang að orku og hingað til, að fórna lífsgæðum í nafni baráttunnar við loftslagsbreytingar.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Árangur í loftslagsmálum – leiðin er til og möguleg en dýr og flókin

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. des. 2021

Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum flestra viðskiptalanda okkar í nóvember, að Bandaríkjadal undanskildum. SÍ greip ekki inn í markaðinn í nóvember og er þetta fyrsti mánuðurinn sem það gerist síðan í febrúar 2020.
Fasteignir
6. des. 2021

Íbúðafjárfesting dregst saman

Íbúðafjárfesting hefur nú dregist saman milli ára þrjá ársfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum. Engu að síður mælist hún mikil sem hlutfall af landsframleiðslu. Vöxtur í fólksflutningi til landsins eykur þörf fyrir nýjar íbúðir. Nú um 5.700 íbúðir í byggingu samkvæmt Þjóðskrá og hafa tæplega 3.000 skilað sér á markað það sem af er ári.
Alþingishús
6. des. 2021

Vikubyrjun 12. desember 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
3. des. 2021

Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er mun betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan og sama fjórðungi í fyrra. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
Fjallgöngumaður
3. des. 2021

Sýn var hástökkvarinn í nóvember

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,5% í nóvember rétt eins og hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands. Þrátt fyrir það hefur ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðnum verið góð á undanförnum 12 mánuðum. Markaðurinn hefur hækkað um tæplega 50% á síðustu 12 mánuðum og er það meiri hækkun en í helstu viðskiptalöndum.
Ský
2. des. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð skuldabréf að fjárhæð 2.200 m.kr. og Arion banki að fjárhæð 1.720 m.kr. í útboðum í nóvember. Íslandsbanki hélt ekki útboð.
Alþingi við Austurvöll
2. des. 2021

Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Flutningaskip
30. nóv. 2021

Áframhald á kröftugum hagvexti á þriðja fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 6% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem hagvöxtur mælist eftir að faraldurinn hófst og frekari staðfesting þess að hagkerfið sé á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur á fyrstu þremur fjórðungum ársins nam 4,1% og var hann borinn af vextinum á öðrum og þriðja fjórðungi en hagvöxtur var lítillega neikvæður á fyrsta fjórðungi.
Grafarholt
29. nóv. 2021

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Ríflega þriðjungur íbúðastofnsins er í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð og hefur hlutfallið haldist nær stöðugt síðustu ár. Ekki er að sjá að lægri vextir hafi aukið áhuga fólks á að fjárfesta í fleiri en einni íbúð.
Íbúðir
29. nóv. 2021

Vikubyrjun 29. nóvember 2021

Verðbólga mældist 4,8% í nóvember og skýrir húsnæðiskostnaður rúmlega helming hennar, eða um 55%.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur