AGS spáir því að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands á þessu ári verði um 4,8% að jafnaði. Þetta kemur fram nýrri spá sjóðsins sem birtist í síðustu viku. Á næsta ári spáir sjóðurinn áframhaldandi kröftugum hagvexti og að vöxturinn verði 3,9%. Gert er ráð fyrir að það hægi á hagvexti niður í 2,1% árið 2023 og 1,7% næstu ár þar á eftir. Áætlað er að veginn hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands hafi verið neikvæður um 5,1% á síðasta ári. Þar munar langmest um samdráttinn á evrusvæðinu sem er gert ráð fyrir að hafi verið neikvæður um 6,6%, sem er svipað og hér á landi. Evrusvæðið vegur um 41% í viðskiptum Íslands við stærstu 13 stærstu viðskiptalönd sín. Á þessu ári spáir sjóðurinn að hagvöxtur á evrusvæðinu verði 4,4% og 3,8% á næsta ári.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: AGS spáir kröftugum hagvexti í viðskiptalöndum Íslands









