Af­gang­ur af við­skipt­um við út­lönd á 3. árs­fjórð­ungi - lík­lega af­gang­ur á ár­inu í heild

Afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi mældist 62 ma. kr. Myndalegur þjónustujöfnuður bætti upp fyrir aukinn halla á vöruskiptajöfnuði á fjórðungnum, en auk þess var afgangur af þáttatekjujöfnuði. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins mælist 42 ma. kr. afgangur og ólíklegt er að svo mikill halli mælist á lokafjórðungi ársins. Þetta er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar halli hefur mælst á viðskiptajöfnuði.
Flutningaskip
4. desember 2023

Alls var 62 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 94 ma. kr og rekstrarframlög voru neikvæð um 13 ma. kr. Á móti var þáttatekjujöfnuður jákvæður um 18,8 ma. kr og myndarlegur afgangur var af þjónustujöfnuði, um 150 ma. kr., sem skilar góðum afgangi af viðskiptajöfnuði í heild.

Þetta er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar halli hefur mælst af viðskiptajöfnuði á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Undanfarin ár hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum en myndarlegur afgangur af þjónustujöfnuði. Það skýrist meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Stór hluti aðfanga fyrir ferðaþjónustu kemur til frádráttar í vöruskiptajöfnuði (innflutningur á bílaleigubílum, bensíni, neysluvörum o.s.frv.), en tekjur ferðaþjónustunnar koma til viðbótar í þjónustujöfnuði.

Afgangur á fyrstu 9 mánuðum ársins

Það sem af er ári hefur viðskiptajöfnuður mælst jákvæður um 42 ma. kr, en til samanburðar mældist halli á viðskiptajöfnuði 54 ma. kr. á sama tímabili í fyrra og 38 ma. kr. árið 2021. Halli á vöruskiptajöfnuði eykst töluvert milli ára og mældist 225 ma. kr. nú samanborið við 128 ma. kr. í fyrra. Á móti jókst afgangur af þjónustujöfnuði einnig umtalsvert og var jákvæður um 262 ma. kr. samanborið við 168 ma. kr. afgang í fyrra. Afgangur hefur verið af þáttatekjujöfnuði upp á 44 ma. kr. það sem af er ári, en halli á rekstrarframlögum hefur mælst 38,5 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er því töluvert betri niðurstaða en á síðustu tveimur árum. Á árunum 2013-2019 var að meðaltali 110 ma. kr. afgangur á viðskiptum við útlönd á fyrstu níu mánuðum hvers árs þegar mestur uppgangur var í ferðaþjónustu.

Afgangur af frumþáttatekjum skýrist af verri afkomu álvera

Til frumþáttatekna teljast fjármagnstekjur og gjöld. Hér inni eru meðal annars vaxtagreiðslur vegna erlendra lána, arðgreiðslur erlendra hlutabréfa, hagnaður og tap innlendra félaga í eigu erlendra aðila og fleira slíkt. Þáttatekjujöfnuður er að hluta til bókfærður hagnaður eða tap og því reiknuð stærð. Honum þarf því ekki að fylgja greiðsluflæði og hann hefur ekki endilega áhrif á gjaldeyrisstreymi eða gengi krónunnar.

Nú á þriðja ársfjórðungi mældist 18,8 ma. kr. afgangur af þáttatekjujöfnuði. Munar þar mestu um 11 ma. kr. afgang af beinni fjárfestingu sem skýrist alfarið af tapi innlendra dótturfélaga í eigu erlendra aðila, en slíkt tap kemur til hækkunar á þáttatekjujöfnuði. Veigamesti þátturinn er lakari afkoma álfyrirtækja sem hér starfa og er í samræmi við minni útflutning á áli á fjórðungnum og töluvert lægra heimsmarkaðsverð á áli en í fyrra.

Hvað gerist á 4. ársfjórðungi?

Eins og fyrr segir var 42 ma. kr afgangur af viðskiptajöfnuði á fyrstu níu mánuðum árs en viðskiptajöfnuður var neikvæður um 53 ma. kr á sama tíma í fyrra. Það er því líklegt að það verði afgangur á árinu í heild. Nokkrar vísbendingar um hvernig lokafjórðungur ársins fer eru:

  • Í október mældist 53 ma. kr. vöruskiptahalli, sem er örlítið minni halli en fyrir ári síðan.
  • Á þjónustuhliðinni er ennþá góður gangur í ferðaþjónustunni. 205 þúsund ferðamenn komu til landsins í október og hafa aldrei verið fleiri í októbermánuði.
  • Það rímar við fjölgun gistinátta erlendra ferðmanna, um 14% milli ára í október.
  • Á sama tíma hefur dregið nokkuð úr utanlandsferðum Íslendinga sem voru 22% færri í október í ár en í fyrra, en frá því um mitt ár hafa utanlandsferðir Íslendinga verið færri en í fyrra.
  • Í takt við það mældist greiðslukortajöfnuður jákvæður um 2,7 ma. kr í október í ár, en var til samanburðar neikvæður um 4,3 ma. kr. í október í fyrra.
  • Meðalálverð er enn töluvert lægra en í fyrra. Það er því líklegra að afgangur verði af þáttatekjujöfnuði á lokafjórðungi ársins en við eigum þó eftir að sjá tölur fyrir nóvember og desember.

Í nýlegri hagspá gerðum við ráð fyrir því að viðskiptajöfnuður yrði jákvæður um 50 ma. kr. á árinu og þessar tölur eru í ágætu samræmi við þá spá.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur