Sparireikningur 3, 12 og 24

Sparireikningur 3

Nr. 1522-02  |  Júní 2018

Binditími

 • Hver innborgun er bundin í 3 mánuði frá innborgunardegi nema gerður sé samningur um reglubundinn sparnað. Þá er öll upphæðin laus eftir umsaminn sparnaðartíma.
 • Ef reglubundnum sparnaði er haldið áfram að loknum upphaflegum binditíma, bindast nýjar innborganir í 3 mánuði á sama hátt og við stofnun reikningsins.

Ávöxtun

 • Sparireikningur 3 er óverðtryggður greiðslureikningur.
 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).

Aðrir skilmálar


Sparireikningur 12

Nr. 1506-04  |  Júní 2018

Binditími

 • Hver innborgun er bundin í 12 mánuði frá innborgunardegi nema gerður sé samningur um reglubundinn sparnað. Þá er öll upphæðin laus eftir umsaminn sparnaðartíma.
 • Ef reglubundnum sparnaði er haldið áfram að loknum umsömdum binditíma, bindast nýjar innborganir í 12 mánuði á sama hátt og við stofnun reikningsins.

Ávöxtun

 • Sparireikningur 12 er óverðtryggður greiðslureikningur.
 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).

Aðrir skilmálar


Sparireikningur 24

Nr. 1510-04  |  Júní 2018

Binditími

 • Hver innborgun er bundin í 24 mánuði frá innborgunardegi nema í gildi sé samningur um reglubundinn sparnað. Þá er öll upphæðin laus eftir umsaminn sparnaðartíma.
 • Ef reglubundnum sparnaði er haldið áfram að loknum umsömdum binditíma, bindast nýjar innborganir í 24 mánuði á sama hátt og við stofnun reikningsins.

Ávöxtun

 • Sparireikningur 24 er óverðtryggður greiðslureikningur.
 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).

Úttektargjald

 • Úttektargjald reiknast ef tekið er út af Sparireikningi 24 áður en fjárhæð er laus til útborgunar. Úttektargjald er samkvæmt vaxtaákvörðun Landsbankans hverju sinni og dregst frá áunnum vöxtum. Ef úttektargjald er hærra en áunnir vextir dregst mismunurinn frá útborgaðri fjárhæð.

Aðrir skilmálar