Innheimta skuldabréfa

Skilmálar fyrir innheimtu skuldabréfa

Landsbankinn hf. | Nr. 1531-01  |  Desember 2017 |

1. Kröfur eru stofnaðar í kerfi Landsbankans í samræmi við innheimtubeiðni skuldabréfa.

2. Kröfuhafi ber ábyrgð á því að staða skuldabréfa sé rétt skráð, áritanir á bréfin séu réttar og að ekki skorti áritun réttinda sem geta haft áhrif á innheimtu þeirra.

3. Landsbankinn innheimtir greiðslur og ráðstafar þeim inn á ráðstöfunarreikning sem kröfuhafi tilgreinir í innheimtubeiðni. Ekki er um að ræða innheimtu í skilningi innheimtulaga nr. 95/2008.

4. Ef ráðstöfunarreikningur er eyðilagður eða greiðsluupplýsingar breytast skuldbindur kröfuhafi sig til þess að tilkynna Landsbankanum með sannanlegum hætti um breytingarnar. Verði Landsbankanum ekki tilkynnt um nýjan reikning er bankanum heimilt að hætta innheimtu og afhenda skuldabréf til kröfuhafa. Gjöld fyrir þjónustuna eru innheimt samkvæmt gildandi verðskrá Landsbankans á hverjum tíma og hefur kröfuhafi kynnt sér hana. Verðskráin er aðgengileg á vef bankans, www.landsbankinn.is, og í útibúum hans.

5. Landsbankanum er heimilt að veita skuldara allar upplýsingar um kröfur vegna innheimtra skuldabréfa auk upplýsinga um kröfuhafa sjálfan og birta þær upplýsingar í netbanka skuldara.

6. Landsbankinn hefur heimild til að skuldfæra öll ógreidd gjöld vegna þjónustunnar af ráðstöfunarreikningi kröfuhafa, m.a. ógreidd áfallin gjöld sem almennt eru innheimt af skuldara vegna kostnaðar við innheimtu kröfunnar.

7. Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að hætta innheimtu skuldabréfa viðskiptavina ef ekki eru greidd áfallin gjöld vegna innheimtunnar, reynist ekki næg innstæða til skuldfærslu þjónustugjalda, vafi er uppi um hvort kröfuhafi eigi þau réttindi sem skuldabréfin bera með sér eða vanskil verða á innsendum skuldabréfum og vara í lengri tíma en 3 mánuði.

8. Þegar innheimtu er hætt sendir Landsbankinn frumrit skuldabréfa til kröfuhafa með tryggum hætti. Ef um afhendingu vegna vanskila er að ræða er frumrit áritað um stöðu og afhent eiganda til frekari innheimtu. Aflétting veðskuldabréfa við uppgreiðslu er á ábyrgð kröfuhafa.

9. Kröfuhafi getur tekið innheimtuskuldabréf úr innheimtu hvenær sem er. Þegar skuldabréf eru tekin úr innheimtu skal kröfuhafi gera upp allan útistandandi kostnað.

10. Landsbankinn ber aðeins ábyrgð á því beina tjóni sem starfsmenn hans kunna að valda, annað hvort af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi, en aldrei á afleiddu tjóni sem kann að verða af þeim sökum. Bótaábyrgð nær hvorki til tjóns vegna glataðra viðskiptatækifæra né tjóns vegna óviðráðanlegra ytri atvika (force majeure).

11. Landsbankinn getur breytt skilmálum þessum einhliða og tilkynnir þær breytingar fyrirfram með 30 daga fyrirvara með tilkynningu á vef bankans www.landsbankinn.is.