Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um 9,6% verð­bólgu í des­em­ber

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,68% milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan tímabundið úr 9,3% í 9,6%. Við eigum samt von á að ársverðbólgan hjaðni aftur strax í janúar á næsta ári og verði komin niður í 7,9% í mars.
Rafbíll í hleðslu
8. desember 2022

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í nóvember og hjaðnaði verðbólga, úr 9,4% í 9,3%. Þetta var svipað og við áttum von á, en við höfðum spáð 0,27% hækkun. Það var þó tvennt sem kom á óvart: Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en við áttum von á og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt.

Reiknuð húsaleiga, nýir bílar og flugfargjöld til útlanda hækka milli mánaða

Við spáum því að vísitalan hækki um 0,55% milli mánaða. Gangi það eftir hækkar ársverðbólgan úr 9,3% í 9,6%. Að þessu sinni eru það þrír undirliðir sem hafa mest áhrif. Við eigum von á að reiknuð húsaleiga hækki um 0,6% milli mánaða (+0,12% áhrif á vísitölu), kaup á nýjum bílum hækki um 1,3% (0,08% áhrif á vísitölu) og flugfargjöld til útlanda hækki um 19,5% (0,34% áhrif á vísitölu). Þessir þrír undirliðir skýra 0,57 prósentustig af 0,68% hækkun VNV, eða 78%. Spá okkar um 9,6% ársverðbólgu í desember er 0,1 prósentustigi hærri en spáin sem við birtum í nóvember. Skýrist munurinn af hærri spá um flugfargjöld til útlanda í desember. Á móti kemur að dælueldsneyti lækkar milli mánaða, en í nóvember gerðum við ráð fyrir smávægilegri hækkun. Skoðun okkar á öðrum undirliðum vísitölunnar er nokkurn veginn óbreytt frá því í nóvember.

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting Áhrif
Matur og drykkjarvara 15,2% 0,1% 0,01%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,0% 0,00%
Föt og skór 3,5% 0,4% 0,01%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 10,3% 0,3% 0,03%
- Reiknuð húsaleiga 20,0% 0,6% 0,12%
Húsgögn og heimilisbúnaður 6,4% 0,5% 0,03%
Heilsa 3,7% 0,6% 0,02%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,2% 0,01%
- Kaup ökutækja 5,9% 1,3% 0,08%
- Bensín og díselolía 3,9% -1,0% -0,04%
- Flugfargjöld til útlanda 1,7% 19,5% 0,34%
Póstur og sími 1,6% 1,0% 0,02%
Tómstundir og menning 9,2% 0,0% 0,00%
Menntun 0,7% 0,0% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 4,9% 0,2% 0,01%
Aðrar vörur og þjónusta 7,0% 0,6% 0,04%
Samtals     0,27%

Framlag vaxtabreytinga hefur mikil áhrif

Fasteignaverð kemur beint inn í útreikning Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í gegnum reiknað endurgjald vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga). Mikil hækkun á húsnæðisverði hefur verið einn megindrifkraftur verðbólgunnar undanfarið ár. Þegar mest gekk á í sumar fór hækkun á markaðsverði húsnæðis, sem Hagstofan mælir og notar í útreikningi á reiknaðri húsaleigu, hæst í 3,2% milli mánaða og tæplega 25% milli ára. Beint framlag húsnæðisverðs til vísitölu neysluverðs fór hæst í 4,2 prósentustig í ágúst og skýrði þá rétt yfir 40% af ársverðbólgunni.

Núna í haust sáust fyrstu merki þess að byrjað væri að hægja á markaðnum. Í september stóð markaðsverð húsnæðis í stað og því kom það nokkuð á óvart þegar húsnæðisverð hækkaði í október og nóvember. Þrátt fyrir þessar hækkanir gerum við ráð fyrir því að loks sé farið að hægjast um á markaðnum og að hækkanir á markaðsverði húsnæðis verði mjög hófstilltar næstu mánuði. Þó er það svo, að eftir að hafa haft áhrif til lækkunar samfellt síðan í janúar 2018, hefur framlag vaxtabreytinga verið til hækkunar síðustu þrjá mánuði. Við eigum von á að svo verði áfram og að á næstu mánuðum muni framlag vaxtabreytinga til hækkunar aukast nokkuð.

Eigum von á að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum

Það hefur ekki orðið veruleg breyting á verðbólguhorfum til næstu mánaða frá því að við birtum síðast verðbólguspá í lok nóvember. Við eigum ennþá von á að verðbólgan hjaðni rólega á næstu mánuðum.

Við gerum ráð fyrir að janúarútsölurnar verði svipaðar og á árunum fyrir heimsfaraldur, þ.e.a.s. nokkuð góðar. Síðustu tvö ár hefur verð á fötum og skóm lækkað minna en áður í janúar sem mátti mögulega rekja til færri utanlandsferða og meiri verslunar innanlands. Sú staða hefur nú snúist við með aukinni verslun Íslendinga erlendis. Spá okkar gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um 9% milli mánaða og húsgögn og heimilisbúnaður lækki um tæp 5% milli mánaða í janúar. Gangi þetta eftir verða heildaráhrif janúarútsala 0,6% til lækkunar á VNV. Í janúar koma einnig til framkvæmda ýmsar skattbreytingar. Mestu munar um breytingar á vörugjaldi ökutækja, en samkvæmt mati fjármálaráðuneytisins má búast við að útsöluverð nýrra bíla hækki um allt að 5% vegna þeirra og að bein áhrif á vísitölu neysluverðs verði 0,2 prósentustig til hækkunar. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að áhrif annarra skattbreytinga um áramót verði 0,2 prósentustig til hækkunar á VNV og að heildaráhrif skattbreytinga um áramót geti orðið allt að 0,4%. Alls gerum við ráð fyrir að VNV hækki um 0,07% milli mánaða í janúar og að ársverðbólgan lækki úr 9,6% í 9,1%.

Við eigum síðan von á að vísitalan hækki aftur um 0,68% í febrúar og 0,27% í mars, aðallega vegna útsöluloka, en janúarútsölurnar ganga yfirleitt til baka í febrúar og mars. Verðbólga var töluverð í febrúar og mars á þessu ári og því mun ársverðbólgan hjaðna við það að þessir mánuðir detti út úr mælingunni. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan lækka niður í 8,6% í febrúar og 7,9% í mars.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.