Sumarleikur
Meira sumar
Sumarið er enn betra þegar þú ert með fjármálin á hreinu og góða yfirsýn. Einfaldari fjármál, betri kjör og meira sumar.
Gerðu meira úr sumrinu!
Við tókum saman nokkur lykilatriði sem gott er að fara yfir áður en þú byrjar að vinna í sumar.
Þegar þú greiðir í séreignarsparnað færð þú í raun launahækkun þar sem launagreiðandi greiðir 2% til viðbótar.
Það er einfalt að setja sér sparnaðarmarkmið í appinu.
Plúskort er fyrirframgreitt kort án færslu- og árgjalds sem safnar Aukakrónum.
Varstu að byrja í nýrri vinnu?
Þegar þú byrjar í nýrri vinnu þá færist viðbótarlífeyrissparnaðurinn ekki sjálfkrafa á milli. Þess vegna þarft þú að skrá inn nýjan launagreiðanda til að greiða áfram í viðbótarlífeyrissparnað.
Svona breytir þú launagreiðanda
Þú lætur okkur vita af nýjum launagreiðanda í appinu undir „Lífeyrissparnaður“. Þar velur þú „Breyta“ við viðbótarlífeyrissparnað eða smellir á plúsinn neðst á síðunni. Þar getur þú líka breytt ávöxtunarleið og þínu framlagi í viðbótarlífeyrissparnað.
Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.
Á 18. afmælisdeginum þínum verður þú sjálfráða og á sama tíma fjárráða, sem þýðir að þú hefur full yfirráð yfir peningunum þínum sem áður voru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.