Stoltur bakhjarl

Lát­um gott af okk­ur leiða

Við erum virk­ur þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu og tök­um þátt í fjöl­breytt­um verk­efn­um sem stuðla að upp­bygg­ingu og fram­þró­un. Hér fjöll­um við um nokk­ur þeirra.

Stoltur bakhjarl

Við erum bakhjarl fjölbreyttra samfélagsverkefna sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Fyrir tilstilli útibúa okkar víðs vegar um land styrkjum við einnig margvísleg verkefni í þeirra nærsamfélagi.

Hönnunarmars

HönnunarMars

Árið 2023 gerðist Landsbankinn styrktaraðili HönnunarMars til að efla enn frekar stuðning við nýsköpun og listir. Við tókum þátt í hátíðinni með ýmsum hætti, m.a. með viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti. Í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði og bjuggum til myndbönd með þeim til að veita innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Skólahreysti

Við erum aðalbakhjarl Skólahreysti og leggjum keppninni lið af krafti. Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautum.

Knattspyrnusamband Íslands

Landsbankinn er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands. Ásamt fimm öðrum fyrirtækjum styrkir Landsbankinn uppbyggingarstarf íslenskrar knattspyrnu um land allt, öll yngri landslið og A-landslið karla og kvenna.

Gulleggið 2024

Gulleggið

Við erum styrktaraðili Gulleggsins sem er árleg frumkvöðlakeppni á vegum Klak. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga við allt frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta. 

Hinsegin dagar

Við styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi heilshugar og höfum verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga í Reykjavík frá upphafi. Við stöndum m.a. að baki Gleðigöngupottsins, í samstarfi við Hinsegin daga.

Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni

„Baráttan er ekki búin fyrr en …“

Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur