- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
Við léttum þér lífið
Í Námunni færðu enn betri kjör, 2 fyrir 1 í bíó, sérsniðna þjónustu og ráðgjöf eftir þínum þörfum.
Betri kjör í Námunni

Vantar þig rafræn skilríki?
Þú getur virkjað rafræn skilríki í næsta útibúi okkar. Pantaðu tíma í því útibúi sem þér hentar og mundu að hafa gild persónuskilríki með þér þegar þú virkjar rafrænu skilríkin.
Forráðamaður getur skrifað undir virkjun rafrænna skilríkja fyrir 18 ára og yngri á mitt.audkenni.is
Framfærslulán
Þú getur sótt um framfærslulán sem miðast við 95% af lánsáætlun frá Menntasjóði námsmanna.
- Hagstæðari kjör en á almennum yfirdráttarlánum.
- Þú getur stýrt ráðstöfun framfærsluláns að eigin þörfum, fengið alla áætlunina greidda út í einu eða dreift henni niður á mánuði.
- Vextir eru einungis greiddir af þeim hluta lánsins sem þú nýtir og reiknast þeir af stöðu í lok hvers dags.

Námsstyrkir
Á hverju ári veitum við fimmtán námsstyrki til viðskiptavina sem eru í námi. Heildarupphæð styrkja er 6.000.000 kr. Skiptingu styrkjanna má sjá hér að neðan.

2 fyrir 1 í bíó
Þú færð 2 fyrir 1 í bíó í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri en til viðbótar eru öll þessi bíó samstarfsaðilar Aukakróna. Þú safnar því Aukakrónum ef þú notar kreditkortið í þessum bíóum. Svo getur þú líka alltaf notað úttektarkortið og Aukakrónurnar þínar þar líka.
*Gildir á sýningar mánudaga til fimmtudaga.
*Gildir ekki með öðrum tilboðum, í lúxussal eða á íslenskar myndir.

Aukakrónur safnast þegar þú notar kreditkort
Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Þær safnast á alla innlenda veltu og ef þú verslar hjá samstarfsaðilum færð þú einnig afslátt í formi Aukakróna. Allar Aukakrónur sem safnast eru greiddar inn á úttektarkort sem þú notar svo hjá samstarfsaðilum. Ein Aukakróna jafngildir einni íslenskri krónu og eru samstarfsaðilar yfir 250 talsins.
Aldrei of snemmt að byrja að spara
Sparnaður kemur sér alltaf vel, hvort sem þú vilt spara fyrir útgjöldum, innborgun á íbúð eða hvað sem er. Það getur verið þægilegt að setja í gang reglulegar millifærslur á þinn reikning eða áskrift í sjóðum í netbankanum. Þannig safnast sparnaðurinn oft hraðar upp.

Hvernig borga ég með síma eða úri?
Þú getur skráð debet-, kredit- og gjafakort Landsbankans í Apple Pay eða Android-kortaappið og borgað með símanum eða öðrum snjalltækjum.

Landsbankaappið
Í Landsbankaappinu kemstu í bankann hvar og hvenær sem er. Þú færð skýra og einfalda yfirsýn yfir fjármálin og getur sinnt næstum öllum bankaviðskiptum.

Hvað breytist við að verða fjárráða?
Á átjánda afmælisdeginum þínum verður þú sjálfráða, sem þýðir að þú ræður þér næstum að öllu leyti sjálf/ur. Á sama degi verður þú líka fjárráða, sem þýðir að þú hefur full yfirráð yfir peningunum þínum sem áður voru að mestu leyti á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.

Hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?
Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd. Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.

14 góð ráð við að versla í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.