Nú þarf ein­fald­lega að hleypa sorg­inni að

Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
Lady Zadude
3. ágúst 2022

„Ég var búin að hugsa um nokkrar mismunandi hugmyndir að atriði sem flestar snúa að gleði og fögnuði. Ég varð samt aldrei almennilega sátt við þær, það er bara of margt slæmt búið að gerast í hinsegin samfélaginu undanfarið og ég tel að það þurfi einfaldlega að hleypa sorginni að. Atriðið er hugsað sem stund til að hleypa sorginni að, sorginni sem fylgir því að verða fyrir fordómum, sorginni yfir því að hafa þurft að fela og afneita hluta af sjálfum sér, sorginni sem fylgir því að missa meðlimi hinsegin fjölskyldunnar, eða í stuttu máli sorginni sem fylgir því að vera til,“ segir Lady Zadude og bendir á að alvarlegt bakslag sé í hinsegin jafnréttisbaráttunni, bæði hér á landi og erlendis. „Við í hinsegin samfélaginu erum búin að hamra á því síðustu ár að baráttunni sé ekki lokið, en því miður hefur ekki verið tekið mark á því og samfélagið og stjórnvöld sofnuðu á verðinum. Fræðslan sem Samtökin 78 hefur staðið fyrir skilar miklu en þau þurfa einfaldlega meiri fjárhagslegan stuðning frá yfirvöldum til að geta sinnt henni með fullnægjandi hætti,“ segir Lady ákveðin.

Blanda af vondri stjúpu og álfastuðmóður

Vilhjálmur sem er kynsegin nuddari, dragdrottning og söngvari, hefur verið að þróa Lady Zadude í nokkur ár. Líkt og hjá öðrum dragskemmtikröftum snýst tilvera Lady um að valda kynusla, ögra þeim fjölmörgu staðalímyndum sem eru í gangi varðandi kyn og kynhlutverk. „Það hefur alltaf heillað mig mikið að skapa rými fyrir hinsegin fólk að hittast og hafa gaman og það er stór hluti þess að ég fór út í drag,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur í förðun

Ljósmynd: Sunna Ben

Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson

Ljósmynd: Davíð Terrazas

Lady Zadude er góð blanda af vondri stjúpu og göldrum gæddri álfastuðmóður sem syngur um hinsegin ástir og líf á gamansaman hátt. Hennar uppáhald er að breyta textum þekktra laga og koma áhorfendum smá á óvart. „Við Lady eigum það sameiginlegt að hafa vel gaman af tvíræðum og allt að því dónalegum húmor,“ segir hán.

„Dragsamfélagið á Íslandi er fjölbreytt og fallegt. Þú getur séð ótrúlega margar birtingarmyndir drags og dragsenan fer sífellt stækkandi. Þar er auðvitað einhver samkeppni líka en mín upplifun er sú að samfélagið standi saman og dragskemmtikraftar styðja hvert annað eins og þau geta.“

Vilhjálmur segir umræðuna um dragsenuna á Íslandi dálítið einhliða. „Umræðan snýst aðallega um Rupaul‘s Dragrace, sem er allt í lagi –  en að mínu mati snýst drag um kynusla. Mér finnst hin almenna umræða oft vera sú að drag sé fyndið af því að það sé „karl í kjól“, eins og grín á þorrablóti. Saga drags á sér mikið dýpri rætur og snýst í kjarnanum um kyntjáningu og að skapa hinsegin fólki öruggt rými til að gleðjast og vera í öruggum aðstæðum,“ segir hán.

Eru ekki gestir heteronormatíva samfélagsins

Vilhjálmur segir varla hægt að lýsa því í orðum hversu mikilvæg hátíð eins og Hinsegin dagar sé. „Fyrir utan sýnileikann sem Hinsegin dagar veita hinsegin fólki og málefnum gefa þeir okkur kærkomið tækifæri til að hittast í rými sem er búið til af okkur sjálfum, fyrir okkur sjálf. Þetta er nánast eina skiptið á árinu sem við erum ekki gestir heteronormatíva samfélagsins, heldur erum við gestgjafinn.“

Lady Zadude

Ljósmynd: Sunna Ben

„Það væri ótrúlega kærkomið ef við gætum brotið á bak aftur tvíhyggjuna sem við búum við og er stanslaust nýtt til að halda konum og hinsegin fólki niðri,“ segir Vilhjálmur þegar spurt er um hvernig hinn fullkomni heimur mannréttinda og margbreytileika væri í augum háns. „Hvernig væri ef við hættum bara að skipta okkur svona mikið í flokka eftir kynfærunum einum saman, hver fékk þá fáránlegu hugmynd? Það væri yndislegt ef að við fengjum öll bara að vera við sjálf, án þess að vera sett í þrönga flokka og þurfa að fylgja annarra skilgreiningum á því hver við erum og hvern við ættum að elska!“

Hinsegin dagar 2022 voru settir þriðjudaginn 2. ágúst og stendur hátíðin yfir í sex daga með viðamikilli dagskrá. Landsbankinn hefur verið stoltur styrktaraðili um árabil og er Gleðigöngupotturinn samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans. Styrkir úr pottinum eru veittir einstaklingum eða hópum á ári hverju til þátttöku í Gleðigöngunni, sem fer fram laugardaginn 6. ágúst.

Myndina sem er efst í greininni tók Odysse Chloridis.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur