„Marg­ir héldu að Gunni og Fel­ix væru pabb­ar mín­ir en ekki Bald­ur og Fel­ix“

„Það er frábært að Hinsegin dagar séu orðnir fjölskylduhátíð“ segir Álfrún Perla Baldursdóttir sem á tvo pabba og er þátttaka í Gleðigöngunni ómissandi fjölskylduhefð hjá þeim. Í ár mun Roald Viðar Eysteinsson leggja drög að nýrri fjölskylduhefð með eiginmanni sínum og ársgamalli dóttur þeirra.
2. ágúst 2019 - Landsbankinn

Það er magnað að sjá að kynslóðin á eftir mér er enn opnari, umburðalyndari og víðsýnni. Því það er ekkert sjálfsagt að það sé þróunin,“ segir Álfrún Perla Baldursdóttir. Hún var fjögurra ára gömul þegar pabbi hennar, Baldur Þórhallsson, og Felix Bergsson tóku saman. Álfrún Perla minnist þess ekki að hafa heyrt neikvæða hluti um fjölskyldugerð sína eða pabbana tvo en leggur áherslu á mikilvægi þess að leyfa hugsunarleysi og „málvenjum“ ekki að afsaka niðrandi talsmáta um hinsegin fólk.

„Vinum mínum fannst þetta allt saman mjög eðlilegt enda ekki vanir öðru. Það hjálpaði örugglega til að þegar ég byrja í Vesturbæjarskóla vorum við þrjú í mínum árangi sem áttum samkynhneigða foreldra. Margir héldu hins vegar að Gunni og Felix væru pabbar mínir en ekki Baldur og Felix og voru oft mjög forvitnir. Þegar ég var lítil var mun algengara að krakkar segðu „Helvítis homminn þinn!” þegar þau ætluðu að segja eitthvað ljótt við einhvern. Ég spurði þá oft, hvort sem ég átti hlut í samtalinu eða ekki, „Veistu hvað hommi er?” og í langflestum tilfellum kom sauðasvipur á krakkann og hann sagðist ekki vita hvað það væri. Þá sagði ég honum það og við sammæltumst um að það væri nú bara ekkert slæmt. Svo héldum við áfram að leika.“

Fjölskyldan í sumarleyfi

Fjölskyldan í sumarleyfi

„Ég man eiginlega ekki eftir öðru en pabba og Felix saman,“ segir Álfrún Perla. F.v. Guðmundur Felixson, Felix, Álfrún Perla og Baldur.

Ekki bara leðurbuxur og glimmer

„Stundum vildi ég að við værum duglegri að reka ofan í samferðafólk þegar það segir svipaða hluti í hugsunarleysi því langoftast er þetta skrifað á það nú eða „málvenju.“ En þegar þú ert ekki 7 ára í pollagalla og með sand í hársverðinum lítur fullorðið fólk oft á þetta sem árás í stað þess að taka þessu sem saklausri athugasemd og fer þá frekar í vörn í staðinn fyrir að líta í eigin barm. Þú svarar ekki lítilli telpu með: Djöfull ertu leiðinleg, má aldrei neitt?

Ég var svo ung þegar Hinsegin dagar voru fyrst haldnir að fyrir mér eru þeir bara hluti af lífinu. Svona eins og páskar eða afmæli.

Ég man eiginlega ekki eftir öðru en pabba og Felix saman og við fjölskyldan höfum svo til alltaf tekið þátt í göngunni. Við vorum til dæmis með í vagni í nokkur á og það fannst mér sko heldur betur gaman. Fyrir meira en 10 árum vorum við með bát á vagninum og klædd eins og sjómenn. Þá þurfti að minna fólk á að LGBT-heimurinn er alls konar og sjómenn oft hluti af honum. Fólk sem þekkir ekki hinsegin heiminn hefur oft svo sterka ímynd af honum. Ég held að í dag séu miklu fleiri sem átta sig á því að allir hommar ganga ekki í leðurbuxum með glimmer gerviaugnhár. Mér finnst frábært að Hinsegin dagar séu orðnir fjölskylduhátíð. Það gleður mig hins vegar líka alltaf að sjá pólitískar ádeilur og róttæka vagna í gleðigöngunni.“

Gaf blóð í nafni pabba sinna Árið 2015 fór Álfrún Perla í Blóðbankann á Hinsegin dögum, vakti athygli á því að samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð og gaf sjálf blóð í nafni pabba sinna. Hún segir ekkert hafa breyst hvað þetta varðar á þeim fjórum árum sem síðan eru liðin.

Blóðgjöf í nafni pabba sinna

„Mannréttindi eru ekki náttúrulögmál eins og þyngdaraflið sem breytist ekki eftir því hver er þjóðarleiðtogi eða hvað kirkjan segir. Það þarf því stöðugt að hlúa að mannréttindum, endurskoða hugmyndir okkar, minna á það sem við höfum áorkað og halda áfram að berjast. Á Hinsegin dögum árið 2015 skrifaði ég pistil um það þegar ég fór í Blóðbankann og gaf blóð fyrir hönd pabba minna. Þá velti ég upp þeirri staðreynd að enn í dag mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð og hvort þessi regla væri ekki löngu orðin úreld. Þar er stuðst við ákveðna röksemdafærslu sem við nánari skoðun myndi útiloka mun fleiri frá því að gefa blóð og gerir fátt annað en að ýta undir fordóma og hræðslu. Hins vegar hefur ekkert breyst í þessum málum undanfarin fjögur ár svo ég gæti allt eins hafa skrifað þetta í dag. Það getur tekið langan tíma að breyta kerfinu en því miður tekur það oft enn lengri tíma að breyta viðhorfum fólks - ef það þá breytist.“

Fjölskyldan í sumarfríi

Megum alltaf gera betur

„Sú mikla fræðsla og umræða sem hefur verið í samfélaginu er greinilega að skila árangri. Við höfum verið frekar dugleg á alþjóðavettvangi en það má alltaf gera betur. Við hreykjum okkur af því að vera komin langt hvað varðar mannréttindi en við megum oft líta í eigin barm. Við getum unnið með öðrum löndum sem leggja áherslu á mannréttindi og nýtt stöðu okkar í formennsku í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Við megum ekki láta deigan síga og breyttir straumar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu kalla á að við séum enn háværari.“

Aldrei auðvelt að koma út úr skápnum

Roald Viðar Eyvindsson segir Hinsegin dagar hafi skipt sköpum fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á Íslandi, eflt sýnileika þess og sýnt að það er í lagi að vera allskonar – sem betur fer! Roald starfar sem útgáfustjóri fríblaðsins Mannlífs en hefur auk þess haldið úti hinsegin lífstíls- og fréttavefnum GayIceland ásamt eiginmanni sínum Sigurþóri Gunnlaugssyni. Þeir hafa verið saman í tuttugu og eitt ár, giftu sig árið 2006 og á síðasta ári eignuðust þeir langþráð barn, dótturina Hólmfríði Bóel.

Roald Viðar Eyvindsson

Roald Viðar Eyvindsson

„Þátttaka fólks sýnir ekki aðeins að stór hluti Íslendinga kýs að búa í samfélagi sem er bæði fjölbreytt og réttlátt heldur líka í samfélagi þar sem mannréttindi eru virt,“ segir Roald Viðar.

„Ég kom út úr skápnum fyrir rúmum tuttugu árum síðan og þá grasseruðu fordómar í samfélaginu. Fólk gat búist við því að vera hafnað af vinum og vandamönnum við að koma út úr skápnum, átt á hættu missa vinnuna eða leiguhúsnæði. Það bætti ekki úr skák að kirkjunnar menn á þeim tíma lögðust staðfastlega gegn því að samkynja pör gætu gifst eða ættleitt börn. Að upplifa svona mikla höfnun frá samfélaginu reyndist mörgum gríðarlega erfitt eins og skiljanlegt er. Þökk sé þrotlausri vinnu baráttufólks fyrir bættum réttindum hinsegin fólks hefur viðhorf íslensks almennings tekið miklum breytingum undanfarin ár. “

Ég held að það sé aldrei auðvelt að koma út úr skápnum en margt hefur breyst til hins betra undanfarna tvo áratugi.

Fræðslan er vopn gegn fordómum

„Fordómar fyrirfinnast þó ennþá og eru að sumu leyti duldari en áður. Því miður verður hinsegin fólk enn fyrir aðkasti og misrétti hér á landi. Hinsegin dagar eru mikilvægir til að fagna þeim sigrum sem hafa unnist í gegnum árin en líka til þess að fræða fólkið í landinu. Fræðsla er eitt besta vopnið gegn fordómum. Sumir vilja meina að þessi hátíð sé tímaskekkja, þetta sé nú bara komið hjá okkur og allir sáttir, en staðreyndin er sú að hinsegin fólk á enn langt í land með að ná fullum réttindum hér á landi svo þessi hátíð er regluleg og þörf áminning um það sem enn er óunnið í baráttunni. En það er ótrúlega ánægjulegt að stór hluti þjóðarinnar skuli árlega taka þátt í hátíðahöldum sem ganga út á að fagna fjölbreytileika mannlífsins, efla samstöðu hinsegin fólks og gleðjast yfir áföngum sem náðst hafa í réttindabaráttu þess. Þátttaka fólks sýnir ekki aðeins að stór hluti Íslendinga kýs að búa í samfélagi sem er bæði fjölbreytt og réttlátt heldur líka í samfélagi þar sem mannréttindi eru virt.“

Roald ásamt eiginmanni sínum Sigurþóri Gunnlaugssyni

Roald ásamt eiginmanni sínum Sigurþóri Gunnlaugssyni

Roald og Sigurþór hafa verið saman í tuttugu og eitt ár. Þeir giftu sig árið 2006 og á síðasta ári eignuðust þeir langþráð barn, dótturina Hólmfríði Bóel.

Lítil dóttir og nýjar fjölskylduhefðir

Við Sigurþór höfum tekið þátt í Hinsegin dögum um árabil og fagnað með vinum og fjölskyldu. Í ár verður að sjálfsögðu engin undantekning þó svo að þátttakan núna verði með örlítið breyttu sniði vegna litlu dóttur okkar, Hólmfríðar Bóel, sem við vorum svo lánsamir að eignast á síðasta ári með vinkonum okkar listakonunni Hörpu Másdóttur og Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Það skapast áreiðanlega nýjar og skemmtilegar hefðir og ef ég þekki mitt fólk rétt þá verður mjög gaman. Hvernig er annað hægt á jafn frábærri hátíð sem dregur yfirleitt fram allt það besta í fólki!“

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur