„Þetta er búið að vera al­gjört æv­in­týri.“

Meðlimir Drag-Súgs dönsuðu og sungu undir glæsilegum blöðruregnboga í Gleðigöngunni. Sjáðu litadýrðina og viðtölin frá Gleðigöngunni.
8. ágúst 2017

Drag-Súgur hlaut stærsta styrkinn úr Gleðigöngupotti Landsbankans og Hinsegin daga í ár. Við ætlum að fylgjast með þeim smíða glæsilegan vagn fyrir Gleðigönguna hér á Umræðunni og fylgja þeim eftir í sjálfri göngunni 12. ágúst.

„Hugmyndin að baki vagninum okkar er fjölbreytileiki,“ segir Krissý Krummadóttir. „Við verðum skrautleg og vagninn okkar verður vonandi jafn skrautlegur og við.“

Samstarfssamningur Hinsegin daga og og Landsbankans var endurnýjaður 21. júní síðastliðinn. Landsbankinn hefur um árabil verið bakhjarl Hinsegin daga en í nýja samningnum er í fyrsta sinn kveðið á um að bankinn og Hinsegin dagar standi saman að Gleðigöngupotti.

Sjö hópar hlutu styrk úr pottinum að þessu sinni en markmiðið með honum er að að styðja einstaklinga og smærri hópa við undirbúning og framkvæmd atriða í Gleðigöngunni.

Uppfært 10. ágúst 2017

„Undir regnboganum eru allir velkomnir“

Dragdrottningarnar og dragkóngarnir í fjöllistahópnum Drag-Súgi eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir Gleðigönguna. Þema hátíðarinnar í ár er hinsegin list og listamenn en Drag-Súgur var upprunalega stofnaður til þess að upphefja hinsegin menningu í Reykjavík.

Næsta skref hjá hópnum er að smíða sjálfan vagninn en hópurinn hlaut styrk úr Gleðigöngupotti Landsbankans og Hinsegin daga til að gera hann sem glæsilegastan. Aðalefniviðurinn er timbur og fullt af blöðrum.

„Í Gleðigöngunni ætlum við að fagna fjölbreytileikanum, undir regnboganum eru allir velkomnir,“ segir Henný Moritz, einnig þekkt sem Boytoy Tony.

„Vagninn okkar er eins grand og við getum gert hann. Grunnhugmyndin er að hafa risastóran regnboga og að undir honum séum við með fána eða klædd upp í mismunandi undirfána hinseginleikans,“ segir Sigurður Heimir Guðjónsson, einnig þekktur sem Gógó Starr. „Við smíðum grunninn úr timbri en restin verður svo úr blöðrum. Þetta verður svo fabjúlus.“

Landsbankinn er stoltur bakhjarl Hinsegin daga en Gleðigangan fer fram í átjánda sinn 12. ágúst. Við ætlum að fylgja Drag-súgi eftir í beinni á Facebook.

Uppfært 11. ágúst 2017

„Sýnileikinn er okkar sterkasta vopn í réttindabaráttunni“

Það er kominn föstudagur og vagninn hjá Drag-Súgi er farinn að taka á sig mynd þrátt fyrir smá erfiðleika til að byrja með. „Við erum ekki með neitt voðalega góð verkfæri. Ég braut hobbíhamarinn úr IKEA. Ég var bara hneyksluð. Á að smíða með þessu?“ segir Skaði Þórðardóttir hlæjandi en hún er sú eina í hópnum sem hefur mikla reynslu af smíðavinnu.

„Við byrjuðum á þriðjudag í grenjandi rigningu að setja saman strúktúrinn. Það var alveg svakalega gaman og blautt og við fórum öll ísköld heim. Núna erum við að setja upp grindina sem regnboginn okkar fer á,“ segir Sigurður (Gógó Starr). Hann og Skaði hafa umsjón með byggingu vagnsins fyrir hönd hópsins.

„Við fengum vagninn lánaðan hjá kunningja sem ætlar að keyra fyrir okkur. Vagninn er með tilbúna grind og það minnkar smíðavinnuna mikið fyrir okkur. Þetta verður svakalegt stuð,“ segir Sigurður.

Hópurinn er nú í kappi við tímann enda Gleðigangan á næsta leiti. „Við förum í uppblástursherferð klukkan átta í fyrramálið. Þetta mun enda á mjög góðum stað. Við erum síðan með slatta af alls konar fjöllistafólki sem ætlar að labba með okkur og hjálpa okkur að undirstrika allan fjölbreytileikann sem er í hinsegin og ekki hinsegin skemmtanalífi.“

„Við ætlum að vera áberandi og sýnileg. Sýnileikinn er okkar sterkasta vopn í réttindabaráttunni,“ segir Skaði.

Uppfært 14. ágúst 2017

„Þetta er búið að vera alveg frábært frá upphafi til enda, algjört ævintýri“

Gleðin var í aðalhlutverki hjá fjöllistahópnum Dragsúgi í Gleðigöngunni um liðna helgi. Gleðigöngudagurinn hófst snemma fyrir meðlimi hópsins enda tímafrekt að klæða sig í búninga og mála sig auk þess sem hópurinn átti eftir að blása upp ógrynni af blöðrum til að klára vagninn fyrir gönguna klukkan 14.

„Ég byrjaði klukkan sex að gera mig til. Svo vorum við öll mætt klukkan níu til að byrja að byggja vagninn úr blöðrunum. Þetta tók aðeins lengri tíma en við bjuggumst við. En ég er sjúklega sáttur við það hvernig útkoman var,“ segir Sigurður Heimir (Gógó Starr).

Mikill fjöldi fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í blíðskaparveðri og fylgdist með göngunni. Drag-Súgs vagninn var síðasti vagninn og blöðruregnboginn kom glæsilega út. „Það er eitthvað við það að sjá Lækjargötuna fulla af fólki, allir að klappa með og dansa með og svo voru regnbogar alls staðar.“

„Það gerir mig stolta af því að vera Íslendingur að geta verið ég sjálf í svona göngu, eða eins og skáldið sagði: Ég er eins og ég er. Það er ómetanlegt að við getum fagnað hinsegin flórunni saman með þessum hætti,“ segir Krissý Krummadóttir.

„Þetta er búið að vera alveg frábært frá upphafi til enda, algjört ævintýri,“ segir Sigurður í sjöunda himni. Eftir gönguna fóru meðlimir Drag-Súgs að fagna deginum með sínum nánustu. Svo tók við löng nótt af dansi og skemmtun í miðbænum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur