Grjót­hart efna­hags­mál að tryggja líf­fræði­lega fjöl­breytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Strönd
21. desember 2022

Meðal annarra markmiða er að stuðla að sjálfbærri notkun á líffræðilegum auðlindum og að sjá til þess að búsvæði tegunda sem mannkynið nýtir geti staðið undir sér en hnigni ekki vegna ofnýtingar og mengunar. Samkvæmt samkomulaginu ætla um 190 ríki að vernda 30% af landi og hafsvæðum jarðar fyrir árið 2030.

Hvað verður um villta fiskistofna?

En hvaða máli skiptir þetta fyrir banka eins og Landsbankann, þar sem ég starfa? Svarið er: Heilmiklu! Líffræðileg fjölbreytni er nefnilega grundvallaratriði í efnahagslegri velferð Íslendinga eins og annarra jarðarbúa. Um helmingur landsframleiðslu heimsins byggist á nýtingu á náttúrugæðum, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Það er líka auðvelt að færa rök fyrir því að við Íslendingar, sem reiðum okkur í miklum mæli á veiðar úr villtum fiskistofnum, eigum enn meira undir því að tryggja líffræðilega fjölbreytni en flestar aðrar þjóðir. Ef við grípum ekki til aðgerða til að draga úr mengun og sóun sem allra fyrst mun það koma niður á okkur öllum, ekki síst vegna efnahagslegra afleiðinga af völdum hlýnunar jarðar og minni náttúrugæða.

Frumkvæðisvinna myndar grunn að regluverkinu

Samkomulagið á COP15-fundinum í Montreal hefur vakið töluverða athygli og beint sjónum heimsbyggðarinnar að mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Á undanförnum árum hefur aðaláherslan í umhverfisvernd verið á loftslagsmálin, að gefnu tilefni. Bankar og fjármálafyrirtæki hafa þar mjög mikilvægu hlutverki að gegna, enda mun seint nást árangur í loftslagsmálum nema fjármagni verði beint á rétta staði. Bankastarfsemi sem slík losar reyndar lítið magn af gróðurhúsalofttegundum. Hin raunverulegu áhrif sem bankar geta haft er í gegnum lána- og eignasöfn. Árið 2019 tók Landsbankinn þátt í að þróa loftslagsmæli undir merkjum PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að mæla og greina frá kolefnislosun frá lána- og eignasöfnum. Bankinn gerði þetta að eigin frumkvæði og án þess að nokkrar reglur eða opinberar kröfur um slíka upplýsingagjöf hefðu tekið gildi. Tveimur árum síðar birtum við niðurstöður um útblásturinn í fyrsta skipti, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja. Á grundvelli þessara gagna getum við sett okkur markmið, mælt árangurinn og komið auga á tækifæri til að gera betur. Nú er svo komið að kröfur Evrópusambandsins um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í loftslagsmálum snúa bæði að því að meta og greina umbreytingar- og raunlæga áhættu af völdum loftslagsbreytinga, ásamt því að meta lána- og eignasöfn. Til þess að meta umbreytingar- og raunlæga áhættu er stuðst við aðferðarfræði TCFD (e. Task force for climate related financial disclosure) en fjármálafyrirtæki nýta að miklu leiti PCAF-gögn við notkun hennar. Þannig hefur verkefni sem unnið var af þeirri hugsjón að ná að meta á samræmdan hátt kolefnislosun frá lána- og eignasöfnum fjármálafyrirtækja, orðið eitt af undirstöðuatriðum þess að uppfylla upplýsingaskyldu Evrópusambandsins um mat á loftslagsáhættu.

Mælingar eru grundvöllur að árangri

Samkomulagið á COP15 varðar ekki bara aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið heldur var líka m.a. samið um að stór og fjölþjóðleg fyrirtæki greini frá áhættu sem þau standa frammi fyrir vegna hnignunar lífríkisins og hvaða áhrif fyrirtækin sjálf hafa á líffræðilega fjölbreytni. Gangi þetta eftir mun það vafalaust hafa mikið að segja og þess verður örugglega ekki langt að bíða þar til þessar reglur muni ná til fleiri fyrirtækja en bara þeirra allra stærstu. Vandinn er samt sá að rétt eins og varðandi loftslagmálin á sínum tíma, þá liggur ekki fyrir samræmdur mælikvarði um hvernig eigi að mæla áhrif fyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni - ekki ennþá, það er að segja. Nú er unnið að því að útbúa slíkan mælikvarða fyrir fjármálafyrirtæki og eru þar að verki systursamtök PCAF – sem ég talaði um hér að ofan – en þau heita PBAF (Partnership for Biodiversity Accounting Financials). Þetta hljómar kannski ekki mjög spennandi en það er það nú samt. Staðreyndin er nefnilega sú að ef fjármálafyrirtæki – eða önnur fyrirtæki – geta ekki mælt með samræmdum hætti hvaða áhrif þau hafa á umhverfið, hvort sem um er að ræða loftslagsmál eða líffræðilega fjölbreytni, þá munum við ekki ná nægilega góðum árangri. Þá er ekki hægt að bera fyrirtæki saman, vega og meta hvaða umhverfisáhrif þau hafa, hvort þau stuðli að betri heimi eða verri. Og þá er ekki heldur hægt að taka upplýstar ákvarðanir um hvert maður á að beina viðskiptunum sínum eða fjárfestingum.

Höfundur er sjálfbærnistjóri Landsbankans.

Greinin birtist fyrst á Vísi 20. desember 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur