Góð­ar við­tök­ur við fyrstu A2A-greiðslu­lausn­inni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka, og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið mikill.
9. ágúst 2019

Frá því lausnin var sett í loftið hafa rúmlega 50 aðilar í fjártæknigeiranum nýtt sér prófunarumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina og verið er að vinna úr fyrstu umsóknunum fyrir aðgang að raunumhverfi. Með þessu var stigið stórt skref í átt að opnu bankakerfi á Íslandi og það verður sannarlega spennandi að sjá hvernig íslensk fjártæknifyrirtæki ætla að nýta sér þennan aðgang.

Þegar rætt er um opið bankakerfi er m.a. átt við að bankar geri öðrum á fjártæknimarkaði kleift að útbúa forrit (öpp og fleira) sem geta „talað við“ tölvukerfi bankanna. Þannig geti aðrir boðið upp á ýmsa þætti fjármálaþjónustu sem áður var eingöngu í höndum bankanna.

Bankakerfið opnað

Sú tækni sem opið bankaumhverfi byggir á nefnist forritaskil (e. „application programming interface“ eða API). Landsbankinn og fleiri íslenskir bankar hafa áður opnað fyrir aðgang að ýmsum upplýsingum, s.s. um verðskrá, vexti, gengi gjaldmiðla og þennan aðgang geta fjártæknifyrirtæki nýtt sér, m.a. til að gera samanburð á kjörum. A2A-greiðslulausnin sem Landsbankinn setti í loftið í sumar gengur lengra, því með henni geta fjártæknifyrirtæki gert viðskiptavinum kleift að greiða fjármuni beint út af reikningum sínum, án þess að nota aðrar lausnir bankans, s.s. Landsbankaappið, netbankann eða greiðslukort. Landsbankinn er því sannarlega búinn að opna bankakerfið, a.m.k. að hluta.

Millifæra beint út af bankareikningum

A2A-greiðslulausnin stendur fyrir af-bankareikningi-á-bankareikning (e. account-to-account). Þegar fjártæknifyrirtæki hafa fengið aðgang að raunumhverfi fyrir greiðslulausnina geta þau útbúið forrit sem gerir viðskiptavinum kleift að millifæra íslenskar krónur af bankareikningi hjá Landsbankanum inn á bankareikninga hjá innlendum bönkum.

Með sömu aðferð má greiða beint út af bankareikningi með því að bera símann að posa úti í búð. Fjártæknifyrirtæki geta t.d. smíðað app sem nýtir síma til að skanna strikamerki á vörum úti í búð og þegar neytandinn smellir á kaupa-hnapp í appinu, skuldfærist sjálfkrafa af forskráðum bankareikningi og hann getur gengið út úr búðinni án frekari málalenginga. Þjónusta sem þessi er byrjuð að ryðja sér til rúms erlendis og ýmsar nýjungar hafa þegar litið dagsins ljós. Rétt er að taka fram að fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra.

Markaðstorg fyrir bankaþjónustu framtíðar

A2A-greiðslulausn Landsbankans er aðgengileg á API-markaðstorgi bankans (developers.landsbankinn.is) sem opnaði í byrjun þessa árs. Aðgangur að markaðstorginu er tvíþættur, annars vegar að prófunarumhverfi og hins vegar að raunumhverfi. Þegar fyrirtæki hefur nýtt sér prófunarumhverfið og er tilbúið til að halda þróun áfram þarf að sækja um aðgang að raunumhverfi.

Aðgangur að raunumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina er aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggi hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu.

A2A-greiðslulausnin er ætluð fyrirtækjum sem hyggjast verða greiðsluvirkjendur samkvæmt nýrri tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, PSD2, en tilskipuninni er ætlað að stuðla að nýsköpun og aukinni samkeppni í greiðsluþjónustu. Greiðslulausnin er sérstaklega ætluð fyrirtækjum á fjártæknimarkaði sem hafa einsett sér að sækja fram á þessum vettvangi. Landsbankinn lítur svo á að um langtímasamband sé að ræða og vill aðstoða fyrirtæki sem hafa nú þegar greiðslumiðlunarleyfi eða hyggjast fá sér slíkt leyfi eftir gildistöku PSD2.

Þótt PSD2-tilskipunin hafi ekki verið innleidd í lög hér á landi viljum við taka þetta skref núna og stuðla þannig að því að íslensk fjártæknifyrirtæki hafi sem bestan vettvang til að smíða nýjar lausnir. Vonin er sú að viðskiptavinir bankans njóti sem fyrst góðs af þeim breytingum sem eru að verða á fjármálaþjónustu.

Greinin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu 8. ágúst 2019

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur