Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Fjár­mála­geir­inn og lofts­lags­vand­inn

Loftslagsvandinn er eitt af stærstu málum samtímans. Í Parísarsamkomulaginu frá 2015 samþykktu ríki heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að hlýnun héldist innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, sem felur í sér að losun að frádreginni kolefnisbindingu verði engin. Þetta er háleitt markmið sem krefst mikilla breytinga í samfélagi okkar og gríðarlegra fjárfestinga á næstu árum. Landsbankinn tekur hlutverk sitt alvarlega í þessum efnum og telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim nauðsynlegu breytingum sem framundan eru. Umræðan um loftslagsvandann hefur reyndar horfið tímabundið í skuggann af Covid-19-faraldrinum, en vandamálin hafa ekki horfið og markmið um úrbætur standa eftir sem áður.
24. júní 2020
Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Kvennaknattspyrna í skyndisókn
Kvennaknattspyrnan hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum og tækifæri ungra knattspyrnukvenna til að komast í atvinnumennsku erlendis hafa aldrei verið fleiri. Aukið áhorf, áhugi, atvinnuvæðing, fjárfestingar og faglegri umgjörð hafa leitt til þess að kvennaboltinn er farinn að rúlla hraðar en nokkru sinni fyrr. Boltagreiningardeild Landsbankans rýndi í vöxt kvennaknattspyrnunnar í gegnum árin.
Stelpur úti í náttúru
25. júní 2025
Græn fjármögnun – velferð til framtíðar
Í algjörum grundvallaratriðum snýst græn fjármögnun um að auka flæði fjármagns til verkefna sem stuðla að sjálfbærri þróun. Fjármagnseigendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríki og sjálfbær verkefni geta verið margra milljarða framkvæmdir eða sjálfbær sparnaður á bankabók barns.
Áheyrendasalur
14. mars 2025
Komum hreyfingu á hlutina - fjármögnun og uppbygging innviða
Fundur Landsbankans og Samtaka iðnaðarins um fjármögnun og uppbyggingu innviða var haldinn í Norðurljósasal Hörpu 13. mars 2025. Fjallað var um reynslu Færeyinga af gerð fjögurra neðansjávarganga, reynsluna af Hvalfjarðargöngunum, möguleika á alþjóðlegri fjármögnun og ástand vegakerfisins og annarra innviða. Fundinum lauk síðan með fjörlegum pallborðsumræðum.
2. jan. 2025
Listin sem rólegur þátttakandi í lífinu
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.