Fjármálageirinn og loftslagsvandinn
Loftslagsvandinn er eitt af stærstu málum samtímans. Í Parísarsamkomulaginu frá 2015 samþykktu ríki heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að hlýnun héldist innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, sem felur í sér að losun að frádreginni kolefnisbindingu verði engin. Þetta er háleitt markmið sem krefst mikilla breytinga í samfélagi okkar og gríðarlegra fjárfestinga á næstu árum. Landsbankinn tekur hlutverk sitt alvarlega í þessum efnum og telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim nauðsynlegu breytingum sem framundan eru. Umræðan um loftslagsvandann hefur reyndar horfið tímabundið í skuggann af Covid-19-faraldrinum, en vandamálin hafa ekki horfið og markmið um úrbætur standa eftir sem áður.

24. júní 2020
Þú gætir einnig haft áhuga á

28. okt. 2025
Við í Landsbankanum kynntum föstudaginn 24. október 2025 breytingar á framboði bankans á íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka.

16. okt. 2025
Góð aðsókn var að vel heppnuðu fjármálamóti um hvernig fyrirtæki nýta gögn til að bæta reksturinn sem haldinn var í Landsbankanum í Reykjastræti 15. október. Á fundinum fjölluðu eigendur og stjórnendur hjá fimm fyrirtækjum um hvernig hagnýting gagna gerir betri ákvarðanir mögulegar.

6. okt. 2025
Sirra Guðmundsdóttir er mannauðsstjóri Landsbankans. Sirra tók við starfi mannauðsstjóra fyrir tæpum fjórum árum og Klara Steinarsdóttir hefur farið fyrir fræðslu og þróun síðan 2023. Á þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað og mörg spennandi verkefni verið í farvatninu.

8. sept. 2025
Loftslagsmál, raforkumál, plastframleiðsla, fatabransinn, timbur og gómsætt grænkerafæði voru til umræðu á fjórða sjálfbærnidegi Landsbankans sem var haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september 2025.

5. ágúst 2025
Tíu hópar fengu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn, 9. ágúst. Einn þessara hópa er Öldungadeildin.

1. júlí 2025
Kvennaknattspyrnan hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum og tækifæri ungra knattspyrnukvenna til að komast í atvinnumennsku erlendis hafa aldrei verið fleiri. Aukið áhorf, áhugi, atvinnuvæðing, fjárfestingar og faglegri umgjörð hafa leitt til þess að kvennaboltinn er farinn að rúlla hraðar en nokkru sinni fyrr. Boltagreiningardeild Landsbankans rýndi í vöxt kvennaknattspyrnunnar í gegnum árin.

25. júní 2025
Í algjörum grundvallaratriðum snýst græn fjármögnun um að auka flæði fjármagns til verkefna sem stuðla að sjálfbærri þróun. Fjármagnseigendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríki og sjálfbær verkefni geta verið margra milljarða framkvæmdir eða sjálfbær sparnaður á bankabók barns.

14. mars 2025
Fundur Landsbankans og Samtaka iðnaðarins um fjármögnun og uppbyggingu innviða var haldinn í Norðurljósasal Hörpu 13. mars 2025. Fjallað var um reynslu Færeyinga af gerð fjögurra neðansjávarganga, reynsluna af Hvalfjarðargöngunum, möguleika á alþjóðlegri fjármögnun og ástand vegakerfisins og annarra innviða. Fundinum lauk síðan með fjörlegum pallborðsumræðum.

2. jan. 2025
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.

9. des. 2024
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).