Ungt fólk og pen­ing­ar

Á ungt fólk að hugsa um sparnað? Pétur Kiernan, fjölmiðlamaður og nemi í fjármálaverkfræði, hefur kynnt sér ungt fólk og peninga með því að ræða við nokkur ungmenni og fá ráðgjöf hjá sérfræðingi Landsbankans.
4. september 2019 - Landsbankinn

Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.

Til þess að fá hugmynd um það hvernig ungt fólk hugsar um fjármál spjallaði ég við nokkur ungmenni um peninga og hvernig þau sjá fyrir sér sparnað. Ég fékk líka góð ráð hjá sérfræðingi Landsbankans og reyndi að mynda mér skoðun á því hvernig er best að gera þetta. Útkomuna má sjá hérna í myndböndunum sem fylgja þessari grein.

Sparnaður nær yfir næstum allt sem við gerum

Eitt af því sem ég komst að er að allir sem ég talaði við segja að sparnaður sé nauðsynlegur til að vera laus við áhyggjur og ná markmiðum.

Annað sem kom í ljós var að sparnaður nær yfir næstum allt sem maður gerir. Fólkið sem ég talaði við nefndi allt íbúð, sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart, en þau hugsuðu líka um sparnað út frá hverjum degi. Þau eru ekki bara að spara til að geta keypt sér tölvu eða til að fara í ferðalag. Þau spara ekki bara fyrir námi eða til að geta haft það gott á efri árum heldur eru þau líka hreinlega að spara til að eiga peninga út vikuna. Sparnaður snýst í raun um að vita hvað maður vill gera og safna fyrir því.

Hugsaðu um það hvert peningarnir eru að fara

Mikilvægast er kannski að byrja að horfa á launin sín og hugsa um hvað maður ætlar að gera við þau. Peningarnir eru fljótir að hverfa ef maður kaupir bara það sem manni dettur í hug og spáir ekkert í hvort maður hefur efni á því. Flestir hafa lent í því á einhverjum tímapunkti að eiga aðeins of skemmtilega helgi og fá svo smá áfall þegar appið er opnað á sunnudeginum. En ef maður veit hvað maður hefur og hvað maður vill gera er hægt að búa til plan um það hvernig maður ætlar að ná markmiðum sínum.

Þess vegna er sparnaður eitthvað sem maður á helst alltaf að vera að hugsa smá um. Þó maður sé í skóla þá eru tekjur aldrei of lágar til að skipuleggja hvernig maður vill nota peningana.

Notaðu peningana þar sem þú nýtur þeirra

Það að spara þýðir samt ekki að maður þurfi að lifa stanslaust einhverju munkalífi. Allir sem ég talaði við eru sammála um að það sé nauðsynlegt að njóta lífsins. Það er hins vegar gott að reyna að nota peningana þar sem maður nýtur þeirra mest en spara þess á milli. Að taka nesti með sér í staðinn fyrir að kaupa alltaf mat í hádeginu hefur t.d. sjaldnast áhrif á hversu góður dagurinn þinn er.

En ef maður ætlar að spara þá er líka gott að fá hjálp hjá einhverjum sem þekkir til og fá að vita hvað er mikilvægast að hafa í huga og hvar maður á að byrja. Sandra Hauksdóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, settist niður með mér og ég bað hana að segja mér hvað hún myndi ráðleggja mér ef hún væri mamma mín.

Hvernig byrja ég?

Sparnaður þarf sem sagt ekki að vera flókinn. Einföld byrjun getur verið að stofna sér-sparnaðarreikning í netbankanum. Hægt er að leggja reglulega inn á reikninginn, t.d. ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði.

Það er líka hægt að skrá sig í reglubundinn sparnað þar sem ákveðin fjárhæð er tekin mánaðarlega til hliðar. Kosturinn er sá að þá þarf maður ekki að muna eftir því eða taka ákvörðun í hverjum mánuði um að spara eða hversu mikið. Enn önnur leið er að hækka færslur á kortum en þá eru færslur hækkaðar í hvert sinn sem maður notar kortið og hækkunin lögð inn á sparnaðarreikning. Með þeirri leið tekur maður ekki eins mikið eftir sparnaðinum, en hann er furðu fljótur að safnast upp.

Það eru margar tegundir af sparnaðarreikningum í boði, vextir geta verið mismunandi eftir því hvort þú vilt geta tekið peninginn út hvenær sem er eða geyma hann lengi.

Það eru fleiri leiðir en bankareikningar til að leggja fyrir. Það er líka hægt að fjárfesta t.d. í sjóðum í áskrift eða með stökum kaupum. Kaup í sjóðum geta skilað hærri ávöxtun en ávöxtunin felur oft í sér meiri áhættu og getur sveiflast upp og niður. Þær sparnaðarleiðir henta því betur ef það á að spara til lengri tíma.

Þá ættu allir að vera í viðbótarlífeyrissparnaði því maður fær 2% mótframlag frá vinnuveitandanum sem er í rauninni launahækkun. Þeir sem vilja eignast sína fyrstu íbúð geta nýtt greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað sem útborgun við íbúðarkaup eða niðurgreiðslu íbúðalána.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Grafarholt
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur