Hvernig er hægt að ávaxta sparn­að í verð­bólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.
2. nóvember 2022

Þegar þessi grein er skrifuð er verðbólga um 9% en stýrivextir Seðlabankans eru mun lægri, eða 5,75%. Þegar vextir eru lægri en verðbólga rýrnar verðgildi sparifjár þar sem raunvextir, þ.e. nafnvextir að frádreginni verðbólgu, eru neikvæðir. Í þessari stöðu er eðlilegt að sparifjáreigendur velti fyrir sér hvaða möguleikar séu í stöðunni.

Hvaða leiðir eru í boði?

Til eru margar mismunandi ávöxtunarleiðir fyrir sparnað. Hægt er að leggja peninga inn á innlánsreikninga, kaupa skuldabréf, hlutabréf eða í sjóðum. Við mælum með því að þú kynnir þér sem flesta valkosti áður en þú tekur ákvörðun.

Verðtryggðir innlánsreikningar

Lágmarksbinding á slíkum reikningi er þrjú ár og því er ekki hægt að taka peninginn út hvenær sem þér hentar. Þú þarft líka að velta fyrir þér hvernig verðbólga/vextir gætu þróast næstu þrjú árin en ekki bara skoða stöðuna í dag eða undanfarin ár. Vextir eru greiddir samkvæmt vaxtatöflu hverju sinni og verðbætur eru greiddar mánaðarlega eftir því hvernig vísitala neysluverðs þróast.

Óverðtryggðir innlánsreikningar

Hægt er að velja á milli bundinna og óbundinna reikninga. Á bundnum reikningum getur binditími verið í allt að 24 mánuði. Bestu vextirnir sem bankinn býður nú á óbundnum óverðtryggðum reikningi er þegar þú sparar í appinu.

Lausafjársjóðir

Þeir geta hentað fyrir skammtíma ávöxtun, t.d. ef sparnaðartíminn er innan við ár. Í lausafjársjóðum eru sveiflur í ávöxtun minni og ávöxtun fer hækkandi vegna hækkunar á stýrivöxtum. Þessir sjóðir fjárfesta yfirleitt einnig í skuldabréfum og víxlum og flokkast því sem skuldabréfasjóðir, líkt og t.d. Veltubréf og Veltubréf + sem eru lausafjársjóðir hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Skuldabréf / skuldabréfasjóðir

Kaup í þeim eru yfirleitt hugsuð sem fjárfesting til lengri tíma og þá er jafnan átt við tvö ár eða lengur. Þessi fjárfestingarkostur myndar kjölfestuna í fjárfestingum lífeyrissjóða og er í eðli sínu áhættuminni en t.d. hlutabréf. Skuldaraáhætta (áhætta tengd útgefanda bréfa, t.d. fyrirtæki eða ríkissjóður) er mismunandi eftir því hver gefur út bréfin. Þannig bera ríkisskuldabréf almennt minni skuldaraáhættu vegna þess að ríkið sem útgefandi er ekki talið líklegt til að vanefna skuldbindingar sínar. Það má freista þess að fá hærri ávöxtun til lengri tíma með því að fjárfesta í öðrum skuldabréfum en þeim sem eru útgefin af ríkinu en þá er skuldaraáhættan líka meiri.

Hlutabréf/hlutabréfasjóðir

Hér getur virði fjárfestingarinnar sveiflast töluvert og því er almennt talað um að fjárfesta þurfi til langs tíma. Ráðlagður fjárfestingartími í hlutabréfasjóðum Landsbréfa er t.d. fjögur ár eða meira. Ekki hugsað sem skammtímafjárfesting.

Blandaðir sjóðir

Svo eru til sjóðir sem byggja á blöndu af þessu öllu. Blandaðir sjóðir eru í virkri eignastýringu, sem þýðir að sjóðstjóri fylgist með og bregst við þróuninni í hagkerfinu og á mörkuðum á hverjum tíma með því að aðlaga fjárfestingar sjóðsins. Fjárfest er í skuldabréfum og hlutabréfum bæði hér á Íslandi og erlendis. Þú getur valið sjóð eftir því hversu framsækna eða varfærna fjárfestingarstefnu þú vilt.

Mismunandi leiðir að sama markmiði

Það er því miður ekki er hægt að sjá fram í tímann og segja til um hvernig mismunandi eignaflokkar munu þróast. Þetta snýst á endanum um þolinmæði og sígandi lukku nema fólk sé tilbúið til að taka þeim mun meiri áhættu með sparifé sitt. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum hvað varðar fjárfestingartíma, áhættuvilja, sveifluþol og markmið með sparnaðinum, en þessi atriði skipta miklu máli þegar kemur að vali á ávöxtunarleið.

Við mælum með að þú fáir persónulega ráðgjöf til að fara yfir valmöguleikana og finna farsælustu leiðina miðað við þínar forsendur. Þú getur bókað tíma hjá sérfræðingum bankans hér á vefnum og hitt á okkur þegar þér hentar.

Panta tíma

Jóhanna og Gústav starfa í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur