Hægt að lækka eða kom­ast hjá þjón­ustu­gjöld­um

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Á undanförnum árum höfum við kynnt ýmsar leiðir og tæknilausnir sem gera viðskiptavinum Landsbankans mögulegt að sinna nánast öllum bankaerindum hvar og hvenær sem er. Algengasta grunnþjónustan sem er í boði í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og á það t.d. við um millifærslur, stofnun reikninga, greiðslur og fleira. Þá má líka lækka gjöld með því að láta skuldfæra afborganir lána beint af reikningi og fá yfirlit send í netbankann.

Í þeim tilfellum sem gjöld eru innheimt er í nánast öllum tilvikum ódýrara að nota sjálfsafgreiðslu í Landsbankaappinu eða netbanka einstaklinga. Einnig getur þú sem viðskiptavinur notað hraðbankana okkar til að leggja inn og taka út seðla, greiða reikninga og fleira, án gjaldtöku. Við erum með hraðbanka á yfir 60 stöðum á landinu og rekum 35 útibú og afgreiðslur um allt land þar sem vel er tekið á móti þér.

Lægra gjald ef þú þarft minni tryggingar

Við bjóðum töluvert úrval af kreditkortum og bera þau mismunandi árgjöld. Munurinn á kortunum felst aðallega í því að þeim fylgja mismiklar tryggingar og úttektarheimildin er mishá. Þú þarft að ákveða hvað hentar þér best. Þau sem ferðast mikið geta haft meiri þörf fyrir góðar tryggingar og eru því tilbúin til að greiða hærra árgjald fyrir kreditkort en þau sem ferðast minna. Það er líka misjafnt hversu há úttektarheimildin þarf að vera.

Upplýsingar um greiðslukort Landsbankans

Færð árgaldið til baka með Aukakrónum

Munurinn felst líka í að sumum kreditkortum fylgir fríðindasöfnun. Aukakrónur eru fríðindakerfi Landsbankans þar sem korthafar fá Aukakrónur frá Landsbankanum af allri innlendri veltu og einnig afslátt í formi Aukakróna frá samstarfsaðilum. Þannig safnast Aukakrónusjóður sem hægt er að nýta hjá þessum sömu samstarfsaðilum. Aukakrónur eru birtar í appinu og hægt er borga með Aukakrónum í símanum.

Ef þú velur ódýrasta Aukakrónukortið færðu 2 Aukakrónur frá Landsbankanum fyrir hverjar 1.000 krónur sem þú veltir í gegnum kortið. Auk þess færðu afslátt frá samstarfsaðilum í formi Aukakróna en algengast er að afslátturinn sé 5%. Með tiltölulega hóflegri neyslu (miðað við meðalviðskiptavini) safnar þú fljótlega Aukakrónum sem jafngilda a.m.k. árgjaldi kortsins.

Nánar um Aukakrónur

Yngri en 24 ára fá 150 fríar færslur á ári

Engin færslugjöld eru á kreditkortum, hvort sem þau eru fyrirframgreidd eða með heimild. Debetkort eru með færslugjöldum en allir undir 24 ára aldri fá 150 fríar færslur á ári. Veltureikningar debetkorta bera ekki háa vexti en ef þú sparar í appinu færðu mun hagstæðari vexti. Það er mjög einfalt að stofna sparnaðarreikning í appinu og millifæra síðan eftir þörfum inn á veltureikninginn.

Spara í appi

Vanskilakostnaður er kostnaður sem flestir vilja vera án, en honum er ætlað að mæta kostnaði vegna vanskila, s.s. ítrekana og annarrar umsýslu. Það er því mikilvægt að gera góðar áætlanir þegar lán er tekið. Þau sem sjá fram á að geta ekki greitt af láni ættu án tafar að ræða við lánveitandann um hvað hægt sé að gera. Mikilvægt er að bregðast strax við til að sporna við vanskilum og tilheyrandi kostnaði.

Innheimtum líka fyrir aðra

Mikilvægt er að hafa í huga að munur er á þjónustugjöldum banka og gjöldum sem bankar innheimta fyrir önnur fyrirtæki, s.s. vegna innheimtuþjónustunnar.

Í einhverjum tilfellum bæta rekstraraðilar þessum kostnaði við reikninginn sem verið er að innheimta og bæta stundum ofan á upphæðina sem þeir þurfa að greiða bankanum. Það er á ábyrgð kröfueiganda að ákvarða upphæðina og ber bankanum að innheimta samkvæmt því. Þess misskilnings gætir oft að allur innheimtukostnaðurinn renni til bankans en í mörgum tilfellum á það ekki við. Ef þjónustugjald við innheimtuna hefur verið hækkað er það ákvörðun kröfueigandans og á hans ábyrgð að útskýra fyrir viðskiptavinum sínum í hverju kostnaðurinn felst.

Hægt er að sjá upplýsingar um öll okkar þjónustugjöld í verðskránni sem birt er á vef bankans.

Verðskrá Landsbankans

Greinin birtist fyrst í janúar 2016 en var síðast uppfærð í mars 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafarholt
19. maí 2023

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
26. apríl 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023

Hvað á að gera við fermingarpeninginn?

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Íbúðahús
9. nóv. 2022

Hvernig virka verðtryggð lán?

Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur