Hægt að lækka eða kom­ast hjá þjón­ustu­gjöld­um

Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Netbanki
15. september 2023

Hægt er að sinna nánast öllum bankaerindum í appinu og netbankanum. Í þeim tilfellum sem gjöld eru innheimt er í nánast öllum tilvikum ódýrara að nota sjálfsafgreiðslu í Landsbankaappinu eða netbanka einstaklinga.

Dæmi um gjaldfrjálsa þjónustu fyrir viðskiptavini Landsbankans:

  • Nota hraðbanka til að taka út reiðufé af reikningi hjá bankanum
  • Koma í viðskipti
  • Millifæra
  • Stofna reikninga
  • Greiða reikninga
  • Leggja inn reiðufé í hraðbanka
  • Nota hraðbanka til að greiða reikninga

Við erum með hraðbanka á yfir 60 stöðum á landinu og rekum 35 útibú og afgreiðslur um allt land þar sem vel er tekið á móti þér.

Þá má líka lækka gjöld með því að láta skuldfæra afborganir lána beint af reikningi og fá yfirlit send í netbankann í stað þess að fá þau í pósti.

Lægra gjald ef þú þarft minni tryggingar

Við bjóðum töluvert úrval af kreditkortum og bera þau mismunandi árgjöld. Munurinn á kortunum felst aðallega í því að þeim fylgja mismiklar tryggingar og úttektarheimildin er mishá. Þau sem ferðast mikið geta haft meiri þörf fyrir góðar tryggingar og eru því tilbúin til að greiða hærra árgjald fyrir kreditkort en þau sem ferðast minna. Það er líka misjafnt hversu há úttektarheimildin þarf að vera.

Viltu safna fríðindum með kreditkortinu?

Munurinn á kreditkortum felst líka í að sumum kortum fylgir fríðindasöfnun. Aukakrónur eru fríðindakerfi Landsbankans þar sem kreditkorthafar fá Aukakrónur frá Landsbankanum af allri innlendri veltu og einnig afslátt í formi Aukakróna frá samstarfsaðilum. Þannig safnast Aukakrónusjóður sem hægt er að nýta hjá þessum sömu samstarfsaðilum.

Hvernig fæ ég árgjaldið til baka með Aukakrónum?

  • Árgjaldið á ódýrasta Aukakrónukortinu er 3.300 krónur. Með því fylgir grunnferðatrygging.
  • Með þessu korti færðu 2 Aukakrónur frá Landsbankanum fyrir hverjar 1.000 krónur sem þú veltir í gegnum kortið.
  • Ef þú notar greiðslukortið til að greiða fyrir neyslu að meðaltali 137.500 kr. á mánuði safnar þú Aukakrónum frá bankanum sem jafngilda árgjaldi kortsins, þ.e. 3.300 Aukakrónum. Þær getur þú notað til að kaupa nánast hvað sem er hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
  • Til viðbótar færðu afslátt frá samstarfsaðilum í formi Aukakróna. Algengast er að afslátturinn sé 5% sem þýðir að ef þú kaupir eitthvað fyrir 1.000 krónur færðu 5 Aukakrónur inn á Aukakrónukortið þitt. Kaupir þú vörur fyrir 20.000 krónur færðu 1.000 Aukakrónur inn á kortið þitt.
  • Þú getur síðan notað Aukakrónukortið til að greiða fyrir næstum hvað sem er hjá samstarfsaðilum okkar.
  • Einnig eru ýmis tilboð í boði hjá samstarfsaðilum.

Yngri en 24 ára fá 150 fríar færslur á ári

Engin færslugjöld eru á kreditkortum, hvort sem þau eru fyrirframgreidd eða með heimild. Debetkort eru með færslugjöldum (18 kr. hver færsla) og árgjald fyrir ódýrasta debetkortið er 790 krónur. Allir undir 24 ára aldri fá 150 fríar færslur á ári eða að meðaltali rúmlega 12 fríar færslur í mánuði og greiða ekkert árgjald.

Betri vextir ef þú sparar í appi

Ef þú sparar í appinu færðu mun hagstæðari vexti en þegar þú geymir peningana inni á veltureikningi debetkortsins. Það er mjög einfalt að stofna sparnaðarreikning í appinu, geyma peningana þar og millifæra síðan eftir þörfum inn á veltureikninginn.

Innheimtugjöld ekki endilega frá okkur

Mikilvægt er að hafa í huga að munur er á þjónustugjöldum banka og gjöldum sem bankar innheimta fyrir önnur fyrirtæki, s.s. vegna innheimtuþjónustu. Í einhverjum tilfellum bæta rekstraraðilar þessum kostnaði við reikninginn sem verið er að innheimta og bæta stundum ofan á upphæðina sem þeir þurfa að greiða bankanum. Þess misskilnings gætir oft að allur innheimtukostnaðurinn renni til bankans en í mörgum tilfellum á það ekki við.

Hægt er að sjá upplýsingar um öll okkar þjónustugjöld í verðskránni sem birt er á vef bankans.

Greinin birtist fyrst í janúar 2016 en var síðast uppfærð í september 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur