Ertu að hugsa um að kaupa raf­bíl?

Samgöngur eru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Kostnaður við samgöngur vegur þungt í heimilisbókhaldinu og fólk getur sparað sér ótrúlega mikla peninga með því að gera breytingar á því hvernig það fer á milli staða.
8. mars 2021 - Sigurður Friðleifsson

Til að reikna út kostnað við samgöngur er t.d. hægt að reikna út kostnað á hvern kílómetra. Fyrir örfáum árum voru bensín- og dísilbílar einráðir og einungis var hægt að ná niður rekstrarkostnaði með því að velja sparneytnustu bílana í hverjum flokki. Nú eru aðrir tímar og rafbílar og metanbílar eru vænlegur kostur ef minnka á rekstrarkostnað.

Kaupverðið sambærilegt

Nútímarafbíll er frekar ný vara miðað við bensínbílinn. Fjöldaframleiðsla á rafbílum með litíumrafhlöðum á sér einungis um tíu ára sögu. Framleiðslukostnaður rafbíla hefur minnkað hratt á undanförnum árum og flestar greiningar benda til þess að á næstu fimm árum verði framleiðslukostnaður rafbíla á pari við framleiðslukostnað sambærilegra bensínbíla. Með ívilnunum eins og afslætti af virðisaukaskatti má segja að hér á landi sé kaupverð rafbíla og bensínbíla nánast á pari nú þegar. Það sem skekkir myndina er að hingað til hafa rafbílar að mestu verið vandaðir bílar með miklum búnaði sem falla í meðal eða efri verðflokk. Með öðrum orðum þá eru fáir rafbílar í boði sem eru sambærilegir við ódýrustu bensínbílana. Það mun vonandi breytast á næstu árum.

Rafbílar nota orkuna betur

Margir halda að lágur rekstrarkostnaður rafbíla sé vegna þess að raforka sé miklu ódýrari en bensín og dísilolía. Þetta er ekki rétt og samanburður á verði raforku og bensíns án skatta sýnir að þessar orkueiningar eru á svipuðu verði. Lykillinn að lágum rekstrarkostnaði rafbíla liggur í rafbílatækninni sjálfri, þ.e. að rafbílar eru miklu orkunýtnari en bensínbílar. Ef tekið er dæmi um rafbíl og bensínbíl sömu gerðar frá sama framleiðanda þá eru eyðslutölur þeirra gefnar upp með mismunandi hætti. Rafbíllinn hefur eyðslutölu upp á 18 kWst/100 km en bensínbíllinn 7 l/100km. Í fljótu bragði sýnist því rafbíllinn vera orkufrekari en svo er nú aldeilis ekki. Ef orkueiningarnar eru samræmdar kemur annað í ljós því að ef kWst er breytt í lítra þá eyðir rafbíllinn einungis 1,7 l/100 km samanborið við 7 l/100 km í tilfelli bensínbílsins. Ef lítrum er breytt í kWst þá sést að bensínbíllinn eyðir 76 kWst/100 km samborið við 18 kWst/100 km hjá rafbílnum. Það er því góð orkunýtni rafbílsins, eða réttara sagt hörmuleg orkunýtni bensínbílsins, sem gerir rekstrarkostnað rafbíla svona aðlaðandi.

100 km
Raforkunotkun í kWst Orkunotkun í eldsneytislítrum Kostnaður í krónum
Rafbíll 18 1,6 279
Bensínbíll 76,3
7 1.540

Ódýrari þótt leiðrétt sé fyrir skattlagningu

Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð kosta 100 km í bensínbíl 1.540 kr. en aðeins 280 kr. fyrir rafbílinn. Stór hluti af eldsneytiskostnaði eru skattar sem m.a. eru hugsaðir til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu. Margir telja því að rafbílavæðing gangi ekki upp til lengdar þar sem ríkissjóður getur ekki verið án þessara skatttekna og rafbílar yrðu of dýrir í rekstri ef sambærilegar skattar verða lagðir á þá. En hvernig lítur dæmið út ef sömu skattar færu á rafbílinn? Af þessum 1.540 kr. sem kostar að keyra bensínbílinn 100 km eru 539 kr. sérstök bensíngjöld. Þar að auki eru 72 kr. í kolefnisgjald en slíkt gjald væri af augljósum ástæðum ekki hægt að leggja á rafbíla. Ef þessar 539 kr. skatttekjur af 100 km eru hreinlega lagðar ofan á orkukostnað rafbílsins þá myndi kostnaður við 100 km akstur hækka úr 280 kr. í 819 kr. og væri ennþá vel undir 1540 kr. kostnaði bensínbílsins. Grunnþjónusta samgangna, þ.e. kosnaður miðað við vegalengd, er því ódýrari á rafbíl en bensínbíl þó svo að leiðrétt sé fyrir skattlagningu ríkis.

Kostnaður við að aka 100 km
Kostnaður án skatta Kostnaður með sköttum
Rafbíll 279 kr. 818 kr.
Bensínbíll 1.540 kr.
1.540 kr
Mismunur 1.261 kr.
722 kr.

Lægri viðhaldskostnaður á rafbílum

Ýmislegt fleira leggst ofan á heildar rekstrarkostnað bifreiða en orkukostnaður. Dekkjakaup og tryggingar eru þungir bitar fyrir veskið en þessir kostnaðarliðir leggjast nokkuð jafnt á raf- og bensínbíla. Þegar kemur að viðhaldi blasir þó önnur mynd við. Viðhald er snúinn liður, sérstaklega í samanburði bíla. Þú þarft þó ekki að vera bifvélavirki til að átta þig á því að rafbílar þurfa mun minna viðhald en bensínbílar. Skýrasti munurinn er auðvitað olíuskipti sem eru hreinlega óþörf fyrir rafbíla en eru drjúgur hluti rekstrarkostnaðar vegna bensínbíla. Annar augljós munur á tækni tengist bremsum. Rafbílar notast að miklu leyti við endurhleðslubremsun sem hleður rafhlöðuna þegar hægt er á bílnum og dregur úr þörf á notkun bremsuklossa og þar með endurnýjun á þeim. En mestu skiptir líklega að rafmótorinn er hreinlega einfaldari en bensínvélin. Það er stundum sagt að bilanamöguleikar véla haldist í hendur við fjölda hreyfanlegra hluta. Rafbíll hefur um 18 hreyfanlega parta á meðan bensínbíllinn hefur yfir 2.000. Bilanatíðni og viðhaldsþörf er þar með minni fyrir rafbíla og dregur verulega úr viðhaldsþörf og -kostnaði.

Sparar 1-2 milljónir með því að sleppa bílnum

Ef þú vilt virkilega draga úr samgöngukostnaði er þó ekkert sem slær út breyttar ferðavenjur. Það hefur aldrei verið auðveldara að draga úr bílnotkun en nú, hvort sem það er með því að aka minna eða hreinlega losa sig við bílinn. Í fyrsta lagi hefur tilkoma rafhjóla breytt miklu þar sem þau auka notkunarmöguleika reiðhjóla talsvert með tilliti til vegalengda, veðurs og landslags (brekkur). Í öðru lagi hafa hjólainnviðir batnað mikið. Í þriðja lagi hafa möguleikar á heimavinnu og heimsendingu tekið tröllaskref áfram vegna Covid-19. Í raun er það orðinn alvöru valkostur að ferðast um á rafhjóli, vinna heima þegar veður er hvað verst og fá allar vörur sendar heim í stað þess að keyra eftir þeim á eigin bíl. Þetta er í raun langauðveldasta leiðin til að spara mikla peninga í formi bílakaupa, eldsneytiskostnaðar, viðhalds, trygginga o.s.frv. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er rekstrarkostnaður meðalbíls með öllu um 100 kr. á hvern km. Með því að hjóla 20 km á dag er því hægt að spara um 2.000 kr. daglega. Að losa sig við bíl getur minnkað útgjöld um eina til tvær milljónir á ári, skv. útreikningum FÍB. Það er launahækkun sem fæstir myndu fúlsa við og hún er svo sannarlega í boði. Það eina sem þarf að gera er að losa bílinn út úr fjölskyldubókhaldinu.

Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafarholt
1. júní 2023

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
31. maí 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023

Hvað á að gera við fermingarpeninginn?

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur