Hvern­ig er fjár­mála­heils­an?

Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
18. janúar 2024

En hvað þýðir að vera við góða fjármálaheilsu? Við því er ekkert einfalt svar og það er misjafnt eftir hverjum og einum, alveg eins og það er misjafnt hvaða skilning fólk leggur í að vera við góða  líkamlega heilsu.

#1 – Eru tekjurnar hærri en útgjöldin?

Grundvöllur þess að vera við góða fjárhagslega heilsu er að tekjurnar séu hærri en útgjöldin – að minnsta kosti til langs tíma. Öll vitum við að útgjöld geta verið mjög sveiflukennd og það er til dæmis líklegt að kreditkortareikningarnir hafi verið frekar háir á síðustu mánuðum ársins, þegar jólagafainnkaupin duttu inn. Það er líka engin krísa þó mánaðarleg útgjöld séu einstaka sinnum hærri en tekjurnar (ef maður á sparnað) en það má augljóslega ekki gerast of oft!

#2 – Ertu með yfirsýn yfir fjármálin?

Til að öðlast fjárhagslega heilsu er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir fjármálin, vita hvaða reikningar eru á leiðinni, hvort þú eigir ekki örugglega fyrir útgjöldunum og hafir efni á að gera eitthvað skemmtilegt. Óhætt er að mæla með Excel-skjali sem umboðsmaður skuldara hefur sett á vefinn sinn. Þar er hægt að slá inn reglubundin útgjöld, s.s. vegna lána, framfærslu og ýmissa gjalda og reikna út með einföldum hætti hvort heimilisbókhaldið gangi upp.

Við mælum einnig með því að þú skráir þig hjá Meniga og tengir reikningana þína og upplýsingar um kortanotkun hjá Landsbankanum en þannig getur þú fengið yfirlit yfir í hvað peningarnir þínir fara.

#3 – Getur þú safnað upp sparnaði?

Annað merki um fjárhagslega heilsu er hvort þú getir safnað upp sparnaði. Ein algeng þumalputtaregla er leggja fyrir 20% af laununum í hverjum mánuði. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að tryggja að við gleymum ekki að eyða í sparnað, t.d. með því að spara með korti eða mánaðarlegri áskrift að sparnaði í sjóðum.

#4 - Áttu varasjóð til að takast á við óvænt útgjöld?

Það er mjög gott að eiga varasjóð til að geta tekist á við óvænt útgjöld eða tekjumissi. Misjafnt er hversu fólk telur passlegt að varasjóðurinn sé stór en sumir miða við að hann dugi til að greiða fyrir útgjöld heimilisins í þrjá mánuði. Aðrir miða við að eiga þriggja mánaða útborguð laun í varasjóðnum. Athugaðu líka hvort þú sért að geyma varasjóðinn á góðum stað – ertu með hann á bankareikningi sem ber sæmilega vexti?

#5 – Ertu að eyða peningum í óþarfa?

Það er algjör óþarfi að eyða peningunum í vitleysu, jafnvel þótt maður hafi efni á því. Við mælum með því að þú farir reglulega yfir útgjöldin og veltir fyrir þér hvort einhvers staðar sé hægt að spara án þess að það komi (mikið) niður á lífsgæðum þínum. Þetta á við um alla útgjaldaliði, s.s. mat, fatnað, drykki, skemmtanir, ferðalög og tryggingar.

Eitt af því allra dýrasta sem fólk gerir er að kaupa og reka bíl. Að losa sig við bílinn (eða bíl númer 2) er frábær sparnaðarleið fyrir þau sem geta verið án hans. Ef þú ert með íbúðalán borgar sig líka að fylgjast vel með kjörunum á þeim og fullvissa þig um að þú sért að fá bestu kjörin. Það getur borgað sig að fara yfir stöðuna með fjármálaráðgjafa til að vera viss.

#6 – Ertu nokkuð með skammtímalán?

Ef þú ert með skammtímalán eða hefur keypt eitthvað með því að dreifa greiðslunum, er það ekki til marks um að þú sért við góða fjárhagslega heilsu. Greiðsludreifing getur verið mjög dýr leið til að fjármagna kaup og jafnvel enn dýrari en yfirdráttarlán: Við mælum með að þú reynir að greiða upp óhagstæð skammtímalán sem allra fyrst.

#7 – Ertu með fasta reikninga skráða í beingreiðslu?

Góð leið til að tryggja að við söfnum ekki upp skuldum er að setja fasta reikninga í beingreiðslu. Tryggingar, íbúðalán og önnur lán, hiti og rafmagn – allt eru þetta liðir sem gott er að borga áður en við ráðstöfum restinni af tekjunum okkar. Með beingreiðslum tryggjum við að ekkert gleymist og falli í gjalddaga.

#8 – Ertu með fjárhagsleg markmið?

Ástæðan fyrir því að margir hlauparar skrá sig í maraþon, löngu fyrir hlaupið, er sú að vitneskjan um að þeir séu skráðir í hlaup hvetur þá áfram við æfingarnar. Hið sama á við um fjármálin. Það er auðveldara að neita sér um einhvern óþarfa ef maður er að spara fyrir einhverju skemmtilegu eða mikilvægu. Markmiðið getur verið ferðalag, útborgun í íbúð, að safna í sjóð til að greiða inn á íbúðalánið eða borga upp síðasta óhagstæða skammtímalánið. Aðalmálið er að byrja! Aðalmálið er að byrja!

Ps. Merki um góða fjárhagslega heilsu eru auðvitað fleiri en það er bara ekki pláss fyrir þau öll í þessari grein. Meira síðar …

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Verðbréf í appi
4. jan. 2024
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
20. des. 2023
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
2. nóv. 2023
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur