Hvern­ig er fjár­mála­heils­an?

Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
18. janúar 2024

En hvað þýðir að vera við góða fjármálaheilsu? Við því er ekkert einfalt svar og það er misjafnt eftir hverjum og einum, alveg eins og það er misjafnt hvaða skilning fólk leggur í að vera við góða  líkamlega heilsu.

#1 – Eru tekjurnar hærri en útgjöldin?

Grundvöllur þess að vera við góða fjárhagslega heilsu er að tekjurnar séu hærri en útgjöldin – að minnsta kosti til langs tíma. Öll vitum við að útgjöld geta verið mjög sveiflukennd og það er til dæmis líklegt að kreditkortareikningarnir hafi verið frekar háir á síðustu mánuðum ársins, þegar jólagafainnkaupin duttu inn. Það er líka engin krísa þó mánaðarleg útgjöld séu einstaka sinnum hærri en tekjurnar (ef maður á sparnað) en það má augljóslega ekki gerast of oft!

#2 – Ertu með yfirsýn yfir fjármálin?

Til að öðlast fjárhagslega heilsu er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir fjármálin, vita hvaða reikningar eru á leiðinni, hvort þú eigir ekki örugglega fyrir útgjöldunum og hafir efni á að gera eitthvað skemmtilegt. Óhætt er að mæla með Excel-skjali sem umboðsmaður skuldara hefur sett á vefinn sinn. Þar er hægt að slá inn reglubundin útgjöld, s.s. vegna lána, framfærslu og ýmissa gjalda og reikna út með einföldum hætti hvort heimilisbókhaldið gangi upp.

Við mælum einnig með því að þú skráir þig hjá Meniga og tengir reikningana þína og upplýsingar um kortanotkun hjá Landsbankanum en þannig getur þú fengið yfirlit yfir í hvað peningarnir þínir fara.

#3 – Getur þú safnað upp sparnaði?

Annað merki um fjárhagslega heilsu er hvort þú getir safnað upp sparnaði. Ein algeng þumalputtaregla er leggja fyrir 20% af laununum í hverjum mánuði. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að tryggja að við gleymum ekki að eyða í sparnað, t.d. með því að spara með korti eða mánaðarlegri áskrift að sparnaði í sjóðum.

#4 - Áttu varasjóð til að takast á við óvænt útgjöld?

Það er mjög gott að eiga varasjóð til að geta tekist á við óvænt útgjöld eða tekjumissi. Misjafnt er hversu fólk telur passlegt að varasjóðurinn sé stór en sumir miða við að hann dugi til að greiða fyrir útgjöld heimilisins í þrjá mánuði. Aðrir miða við að eiga þriggja mánaða útborguð laun í varasjóðnum. Athugaðu líka hvort þú sért að geyma varasjóðinn á góðum stað – ertu með hann á bankareikningi sem ber sæmilega vexti?

#5 – Ertu að eyða peningum í óþarfa?

Það er algjör óþarfi að eyða peningunum í vitleysu, jafnvel þótt maður hafi efni á því. Við mælum með því að þú farir reglulega yfir útgjöldin og veltir fyrir þér hvort einhvers staðar sé hægt að spara án þess að það komi (mikið) niður á lífsgæðum þínum. Þetta á við um alla útgjaldaliði, s.s. mat, fatnað, drykki, skemmtanir, ferðalög og tryggingar.

Eitt af því allra dýrasta sem fólk gerir er að kaupa og reka bíl. Að losa sig við bílinn (eða bíl númer 2) er frábær sparnaðarleið fyrir þau sem geta verið án hans. Ef þú ert með íbúðalán borgar sig líka að fylgjast vel með kjörunum á þeim og fullvissa þig um að þú sért að fá bestu kjörin. Það getur borgað sig að fara yfir stöðuna með fjármálaráðgjafa til að vera viss.

#6 – Ertu nokkuð með skammtímalán?

Ef þú ert með skammtímalán eða hefur keypt eitthvað með því að dreifa greiðslunum, er það ekki til marks um að þú sért við góða fjárhagslega heilsu. Greiðsludreifing getur verið mjög dýr leið til að fjármagna kaup og jafnvel enn dýrari en yfirdráttarlán: Við mælum með að þú reynir að greiða upp óhagstæð skammtímalán sem allra fyrst.

#7 – Ertu með fasta reikninga skráða í beingreiðslu?

Góð leið til að tryggja að við söfnum ekki upp skuldum er að setja fasta reikninga í beingreiðslu. Tryggingar, íbúðalán og önnur lán, hiti og rafmagn – allt eru þetta liðir sem gott er að borga áður en við ráðstöfum restinni af tekjunum okkar. Með beingreiðslum tryggjum við að ekkert gleymist og falli í gjalddaga.

#8 – Ertu með fjárhagsleg markmið?

Ástæðan fyrir því að margir hlauparar skrá sig í maraþon, löngu fyrir hlaupið, er sú að vitneskjan um að þeir séu skráðir í hlaup hvetur þá áfram við æfingarnar. Hið sama á við um fjármálin. Það er auðveldara að neita sér um einhvern óþarfa ef maður er að spara fyrir einhverju skemmtilegu eða mikilvægu. Markmiðið getur verið ferðalag, útborgun í íbúð, að safna í sjóð til að greiða inn á íbúðalánið eða borga upp síðasta óhagstæða skammtímalánið. Aðalmálið er að byrja! Aðalmálið er að byrja!

Ps. Merki um góða fjárhagslega heilsu eru auðvitað fleiri en það er bara ekki pláss fyrir þau öll í þessari grein. Meira síðar …

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur