Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Það gæti borg­að sig að spara í sjóð­um ef þú færð greiðsl­ur frá TR

Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024

Fjármagnstekjur eru til dæmis vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur. Það er mismunandi á milli sparnaðarforma hvenær fjármagnstekjur eru greiddar út og það er vissulega hægt að ná fram ákveðnu hagræði, þ.e.a.s. koma í veg fyrir að skattgreiðslur eða skerðingar verði hærri en þær þurfa eða eiga að vera. Fyrir fólk sem er að fara á eftirlaun og fær greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) getur þetta skipt verulegu máli þar sem TR horfir til hverjar tekjurnar eru innan hvers almanaksárs. Skoðum málið!

Hvenær eru fjármagnstekjur greiddar út?

  1. Innlánsreikningar
    Þegar sparnaður er geymdur á sparireikningi safnar innistæðan vöxtum og/eða verðbótum sem eru yfirleitt greiddir út mánaðarlega eða árlega eftir tegund reikningsins. Vextir og verðbætur á innlánsreikningum flokkast sem fjármagnstekjur.
  2. Skuldabréf
    Það er fyrirfram ákveðið við útgáfu skuldabréfa hvernig afborgunum eða greiðslum á vöxtum og verðbótum er háttað, en sem dæmi þá fara vaxtagreiðslur oft fram einu sinni á ári. Hagnaður við sölu á skuldabréfum flokkast einnig sem fjármagnstekjur.
  3. Hlutabréf
    Þegar við eigum viðskipti með hlutabréf, þá má draga tap af sölu hlutabréfa frá hagnaði af sölu annarra hlutabréfa ef það er gert innan sama árs. Aftur á móti er óheimilt að draga tap af hlutabréfum vegna gjaldþrots frá söluhagnaði af öðrum hlutabréfum. Arðgreiðslur eru greiddar út samkvæmt ákvörðun félaga, yfirleitt á aðalfundi. Hagnaður af sölu hlutabréfa og greiddur arður teljast sem fjármagnstekjur, en viðskipti eru gerð upp árlega á skattframtali.
  4. Sjóðir
    Fjármagnstekjur sem myndast inn í sjóðunum s.s. vaxtatekjur, arðgreiðslur einstakra bréfa, hagnaður hlutabréfa og skuldabréfa ávaxtast áfram inn í sjóðnum. Þegar þú ávaxtar sparifé í sjóðum, þá myndast ekki fjármagnstekjur fyrr en þú selur úr sjóðnum, ef hagnaður er við sölu, og þá í hlutfalli við það sem þú ert að selja en ekki af heildareign.

Hvað er þá best að gera?

Einstaklingar sem geta sætt skerðingu greiðslna eða styrkja vegna fjármagnstekna geta nýtt sér sjóðafyrirkomulagið til þess að hafa betri stjórn á því hvenær fjármagnstekjur falla til og hvenær til mögulegrar skerðingar kemur. Sem dæmi getum við kosið að fjárfesta í blönduðum sjóði, þar sem við ráðum hvenær við tökum út eignina og þar með fjármagnstekjur, í stað þess að eiga viðskipti með stök hlutabréf og skuldabréf sem greiða í flestum tilfellum vexti árlega. Við getum líka valið að fjárfesta í lausafjársjóði í stað þess að geyma peninga á hefðbundnum sparnaðarreikningi sem greiðir vexti mánaðarlega eða árlega. Sjóðafyrirkomulagið getur því hentað einstaklingum sem sjá fram á að sækja um greiðslur frá TR.

Nokkur atriði að lokum sem mikilvægt er að huga að í tíma

Þegar styttist í töku ellilífeyris frá TR getur verið gott fyrir þau sem eiga þegar í sjóðum og eiga uppsafnaðan hagnað að innleysa hagnaðinn og endurfjárfesta aftur í sjóðnum almanaksári áður en ellilífeyristaka hefst. Á þann hátt getum við gert upp fjármagnstekjurnar áður en þær reiknast til skerðingar á greiðslum frá TR.

Allar aðrar tekjur en atvinnutekjur, þar á meðal tekjur frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur, mega vera samanlagt 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur frá TR. Gott er að hafa í huga að skerðingin er ekki króna á móti krónu en þú getur lesið þér nánar til um skerðingar á vefsíðu Tryggingastofnunar.

Við mælum líka með því að panta tíma í sparnaðarráðgjöf hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans. Við hjálpum þér gjarnan að finna hagkvæmustu leiðina.

Nánar um fjármagnstekjuskatt á skatturinn.is

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?