Það gæti borg­að sig að spara í sjóð­um ef þú færð greiðsl­ur frá TR

Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024

Fjármagnstekjur eru til dæmis vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur. Það er mismunandi á milli sparnaðarforma hvenær fjármagnstekjur eru greiddar út og það er vissulega hægt að ná fram ákveðnu hagræði, þ.e.a.s. koma í veg fyrir að skattgreiðslur eða skerðingar verði hærri en þær þurfa eða eiga að vera. Fyrir fólk sem er að fara á eftirlaun og fær greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) getur þetta skipt verulegu máli þar sem TR horfir til hverjar tekjurnar eru innan hvers almanaksárs. Skoðum málið!

Hvenær eru fjármagnstekjur greiddar út?

 1. Innlánsreikningar
  Þegar sparnaður er geymdur á sparireikningi safnar innistæðan vöxtum og/eða verðbótum sem eru yfirleitt greiddir út mánaðarlega eða árlega eftir tegund reikningsins. Vextir og verðbætur á innlánsreikningum flokkast sem fjármagnstekjur.
 2. Skuldabréf
  Það er fyrirfram ákveðið við útgáfu skuldabréfa hvernig afborgunum eða greiðslum á vöxtum og verðbótum er háttað, en sem dæmi þá fara vaxtagreiðslur oft fram einu sinni á ári. Hagnaður við sölu á skuldabréfum flokkast einnig sem fjármagnstekjur.
 3. Hlutabréf
  Þegar við eigum viðskipti með hlutabréf, þá má draga tap af sölu hlutabréfa frá hagnaði af sölu annarra hlutabréfa ef það er gert innan sama árs. Aftur á móti er óheimilt að draga tap af hlutabréfum vegna gjaldþrots frá söluhagnaði af öðrum hlutabréfum. Arðgreiðslur eru greiddar út samkvæmt ákvörðun félaga, yfirleitt á aðalfundi. Hagnaður af sölu hlutabréfa og greiddur arður teljast sem fjármagnstekjur, en viðskipti eru gerð upp árlega á skattframtali.
 4. Sjóðir
  Fjármagnstekjur sem myndast inn í sjóðunum s.s. vaxtatekjur, arðgreiðslur einstakra bréfa, hagnaður hlutabréfa og skuldabréfa ávaxtast áfram inn í sjóðnum. Þegar þú ávaxtar sparifé í sjóðum, þá myndast ekki fjármagnstekjur fyrr en þú selur úr sjóðnum, ef hagnaður er við sölu, og þá í hlutfalli við það sem þú ert að selja en ekki af heildareign.

Hvað er þá best að gera?

Einstaklingar sem geta sætt skerðingu greiðslna eða styrkja vegna fjármagnstekna geta nýtt sér sjóðafyrirkomulagið til þess að hafa betri stjórn á því hvenær fjármagnstekjur falla til og hvenær til mögulegrar skerðingar kemur. Sem dæmi getum við kosið að fjárfesta í blönduðum sjóði, þar sem við ráðum hvenær við tökum út eignina og þar með fjármagnstekjur, í stað þess að eiga viðskipti með stök hlutabréf og skuldabréf sem greiða í flestum tilfellum vexti árlega. Við getum líka valið að fjárfesta í lausafjársjóði í stað þess að geyma peninga á hefðbundnum sparnaðarreikningi sem greiðir vexti mánaðarlega eða árlega. Sjóðafyrirkomulagið getur því hentað einstaklingum sem sjá fram á að sækja um greiðslur frá TR.

Nokkur atriði að lokum sem mikilvægt er að huga að í tíma

Þegar styttist í töku ellilífeyris frá TR getur verið gott fyrir þau sem eiga þegar í sjóðum og eiga uppsafnaðan hagnað að innleysa hagnaðinn og endurfjárfesta aftur í sjóðnum almanaksári áður en ellilífeyristaka hefst. Á þann hátt getum við gert upp fjármagnstekjurnar áður en þær reiknast til skerðingar á greiðslum frá TR.

Allar aðrar tekjur en atvinnutekjur, þar á meðal tekjur frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur, mega vera samanlagt 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur frá TR. Gott er að hafa í huga að skerðingin er ekki króna á móti krónu en þú getur lesið þér nánar til um skerðingar á vefsíðu Tryggingastofnunar.

Við mælum líka með því að panta tíma í sparnaðarráðgjöf hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans. Við hjálpum þér gjarnan að finna hagkvæmustu leiðina.

Nánar um fjármagnstekjuskatt á skatturinn.is

Þú gætir einnig haft áhuga á
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur