Hægt að spara stór­fé með því að leggja bíln­um

Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
16. janúar 2024

Allir þurfa að borða, greiða leigu eða afborganir af fasteignalánum. Það þarf líka að borga fyrir sjónvarpsáskriftirnar og símanotkunina. Áhugamálin kosta sitt, svo ekki sé talað um útgjöld vegna blessaðra barnanna. Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld þannig að virkilega muni um í heimilisbókhaldinu er oft lítið. Ein uppspretta fastra útgjalda liggur þó vel við höggi og betur en flestar aðrar, nefnilega einkabíllinn.

Mánaðarlegur kostnaður við bílinn 119.000 kr. 

Allir vita að það er dýrt að reka bíl en margir súpa hveljur þegar þeir átta sig á að kostnaður við að eiga og reka nýjan bíl er hvorki meira né minna en 119.000 krónur á mánuði, eða rúmlega 1,4 milljón króna á ári, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem miða við janúar 2023. Þetta er lægsta upphæðin sem FÍB gefur upp og miðar við bíl sem kostar 3,6 milljónir króna og er ekið um 15.000 km á ári. Hér er ekki reiknað með kostnaði við bílalán því FÍB reiknar með að bíllinn hafi verið staðgreiddur en á hinn bóginn er gert ráð fyrir kostnaði við að hafa fjármagn bundið í bílnum og verðrýrnun. Samtals nemur sá kostnaður um 570.000 krónum á ári. Jafnvel þótt að bíllinn hafi ekki kostað krónu og rýrni því ekki í verði, þá er rekstrarkostnaður á ári samt um ein milljón króna.

Eftir því sem bíllinn er dýrari, þyngri og eyðslufrekari er kostnaðurinn auðvitað meiri. Árlegur kostnaður við að reka og eiga bíl sem kostar 6,6 milljónir króna og er líka ekið um 15.000 km á ári er um 237.000 krónur á mánuði, eða um 2,5 milljónir króna á ári.

Margir bíleigendur malda eflaust í móinn þegar þeir sjá þessar tölur og segja að það geti nú ekki verið svona dýrt að eiga einn bíl! Þeim má benda á að FÍB vandar til verka og miðar m.a. tölur um verðrýrnum við upplýsingar sem eru unnar upp úr gögnum frá bílasölum bifreiðaumboðanna. Efasemdarmenn geta kíkt á útreikninga FÍB. Útreikningarnir miða við nýja bensínknúna bifreið.

Reiðhjól

Ígildi (mjög) ríflegrar kauphækkunar

Árið 2022 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 871.000 krónur á mánuði. Miðgildi heildarlauna var 775.000 krónur sem þýðir að helmingur launamanna var með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Launamaður sem er með 775.000 krónur í heildartekjur á mánuði fær útborgað um 540.000 kr. á mánuði og hann munar því augljóslega gríðarlega mikið um 119.000 króna útgjöld á mánuði. Með því að selja bílinn, þennan sem kostaði 3,6 milljónir króna, getur meðalmaðurinn aukið ráðstöfunartekjur sínar um 22% á mánuði! Þetta er augljóslega langbesta leiðin til að hækka ráðstöfunartekjurnar. Ef við miðum við meðallaun (en ekki miðgildi) er niðurstaðan svipuð, þ.e. ráðstöfunartekjurnar hækka um 20% á mánuði.

Treystir þú þér ekki til að losa þig alveg við bílinn, þá er líka hægt að spara mikið með því að nota hann minna. Með því að draga úr akstri um helming, þ.e. keyra 7.500 km í stað 15.000 km á ári, lækkar árlegur rekstrarkostnaður um 270.000 kr.

Glöggir lesendur taka sjálfsagt eftir að hér er ekki gert ráð fyrir kostnaði við reiðhjólið. Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli í þessu samhengi. Reiðhjól eru ekki ýkja dýr og það er ekki kostnaðarsamt að halda þeim við. Á mörgum vinnustöðum eru þar að auki í boði samgöngustyrkir fyrir þá sem hjóla eða taka strætó.

Óþarfi að finna upp hjólið

Auðvitað geta ekki allir hjólað til vinnu. Sumir þurfa að sækja vinnu um langan veg eða geta vegna annarra aðstæðna ekki sleppt bílnum. Það er hins vegar ljóst að margir sem keyra í vinnuna gætu allt eins hjólað þangað. Andlegan stuðning og góð ráð má sækja víða, m.a. hjá Samtökum um bíllausan lífsstíl (Facebook), og Landssamtökum hjólreiðamanna. Ég ætla ekki að tíunda hér jákvæð áhrif hjólreiða í stað bílferða á umhverfið og eigin heilsu, til þess þyrfti lengri grein.

Ég tala af reynslu. Ég hef hjólað til og frá vinnu frá árinu 2009, allan ársins hring. Ég mæli með þessu við hvern sem er og ég skil satt að segja ekki hvernig fólk nennir að keyra í vinnuna, hafi það kost á því að hjóla í staðinn! Hjólreiðar eru miklu betri en akstur, ekki bara vegna hins gríðarlega fjárhagslega ávinnings (samtals eitthvað um 15 milljónir króna frá 2009 en hvert fóru þær?) heldur aðallega vegna þess að það er hressandi og skemmtilegt og gerir mann bæði fallegri og gáfaðri.

Þessi pistill er í raun uppfærður pistill frá 2014 sem líka birtist hér á vefnum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
Verðbréf í appi
4. jan. 2024
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
20. des. 2023
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
2. nóv. 2023
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur