Vísi­tala íbúða­verðs hækk­ar lít­il­lega og verð­bólgu­spá­in með

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Fasteignir
20. september 2023

Vísitalan hækkaði um 0,7% á milli mánaða. Mánuðinn á undan lækkaði hún um 0,8% og í júní um 1,1%. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 0,2%, en fjölbýlishlutinn hækkaði um 0,9%.

Árshækkun vísitölunnar eykst á ný

Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% upp í 2,0%, en í júlí var árshækkunin lægri en hún hafði verið síðan í janúar 2011. Í júlí í fyrra náði árshækkunin hámarki og mældist 25,5% og verðþróunin hefur því gjörbreyst á einu ári.

Raunverð fer lækkandi á milli ára

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað milli ára síðustu fjóra mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu, en til þess notum við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækkar þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Mjög tók að hægja á raunverðshækkunum, þegar aðrir liðir en húsnæði fóru að hækka í verði á sama tíma og hægði á íbúðaverðshækkunum, á seinni hluta síðasta árs. Raunlækkunin nam 5,2% milli ára í ágúst og lækkaði úr 5,9% í júlí.

Mikið flökt á íbúðaverði milli mánaða

Íbúðaverð sveiflast í ólíkar áttir milli mánaða og erfitt er spá fyrir um breytingar milli mánaða. Litlar líkur eru þó á að verðhækkanir fari á flug á meðan vaxtastigið er eins hátt og raun ber vitni og verðhækkun ágústmánaðar gæti allt eins gengið til baka í september. Þó er einnig hugsanlegt að síaukin þörf á húsnæði skapi þrýsting á verðið, þrátt fyrir að aðgengi að lánsfé sé minna en á síðustu árum. Enn eru í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðja við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Hlutdeildarlánaúrræði stjórnvalda, sem nýlega var útvíkkað, vinnur þó í hina áttina og hjálpar fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn sem gætu það ekki án þeirra. Nýleg útvíkkun á reglum um hlutdeildarlán gæti hugsanlega hafa ýtt undir verðhækkanir á fjölbýli í ágúst, ekki síst þar sem lánin eru aðeins fáanleg til kaupa á nýjum íbúðum, sem að óbreyttu hafa almennt hærra fermetraverð en eldri íbúðir.

Kaupsamningum heldur áfram að fækka milli ára

Óútreiknanlegar sveiflur á íbúðaverði milli mánaða kunna að skýrast að einhverju leyti af því að þó nokkuð færri kaupsamningar er undirritaðir í hverjum mánuði en síðustu ár. Alls voru 443 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júlí, samkvæmt bráðabirgðatölum HMS, en fjöldinn í ágúst hefur ekki verið birtur. Samningarnir í júlí voru 9,6% færri en í júlí í fyrra.

Síðustu 25 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júlí heldur en síðustu fjóra mánuði þar á undan.

Spáum nú 7,8% verðbólgu í september

Vísitala íbúðaverðs í ágúst er nokkuð hærri en við bjuggumst við þegar við unnum verðbólguspá í síðustu viku. Þá gerðum við ráð fyrir að markaðsverð húsnæðis á landinu öllu myndi lækka um 0,3% milli mánaða. Við gerum nú ráð fyrir að markaðsverð húsnæðis á landinu öllu hækki lítillega minna en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eða um 0,5%, þar sem við gerum ráð fyrir að markaðsverð utan höfuðborgarsvæðisins standi í stað. Í stað þess að spá +0,07% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og 7,7% ársverðbólgu gerum við nú ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,21% milli mánaða og ársverðbólgan verði 7,8%.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
4. des. 2023
Afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi - líklega afgangur á árinu í heild
Afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi mældist 62 ma. kr. Myndalegur þjónustujöfnuður bætti upp fyrir aukinn halla á vöruskiptajöfnuði á fjórðungnum, en auk þess var afgangur af þáttatekjujöfnuði. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins mælist 42 ma. kr. afgangur og ólíklegt er að svo mikill halli mælist á lokafjórðungi ársins. Þetta er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar halli hefur mælst á viðskiptajöfnuði.
4. des. 2023
Vikubyrjun 4. desember 2023
Á síðustu mánuðum hefur dregið verulega úr vexti hagkerfisins. Hagvöxtur mældist aðeins 1,1% á þriðja ársfjórðungi og bæði einkaneysla og fjárfesting drógust saman milli ára.
Lyftari í vöruhúsi
30. nóv. 2023
Hagkerfið stefnir í átt að jafnvægi
Hagvöxtur mældist 1,1% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Verulega hægði á hagkerfinu á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar var hagvöxtur 7,0% á fyrsta ársfjórðungi og 4,7% á öðrum. Hátt vaxtastig segir til sín víðar en áður og áhrifin sjást skýrt á samdrætti í einkaneyslu og fjárfestingu. 
Íbúðir
29. nóv. 2023
Húsnæðisverð lyftir verðbólgu aftur í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% milli mánaða í nóvember og við það hækkaði ársverðbólga úr 7,9% í 8,0%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir en kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði umfram spá okkar. Verð á flugfargjöldum lækkaði meira en við spáðum.
Íbúðahús
27. nóv. 2023
Vikubyrjun 27. nóvember 2023
Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Gata í Reykjavík
24. nóv. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar enn og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Seðlabanki
20. nóv. 2023
Vikubyrjun 20. nóvember 2023
Í nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila, sem fór fram fyrir um tveimur vikum, töldu fleiri svarendur að taumhald peningastefnu væri of þétt en of laust. Þetta er viðsnúningur frá því sem verið hefur, en allt frá janúar árið 2020 hafa fleiri talið taumhaldið of laust.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2023
Spáum óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Við teljum að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og vegi þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar.
Íbúðahús
16. nóv. 2023
Spáum 8,0% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% milli mánaða í nóvember og að ársverðbólga aukist úr 7,9% í 8,0%. Þeir liðir sem vega þyngst til hækkunar á vísitölunni eru reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykkjarvöru, en flugfargjöld til útlanda vega þyngst til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga aukist svo lítillega í desember, í 8,1%, en hjaðni eftir áramót og verði 7,3% í janúar og 6,7% í febrúar.
Veitingastaður
14. nóv. 2023
Laun hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum
Laun hafa hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum á síðustu árum og mest meðal verka- og þjónustufólks. Frá því rétt áður en lífskjarasamningarnir voru samþykktir árið 2019 hafa laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkað um að meðaltali 48,5% og verkafólks um 48,2%. Laun stjórnenda hafa á sama tímabili hækkað um 27,4% og laun sérfræðinga um 33,4%. Kaupmáttur hefur aukist um að meðaltali 10% á tímabilinu, en þróunin er ólík eftir hópum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur