Vísi­tala heild­ar­launa og launa­vísi­tal­an – mis­mun­andi þró­un milli mark­aða

Ekki var mikill munur á ársbreytingu launavísitölu og vísitölu heildarlauna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Sé litið á þróunina á almenna og opinbera markaðnum hvorum fyrir sig kemur hins vegar mikill munur í ljós. Á almenna markaðnum hækkuðu heildarlaunin töluvert meira en launavísitalan, 12,6% á móti 8,6%. Þessu var algerlega öfugt farið á opinbera markaðnum þar sem heildarlaunin hækkuðu mun minna en launavísitalan, 10,8% á móti 15,9%.
Smiður
1. júlí 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 10,5% milli ára á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama tíma hækkaði vísitala heildarlauna um 10,8%.

Heildarlaun eru samtala allra launa einstaklinga og eru fengin úr staðgreiðslugögnum. Launavísitalan byggir hins vegar á launarannsókn Hagstofunnar og tímakaupi reglulegra launa í hverjum mánuði. Mæld eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þeim launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.

Ekki var mikill munur á ársbreytingu launavísitölu og vísitölu heildarlauna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Sé litið á þróunina á almenna og opinbera markaðnum hvorum fyrir sig kemur hins vegar mikill munur í ljós. Á almenna markaðnum hækkuðu heildarlaunin töluvert meira en launavísitalan, 12,6% á móti 8,6%. Þessu var algerlega öfugt farið á opinbera markaðnum þar sem heildarlaunin hækkuðu mun minna en launavísitalan, 10,8% á móti 15,9%.

Nærtækasta skýringin á þessum mun milli markaða væri að vinnutíminn væri að breytast með mismunandi hætti, að lengjast á almenna markaðnum, en að styttast á þeim opinbera. Nákvæmar mælingar á vinnutíma milli markaða eru ekki fyrir hendi, en sé litið á vinnutímamælingar í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands má sjá að venjulegur vinnutími allra í úrtakinu styttist um 0,4 stundir á milli 1. ársfjórðunga 2020 og 2021. Á bak við 0,4 stunda styttingu vinnutíma eru auðvitað ýmsar undirstærðir, en það er þó ekki alveg augljóst  að vinnutími á almenna markaðnum hafi almennt aukist á þessu tímabili.

Vinnutími á opinbera markaðnum er hins vegar að styttast í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Munurinn á 16% hækkun launavísitölu og 11% hækkun heildarlauna er hins vegar nokkuð mikill og erfitt að sjá að stytting vinnutíma skýri þá stöðu að fullu.

Sé litið á þróun launavísitölu og heildarlauna innan nokkurra atvinnugreina á almenna markaðnum sést að staðan er mismunandi. Sums staðar hefur launavísitalan hækkað meira en heildarlaunin og annars staðar er þessu öfugt farið. Af sjö greinum hækkar launavísitalan meira í fjórum og heildarlaunin meira í þremur. Heildarlaunin hækka áberandi minna en launavísitalan í veitum og gisti- og veitingarekstri. Þar er um tvær greinar að ræða sem urðu væntanlega fyrir mjög mismunandi áhrifum af faraldrinum þannig að erfitt er að greina ástæður þessa munar.

Yfir lengri tíma breytast vísitala heildarlauna og launavísitalan yfirleitt með svipuðum hætti og svo var einnig á milli 1. ársfjórðunga 2020 og 2021. Það er hins vegar ljóst að þróunin á milli markaða getur verið mjög mismunandi á ákveðnum tímabilum. Yfirleitt ber að varast að draga of miklar ályktanir af breytingum á einstökum tímabilum, en sá munur sem hér hefur verið reifaður er athyglisverður. Í því sambandi ber einnig að hafa í huga að önnur vísitalan byggir á úrtaksrannsókn á vinnumarkaði en hin á skattgögnum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vísitala heildarlauna og launavísitalan – mismunandi þróun milli markaða

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur