Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Vísi­tala heild­ar­launa – breytt sam­setn­ing vinnu­afls hef­ur áhrif á þró­un

Heildarlaun í flutninga- og geymslustarfsemi hækkuðu um 11,3% milli 3. ársfjórðunga 2019 og 2020 og um 9,1% í gisti- og veitingarekstri. Launavísitalan hækkaði um 6,5% á sama tíma. Áhrif faraldursins hafa verið mikil á þessar atvinnugreinar. Líkleg skýring á þessum mun er að breyting á samsetningu vinnuaflsins hækki meðaltal á milli tímabila. Almennu starfsfólki á lægri enda tekjustigans fækkar, vægi hópa með hærri laun eykst, sem hefur áhrif á samanburð meðaltala.
Sendibifreið og gámar
7. janúar 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði vísitala heildarlauna um 6,8% frá 3. ársfjórðungi 2019 til sama tíma 2020. Launavísitalan hækkaði um 6,5% á sama tímabili. Vísitala heildarlauna á almenna vinnumarkaðnum hækkaði um 8,4% á tímabilinu og um 6,1% á þeim opinbera. Launavísitala almenna markaðarins hækkaði um 6% á tímabilinu og um 8,1% á þeim opinbera.

Sé litið á allan vinnumarkaðinn er ekki mikill munur á hækkun launavísitölunnar og vísitölu heildarlauna á milli 3. ársfjórðunga 2019 og 2020. Launavísitalan mælir breytingu reglulegra fastra mánaðarlauna en vísitala heildarlauna breytingu heildar mánaðarlauna. Því mætti kannski reikna með að heildarlaunin myndu hækka meira en reglulegu launin í erfiðu árferði þegar vinnutími styttist. Þetta er samt ekki raunin þar sem vísitala heildarlauna hækkar meira en launavísitalan.

Þróun heildarlauna og launavísitölu er mjög mismunandi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Á almenna markaðnum hafa heildarlaunin hækkað mun meira en launavísitalan sem mælir föst laun. Á opinbera markaðnum hafa reglulegu launin hins vegar hækkað mun meira en heildarlaunin. Á þessu tímabili hafa áhrif kreppunnar á almenna vinnumarkaðinn væntanlega verið mun meiri en á þann opinbera. Þannig hefur vinnutími styst og starfsemi fyrirtækja verið stöðvuð til styttri eða til lengri tíma.

Á almenna markaðnum hafa atvinnuleysi, samdráttur og lokanir fyrirtækja verið mest í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Launastig í þessum greinum er að öllu jöfnu lægra en meðaltal á markaðnum. Það mætti því búast við að meðallaun á almenna markaðnum hækki meira en ella þar sem það fækkar í neðri enda tekjustigans. Niðurstöðurnar fyrir almenna vinnumarkaðinn benda til þess að breyting samsetningar vinnuaflsins hafi haft áhrif á launaþróunina á þessu tímabili þar sem heildarlaunin hækka meira en reglulegu launin. Áhrif samsetningar vinnuafls gætu jafnvel verið meiri en sýnist þar sem þau virðast vega upp minni launabreytingar vegna styttri vinnutíma.

Á bak við 8,4% hækkun heildarlauna á almenna markaðnum milli 3. ársfjórðunga 2019 og 2020 eru mismunandi breytingar, allt frá u.þ.b. 5% hækkunum upp í rúmlega 11%. Hækkun heildarlauna er langmest í flutninga- og geymslustarfsemi, 11,3%, en áhrif faraldursins hafa verið mikil á þær atvinnugreinar og kann breytt samsetning vinnuafls að hafa haft áhrif þar. Heildarlaun í gisti- og veitingarekstri hafa hækkað um 9,1% á þessu tímabili. Þarna er líklegasta skýringin aftur að breyting á samsetningu vinnuaflsins hækki meðaltal á milli tímabila. Almennu starfsfólki á lægri enda tekjustigans fækkar, sem hefur áhrif á samanburð meðaltala.

Sé hins vegar litið á greinar sem hafa orðið fyrir tiltölulega litlum áhrifum af kreppunni, eins og fjármála- og vátryggingastarfsemi og upplýsingar og fjarskipti eru breytingar heildarlauna minni en hækkun launavísitölu, sem gæti bent til styttingar vinnutíma í þeim greinum.

Það hefur einkennt þessa kreppu að atvinnuleysi hefur aukist verulega, en á sama tíma eru launahækkanir töluverðar og kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu með allra hæsta móti. Þar sem launavísitalan mælir breytingu á föstum reglulegum launum er hún ekki besta mælitækið til þess að mæla tekjubreytingar, þar er t.d. betra að nota vísitölu heildarlauna. Eins og fram hefur komið hér að framan er ekki mikill munur á þróun reglulegra launa og heildarlauna fyrir vinnumarkaðinn í heild.

En sé litið á hreyfingar á almenna vinnumarkaðnum og í einstökum atvinnugreinum má sjá merki um að breytt samsetning vinnuafls hafi áhrif á mat á launaþróun. Þar sem ætla má að stórir hópar úr lægri hluta tekjustigans hverfi á braut mælist meðalbreyting hópa meiri en ella.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vísitala heildarlauna – breytt samsetning vinnuafls hefur áhrif á þróun

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.