Vinnu­mark­að­ur sterk­ur þrátt fyr­ir trufl­an­ir vegna far­ald­urs

Vinnutími hefur styst töluvert á undanförnum misserum. Venjulegur vikulegur vinnutími var þannig 0,4 stundum styttri nú í desember en í desember 2020. Sveiflur eru miklar í vinnutíma milli mánaða, en sé horft til 12 mánaða hlaupandi meðaltals er vinnutími nú rúmlega klukkustund styttri en hann var í upphafi ársins 2020.
Posi og greiðslukort
28. janúar 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 208.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í desember 2021, sem jafngildir 78% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 199.700 starfandi og um 9.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,4% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki fjölgaði um 11.800 milli ára í desember og atvinnulausum fækkaði um 4.700 á sama tíma. Hlutfall starfandi var 74,6% í desember og hækkaði um 3 prósentustig frá desember 2020. 

Atvinnuþátttaka hefur aukist á þessu ári og var 78,0% nú í desember sem er einu prósentustigi meira en í desember í árið áður. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 78,8% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð stöðugt síðasta ár á þennan mælikvarða.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,4% í desember sem er 2,5 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 4,9% og hafði minnkað um 5,8 prósentustig milli ára.

Meðalatvinnuleysi ársins 2021 var eilítið minna en 2020 samkvæmt mælingum bæði Hagstofu og Vinnumálastofnunar. Miklar breytingar urðu innan beggja ára með mikilli aukningu 2020 og mikilli minnkun 2021. Atvinnuleysið á þessum árum var eilítið minna en á árunum 2009 og 2010, en þessi fjögur ár eru með stærstu atvinnuleysisárum sögunnar.

Vinnutími hefur styst töluvert á undanförnum misserum. Venjulegur vikulegur vinnutími var þannig 0,4 stundum styttri nú í desember en í desember 2020. Sveiflur eru miklar í vinnutíma milli mánaða, en sé horft til 12 mánaða hlaupandi meðaltals er vinnutími nú rúmlega klukkustund styttri en hann var í upphafi ársins 2020. Áherslur í kjarasamningum um styttingu vinnutíma koma þannig greinilega í ljós í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar.

Starfandi fólki á 4. ársfjórðungi 2021 fjölgaði um 7,1% miðað við sama tíma 2020. Vinnutími styttist um 0,5% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 6,6% milli ára. Þetta er þriðji ársfjórðunginn í röð sem heildarvinnustundum fjölgar. Miklar sveiflur hafa verið í vinnuaflsnotkun á tíma faraldursins og sker árið 2020 sig nokkuð úr hvað þróun vinnuaflsnotkunar varðar.

Tölur úr vinnumarkaðskönnuninni síðustu mánuði sýna ótvírætt að vinnumarkaðurinn er óðum að ná fyrri styrk. Þrátt fyrir endurtekin skakkaföll í baráttunni við faraldurinn hefur þróunin á vinnumarkaði verið jákvæð. Þannig hefur t.d. komið í ljós að ný ráðningarsambönd sem byggðu á ráðningarstyrkjum hafa haldið nokkuð vel þrátt fyrir truflanir vegna faraldursins.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vinnumarkaður sterkur þrátt fyrir truflanir vegna faraldurs

Þú gætir einnig haft áhuga á
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur