6. september 2019
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í ágúst.
Mynd vikunnar
Hagspekingar og fjárfestar fylgjast margir hverjir grannt með lögun vaxtakúrfunnar í Bandaríkjunum, enda hefur hún oft reynst góð vísbending um hvert hagkerfið stefni á næstu mánuðum (sjá útskýringu Reuters). Þannig hefur munurinn á ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum til 10 ára og 2ja ára verið neikvæður í aðdraganda allra samdráttarskeiða síðustu ára. Þessi munur hefur leitað hratt niður á við síðustu misseri og er núna rétt við núll.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti tölur um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
- Hagstofan leiðrétti tölur um hagvöxt.
- Brottförum erlendra farþega um Leifsstöð fækkaði um 13,5% milli ára í ágúst.
- Fjárlagafrumvarp fyrir 2020 var kynnt.
- Eftir að hafa styrkst seinni hluta júlí gaf krónan eftir í ágúst og það sem af er september.
- Hagstofan birti tölur um veltu í virðisaukaskattskyldri starfsemi í maí og júní.
- Vinnumarkaðurinn er áfram í svipuðum farvegi.
- Það er að hægja nokkuð á hækkun launavísitölunnar.
- Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst.
- Seðlabankinn birti kynningu aðalhagfræðings bankans hjá Félagi atvinnurekenda.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi í ágúst.
- Í vikunni hélt:
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 9. september 2019 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

19. júní 2025
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.

16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

12. júní 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.

11. júní 2025
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.

10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.

6. júní 2025
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.

5. júní 2025
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.

2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.

30. maí 2025
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.