Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í ágúst.
Mynd vikunnar
Hagspekingar og fjárfestar fylgjast margir hverjir grannt með lögun vaxtakúrfunnar í Bandaríkjunum, enda hefur hún oft reynst góð vísbending um hvert hagkerfið stefni á næstu mánuðum (sjá útskýringu Reuters). Þannig hefur munurinn á ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum til 10 ára og 2ja ára verið neikvæður í aðdraganda allra samdráttarskeiða síðustu ára. Þessi munur hefur leitað hratt niður á við síðustu misseri og er núna rétt við núll.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti tölur um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
- Hagstofan leiðrétti tölur um hagvöxt.
- Brottförum erlendra farþega um Leifsstöð fækkaði um 13,5% milli ára í ágúst.
- Fjárlagafrumvarp fyrir 2020 var kynnt.
- Eftir að hafa styrkst seinni hluta júlí gaf krónan eftir í ágúst og það sem af er september.
- Hagstofan birti tölur um veltu í virðisaukaskattskyldri starfsemi í maí og júní.
- Vinnumarkaðurinn er áfram í svipuðum farvegi.
- Það er að hægja nokkuð á hækkun launavísitölunnar.
- Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst.
- Seðlabankinn birti kynningu aðalhagfræðings bankans hjá Félagi atvinnurekenda.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi í ágúst.
- Í vikunni hélt:
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 9. september 2019 (PDF)