Vikubyrjun 8. júní
Veruleg breyting hefur orðið á menntunarstigi hér á landi. Þannig hefur hlutfall íbúa á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun aukist jafnt og þétt á meðan hlutfall þeirra sem eru með grunnmenntun hefur lækkað. Núna eru rúmlega helmingi fleiri Íslendingar með háskólamenntun en grunnmenntun.
5. júní 2020
Vikan framundan
- Í dag birtir Seðlabankinn útreikninga á raungengi í maí.
- Á þriðjudag birta Lánamál ríkisins Markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í maí.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í maí.
Mynd vikunnar
Veruleg breyting hefur orðið á menntunarstigi Íslendinga. Þannig hefur hlutfall íbúa hér á landi á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun aukist jafnt og þétt á meðan hlutfall þeirra sem eru með grunnmenntun hefur lækkað. Núna er rúmlega helmingi fleiri Íslendingar með háskólamenntun en grunnmenntun.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti um 0,75 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar.
- Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti upplýsingar um eignir lífeyrissjóða miðað við lok 1F.
- Aflaverðmæti íslenskra skipa dróst saman um 9% milli ára á 1F.
- Þjóðskrá birti fasteignamat fyrir 2021.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lykill fjármögnun lauk skuldabréfa- og víxlaútboði, Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

20. jan. 2021
Verulega breyttar neysluvenjur
Covid-19-faraldurinn setti mark sitt á neyslu fólks í fyrra. Innlend verslun var nokkuð mikil, enda fáir sem lögðu leið sína til útlanda. Mest jókst kortavelta Íslendinga í áfengisverslunum og mestur samdráttur varð í kaupum á skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa. Í mörgum tilfellum var um tilfærslu á neyslu að ræða.

20. jan. 2021
Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári
Gengi krónunnar gaf verulega eftir á síðasta ári og veiktist raungengi hennar miðað við verðlag um 8% milli 2019 og 2020. Þessa veikingu má rekja til efnahagslegra áhrifa af Covid-19-faraldrinum sem hefur kippt ferðaþjónustu í heiminum nánast úr sambandi, en ferðaþjónustan hefur verið mikilvægasta útflutningsstoð Íslands síðustu ár.

19. jan. 2021
Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í desember 10,7% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði aukist úr 10,6% frá því í nóvember. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var áfram 1,4% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í desember var því 12,1% samanborið við 12,0% í nóvember og jókst þannig um 0,1 prósentustig.

18. jan. 2021
Vikubyrjun 18. janúar 2021
Heildarvelta innlendra greiðslukorta dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Ef við skoðum samsetningu má sjá ýmislegt fróðlegt um breytta neysluhegðun í Covid-19-faraldrinum.

15. jan. 2021
Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf
Á síðasta ári seldu stóru viðskiptabankarnir þrír sértryggð skuldabréf að nafnvirði 74,9 mö.kr. í útboðum. Heildarupphæð útgefinna sértryggðra bréfa um seinustu áramót var 560 ma.kr. að nafnvirði með áföllnum verðbótum.

14. jan. 2021
Jólaneyslan fann sér farveg
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og breyttar jólahefðir jókst neysla Íslendinga innanlands um 5% milli ára í desember. Í heildina dróst kortavelta þó saman um 4% að raunvirði þar sem neysla erlendis frá var minni í ár en í fyrra.

14. jan. 2021
Spáum 3,9% verðbólgu í janúar
Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 26. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,42% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 3,6% í 3,9%.

14. jan. 2021
Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs
Beinar mótvægisaðgerðir opinberra fjármála virðast hafa verið minni hér en á öðrum Norðurlöndum á árinu 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er talið að umfang aðgerða á Íslandi hafi verið 4,2% af VLF. Það er í lægri enda meðal Evrópuþjóða og lægsta hlutfallið innan Norðurlandanna, fyrir utan Finnland.

13. jan. 2021
Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári
Alls komu rúmlega 478 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári. Þeir voru rétt tæplega 2 milljónir árið 2019 og fækkaði þeim því um 76% milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2010, síðasta ársins fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu, til að finna færri ferðamenn. Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi.

12. jan. 2021
Leigumarkaður tekur breytingum á tímum veirufaraldurs
Á síðustu mánuðum hafa þó nokkrar breytingar átt sér stað á leigumarkaði. Leiguverð hefur víða lækkað, leigjendum hlutfallslega fækkað og framboð leiguhúsnæðis aukist að mati leigjenda.