Vikubyrjun 8. júní
Veruleg breyting hefur orðið á menntunarstigi hér á landi. Þannig hefur hlutfall íbúa á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun aukist jafnt og þétt á meðan hlutfall þeirra sem eru með grunnmenntun hefur lækkað. Núna eru rúmlega helmingi fleiri Íslendingar með háskólamenntun en grunnmenntun.
5. júní 2020
Vikan framundan
- Í dag birtir Seðlabankinn útreikninga á raungengi í maí.
- Á þriðjudag birta Lánamál ríkisins Markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í maí.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í maí.
Mynd vikunnar
Veruleg breyting hefur orðið á menntunarstigi Íslendinga. Þannig hefur hlutfall íbúa hér á landi á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun aukist jafnt og þétt á meðan hlutfall þeirra sem eru með grunnmenntun hefur lækkað. Núna er rúmlega helmingi fleiri Íslendingar með háskólamenntun en grunnmenntun.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti um 0,75 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar.
- Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti upplýsingar um eignir lífeyrissjóða miðað við lok 1F.
- Aflaverðmæti íslenskra skipa dróst saman um 9% milli ára á 1F.
- Þjóðskrá birti fasteignamat fyrir 2021.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lykill fjármögnun lauk skuldabréfa- og víxlaútboði, Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

12. júní 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.

11. júní 2025
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.

10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.

6. júní 2025
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.

5. júní 2025
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.

2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.

30. maí 2025
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.

28. maí 2025
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.