Vikan framundan
- Í næstu viku fara fram verðmælingar Hagstofunnar fyrir júlímælingu vísitölu neysluverðs.
- Á mánudag birtir Seðlabankinn tölur um raungengi og Play birtir flutningstölur.
- Á miðvikudag birtir Ferðamálastofa tölur um fjölda brottfara ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Innlán heimila hafa aukist verulega á síðustu mánuðum, sérstaklega innlán á óbundnum sparireikningum. Jákvæðir raunvextir á innlánsreikningum hvetja til sparnaðar og upphæðirnar hækka eftir því sem sparnaðurinn ávaxtast í háu vaxtastigi. Í maí höfðu innlán aukist um rúm 20% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands, verulega umfram verðbólgu á því tímabili. Þessi áhrif eru ein birtingarmynd aukins peningalegs aðhalds, þar sem fórnarkostnaður neyslu er meiri en áður. Þó ber að hafa í huga að uppsafnaður sparnaður gæti streymt hratt út af innlánsreikningum þegar vextir taka að lækka og þannig kynt undir áhrif lausara taumhalds.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Verðbólga á evrusvæðinu lækkaði úr 2,6% í 2,5% í júní.
- Landsbankinn, Arion banki, Iceland Seafood og Lánamál ríkisins héldu skuldabréfaútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).