7. júní 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna júnímælingar vísitölu neysluverðs.
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í maí.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Erfiðlega hefur gengið að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins. Þannig hefur lausum störfum samkvæmt talningu Vinnumálastofnunar fjölgað mjög hratt síðustu mánuði, eða úr 350 í febrúar í tæplega 2.000 í apríl. Til samanburðar er meðaltal áranna 2011-2020 um 215 og fór hæst á þessu tímabili í 500 í september 2016.
Það helsta frá síðustu viku
- Landsframleiðslan dróst saman um 1,7% milli ára á 1. ársfjórðungi.
- Á fyrsta ársfjórðungi mældist 27,1 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd.
- Við erum að sjá ýmis batamerki á vinnumarkaði.
- Einn nefndarmaður peningastefnunefndar hefði heldur kosið að hækka vexti um 0,5 prósentur í stað 0,25 prósenta á seinast fundi nefndarinnar.
- Seðlabankinn birti fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá fundinum 12.-13. apríl.
- S&P hækkaði lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar.
- Ferðamálastofa birti niðurstöður úr könnun á ferðaáformum Íslendinga.
- Síldarvinnslan birti uppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
- Heildarfasteignarmat hækkaði um 7,4% milli ára.
- Hagstofan birti vöruviðskipti í apríl, gistinætur í apríl og tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur.
- Seðlabankinn birti talnaefni um efnahag lífeyrissjóðanna og stöðu markaðsverðbréfa.
- Reginn, Reykjavíkurborg og Lánamál ríkisins luku skuldabréfaútboðum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

13. feb. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.

10. feb. 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.

3. feb. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. feb. 2025
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.

3. feb. 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.

30. jan. 2025
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.

30. jan. 2025
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.

27. jan. 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.

24. jan. 2025
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.

20. jan. 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.