Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa upplýsingar um fjölda ferðamanna um Leifsstöð í apríl.
- Á þriðjudag birtir Origo árshlutauppgjör.
- Á miðvikudag birta Arion banki, Íslandsbanki, Eik og Sýn uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung.
- Á fimmtudag birta Lánamál ríkisins mánaðarlega markaðsupplýsingar rit sitt.
Mynd vikunnar
Í kjölfar uppgjörs Microsoft í seinustu viku fór markaðsvirði þess tímabundið yfir 1.000 milljarður. Til samanburðar má geta þess að verg landsframleiðsla Íslands á seinasta ári var um 20 milljarðar Bandaríkjadala.
Í ágúst í fyrra var Apple fyrsta fyrirtækið til að til ná einnar þúsund milljarða markaðsvirði. Markaðsvirði Amazon fór síðan rétt yfir þúsund milljarða dali inna dags í september á seinasta ári. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð undir lok seinasta árs, en bréf Microsoft lækkuðu hlutfallslega minna en Apple og Amazon. Nú er markaðsvirði þessara þriggja fyrirtækja mjög svipað.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Verðbólgan hækkaði upp í 3,3%.
- Marel, Síminn, Landsbankinn, VÍS og Icelandair birtu árshlutauppgjör.
- Reykjavíkurborg og Árborg birtu ársreikninga.
- Undanfarna 12 mánuði hefur leiguverð hækkað umfram kaupverð íbúða.
- Hagstofan birti
- Seðlabankinn birti talnaefni um
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.