Staðan í ferðaþjónustu skýrist betur í þessari viku, en Ferðamálastofa birtir fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll og Icelandair og Play birta flutningstölur.
Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í júlí. Hagstofan birtir bráðabirgðatölur um vöruskipti við útlönd í júlí og uppfærðar tölur fyrir júní.
- Á föstudag birtir Ferðamálastofa fjölda ferðamanna um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi, en báðar útgáfur eru júlímælingar.
Mynd vikunnar
Seðlabankar víða um heim hækkuðu vexti í kjölfar heimsfaraldursins til að bregðast við aukinni verðbólgu. Verðbólga er víðast hvar á niðurleið og flestir seðlabankar eru annað hvort byrjaðir að lækka vexti eða í startholunum til að hefja vaxtalækkanir. Seðlabankar Evrópu, Bretlands, Svíþjóðar og Sviss hafa þegar hafið vaxtalækkanir en seðlabankar Bandaríkjanna, Noregs og Íslands ekki enn þá. Næsta vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum er í september og er talið nokkuð líklegt að ákveðið verði að lækka vexti. Næsta ákvörðun hér á landi er 21. ágúst, en við teljum engar líkur á vaxtalækkun þá.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Gistinætur erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða drógust saman um 1,4% í júní. Hótelgistingum erlendra ferðamanna fækkaði um 8,5% en á móti jókst gisting á öðrum tegundum gististaða um 11%, en gisting á hótelum er almennt dýrari en á öðrum gististöðum. Skráðum gistinóttum fækkaði minna en ferðamönnum, sem fækkaði um 9% milli ára, og erlend kortavelta dróst saman um 14% á föstu gengi.
- Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum, Englandsbanki lækkaði vexti um 0,25 prósentustig og Seðlabanki Japans hækkaði vexti um 0,25 prósentusig.
- Festi (fjárfestakynning) birti uppgjör.
- Reitir stækkaði skuldabréfaflokkinn REITIR150534.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).