4. október 2021 - Hagfræðideild
Vikan framundan
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum, við spáum 0,25% hækkun.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa samantekt um ferðaþjónustu sumarið 2021 og Seðlabankinn birtir Hagvísa.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofa tölur um skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Veruleg breyting hefur orðið á samsetningu fasteignalána heimilanna síðan í byrjun árs 2020. Þannig voru tæplega 70% fasteignalána verðtryggð í lok janúar 2020, en í lok ágúst í ár var sú tala komin rétt niður í helming. Mesta breytingin á þessu tímabili er að vægi verðtryggðra lána með föstum vöxtum minnkaði úr 46% í 27%. Óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum fjölgaði, þau fóru úr 19% af lánum upp í að vera 33%.
Efnahagsmál
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og rit um fjármálastöðugleika, hækkaði sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og setti reglur um hámarks greiðslubyrði fasteignalána.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% milli mánaða og mælist verðbólga 4,4% í samanburði við 4,3% í ágúst. Breytingin milli mánaða var í samræmi við væntingar, en við höfðum spáð 0,5% hækkun. Mestu áhrif til hækkunar höfðu reiknuð húsleiga og föt og skór á meðan flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar.
- Samtök iðnaðarins birtu talningu á fjölda íbúða í byggingu. Samdráttur var milli ára í íbúðum sem eru lengra komnar, en aukning á fjölda á fyrstu byggingarstigum.
- Samtök atvinnulífsins birtu niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. Almennt eru stjórnendur frekar bjartsýnir, en tæplega helmingur þeirra telja núverandi aðstæður góðar og 60% telja að aðstæður eigi eftir að batna á næstu sex mánuðum. Rúmlega þriðjungur stjórnenda býst við fjölgun starfsfólks, en svipað hlutfall telur að það sé skortur á starfsfólki í sínu fyrirtæki.
- Hagstofan birti tölur um gistinætur í ágúst. Alls voru gistinætur 440 þúsund, þar af voru gistinætur Íslendinga 120 þúsund og gistinætur útlendinga 320 þúsund. Gistinætur útlendinga í ágúst 34% færri en í ágúst 2019 en heildargistinætur voru 16% færri.
- Hagstofan birti tekjuskiptingaruppgjör fyrir 2020 og vöruskiptajöfnuð fyrir ágúst.
- Seðlabankinn birti talnaefni um önnur fjármálafyrirtæki, lánasjóði ríkisins, verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði, verðbréfafjárfestingu og stöðu markaðsverðbréfa.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins luku víxlaútboði.
- Arion banki gaf út sértryggð skuldabréf í evrum.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 4. ársfjórðung.
- Festi birti afkomuspá.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
18. sept. 2023
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
18. sept. 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
15. sept. 2023
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
14. sept. 2023
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
11. sept. 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
4. sept. 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
31. ágúst 2023
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
30. ágúst 2023
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.