4. október 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum, við spáum 0,25% hækkun.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa samantekt um ferðaþjónustu sumarið 2021 og Seðlabankinn birtir Hagvísa.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofa tölur um skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Veruleg breyting hefur orðið á samsetningu fasteignalána heimilanna síðan í byrjun árs 2020. Þannig voru tæplega 70% fasteignalána verðtryggð í lok janúar 2020, en í lok ágúst í ár var sú tala komin rétt niður í helming. Mesta breytingin á þessu tímabili er að vægi verðtryggðra lána með föstum vöxtum minnkaði úr 46% í 27%. Óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum fjölgaði, þau fóru úr 19% af lánum upp í að vera 33%.
Efnahagsmál
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar og rit um fjármálastöðugleika, hækkaði sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og setti reglur um hámarks greiðslubyrði fasteignalána.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% milli mánaða og mælist verðbólga 4,4% í samanburði við 4,3% í ágúst. Breytingin milli mánaða var í samræmi við væntingar, en við höfðum spáð 0,5% hækkun. Mestu áhrif til hækkunar höfðu reiknuð húsleiga og föt og skór á meðan flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar.
- Samtök iðnaðarins birtu talningu á fjölda íbúða í byggingu. Samdráttur var milli ára í íbúðum sem eru lengra komnar, en aukning á fjölda á fyrstu byggingarstigum.
- Samtök atvinnulífsins birtu niðurstöður úr könnun meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. Almennt eru stjórnendur frekar bjartsýnir, en tæplega helmingur þeirra telja núverandi aðstæður góðar og 60% telja að aðstæður eigi eftir að batna á næstu sex mánuðum. Rúmlega þriðjungur stjórnenda býst við fjölgun starfsfólks, en svipað hlutfall telur að það sé skortur á starfsfólki í sínu fyrirtæki.
- Hagstofan birti tölur um gistinætur í ágúst. Alls voru gistinætur 440 þúsund, þar af voru gistinætur Íslendinga 120 þúsund og gistinætur útlendinga 320 þúsund. Gistinætur útlendinga í ágúst 34% færri en í ágúst 2019 en heildargistinætur voru 16% færri.
- Hagstofan birti tekjuskiptingaruppgjör fyrir 2020 og vöruskiptajöfnuð fyrir ágúst.
- Seðlabankinn birti talnaefni um önnur fjármálafyrirtæki, lánasjóði ríkisins, verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði, verðbréfafjárfestingu og stöðu markaðsverðbréfa.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins luku víxlaútboði.
- Arion banki gaf út sértryggð skuldabréf í evrum.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 4. ársfjórðung.
- Festi birti afkomuspá.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

22. des. 2025
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.

22. des. 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.

15. des. 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.

11. des. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.

8. des. 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.

1. des. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. des. 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.

28. nóv. 2025
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.

27. nóv. 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
