Vikubyrjun 4. júní 2018

Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á 1. ársf. og erlenda stöðu þjóðarbúsins miðað við lok fjórðungsins.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í maí og upplýsingar um millibankamarkað með evrur og krónur.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 1. ársf.
Mynd vikunnar
Hægja mun á hagvexti á Íslandi samhliða aðlögunartímabili í ferðaþjónustu en ekki er þörf fyrir neina sérstaka aðlögun eða lendingu hagkerfisins. Við reiknum með því að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði áfram yfir meðallagi, eða 4,1%. Árin 2019 og 2020 er reiknað með því að það hægi allnokkuð á hagvexti og að hann verði rétt undir langtímameðaltali, eða um 2,4% bæði árin. Ýmsir óvissuþættir geta þó haft veruleg áhrif. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans sem við birtum í vikunni.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,09% milli mánaða.
- Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var 33 ma. kr. og dróst saman um 9 ma. kr. milli ára.
- Vöru- og þjónustujöfnuður á fyrsta ársfjórðungi var 4,8 ma. kr.
- Seðlabankinn birti fundargerð Peningastefnunefndar(https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Peningastefnunefnd/Fundargerdir-2018/Fundarger%C3%B0 peningastefnunefndar ma%C3%AD 2018.pdf) vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
- Hagstofan birti þjóðhagsspá.
- Arion banki birti lýsingu og verðbil í væntanlegu frumútboði.
- Heimavellir og HB Grandi birti árshlutauppgjör.
- Gistinóttum í apríl fækkaði um 7% milli ára.
- Nýskráningar erlendra ríkisborgara voru rúmlega 10 þúsund á síðasta ári
- Hagstofan uppfærði tölur sínar um vöruskipti við útlönd á fyrstu 4 mánuðum ársins.
- Reitir luku skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









