Vikan framundan
- Í dag birtir Skeljungur árshlutauppgjör.
- Á þriðjudag birtir Vodafone árshlutauppgjör.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn upplýsingar um greiðslumiðlun og gjaldeyrismarkaðinn.
- Á fimmtudag birta Reginn og Sjóvá árshlutauppgjör.
Mynd vikunnar
Síðustu ár hafa tveir gagnstæðir kraftar tekist á í verðbólguþróuninni; gengi krónu og húsnæðisverð. Styrking krónunnar, lítil erlend verðbólga og aukin samkeppni samhliða komu erlendra smásölufyrirtækja inn á markaðinn hafa unnið á móti miklum verðhækkunum á húsnæði. Þegar hæst lét í sumar var framlag húsnæðis 3,9 prósentustig til hækkunar, en framlag innfluttra vara 2,3 prósentustig til lækkunar. Við höfum áður bent á að hvorugt getur verið sjálfbært til lengri tíma. Í tölum Hagstofunnar, sem stofnunin birti á föstudag, voru nokkuð skýr merki um að báðir þættir eru byrjaðir að gefa eftir.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% milli mánaða í október.
- Hagar, Össur, Marel, N1, Nýherji, Síminn, VÍS, Landsbankinn, Icelandair og TM birtu árshlutauppgjör.
- Hætt var við sameiningu Iceland Travel og Gray Line.
- S&P hækkaði lánshæfiseinkunn Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans og Íbúðalánasjóðs.
- Atvinnuleysi var 3,0% í september samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
- Velta í viðskiptahagkerfinu jókst um 4,2% á milli áranna 2015 og 2016.
- Nýskráningum á 3. ársfjórðungi fækkaði um 9% miðað við sama tímabil í fyrra.
- Fjármálaráðuneytið birti greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta.
- Bankasýsla ríkisins tók saman minnisblað um hugsanlegar arðgreiðslur viðskiptabankanna.