Viku­byrj­un 3. októ­ber 2022

Fjölmörg heimili nýttu tækifærið á meðan vextir voru hvað lægstir og festu vexti á íbúðalánum. Þessi lán voru tekin á mjög hagstæðum kjörum og er alls óvíst hvort slík kjör muni bjóðast þegar vaxtaendurskoðun á þessum lánum fer fram á næstu árum.
Íbúðir
3. október 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Við spáum 0,5 prósentustiga hækkun vaxta og að meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, fari úr 5,5% upp í 6%. Við teljum að vaxtahækkunarferlinu sé ekki lokið og að Seðlabankinn muni þurfa að herða aðhaldið frekar.
  • Á fimmtudag birtir Icelandair flutningstölur.
  • Á föstudag birtir Play flutningstölur. Seðlabankinn birtir útreikning á raungengi.

Mynd vikunnar

Fjölmörg heimili nýttu tækifærið á meðan vextir voru hvað lægstir til þess að festa vexti á íbúðalánum, annað hvort til þriggja ára eða fimm ára. Á næsta og þarnæsta ári fer fram vaxtaendurskoðun á óverðtryggðum íbúðalánum með föstum vöxtum að fjárhæð 340 milljarða króna. Árið 2025 verður vaxtaendurskoðun á 270 milljörðum króna til viðbótar. Útistandandi lán með veði í íbúðarhúsnæði eru alls 2.350 milljarðar króna, þannig að vaxtaendurskoðun fer fram á fjórðungi fasteignalána á árunum 2023 til 2025. Megnið af þessum lánum voru tekin á mjög hagstæðum kjörum og er alls óvíst hvort slík kjör muni bjóðast þegar vaxtaendurskoðun fer fram. Fjölmörg heimili munu því sjá fram á hærri greiðslubyrði á næstu árum.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Verðbólgan mældist 9,3% í september. Verðbólga lækkaði milli mánaða annan mánuðinn í röð og hefur lækkað um 0,6 prósentustig síðan hún náði hámarki í 9,9% í júlí. Septembermæling vísitölu neysluverðs rennir frekari stoðum undir þá skoðun okkar að verðbólga hafi náð hámarki í júlí. Við eigum von á að verðbólgan hjaðni hægt næstu mánuði og verði 8,2% í lok árs.
  • Gistinætur á skráðum gististöðum voru 1.470 þúsund í ágúst, sem er mesti fjöldi sem hefur mælst í ágústmánuði. Mesti fjöldi sem mælst hefur í stökum mánuði var í júlí í ár þegar gistinæturnar voru 1.550 þúsund. Íslendingar voru á bak við eina af hverjum fimm gistinóttum í ágúst, en hlutfall Íslendinga í skráðum gistinóttum hefur aukist miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldurinn. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna í ágúst hafi verið um 4% færri en 2019 voru gistinætur þeirra 11% fleiri. Þetta bendir til þess að erlendir ferðamenn séu að gista lengur en fyrir faraldur. Taka skal fram að hluti gistinótta í gegnum Airbnb eru óskráðar og því ekki inni í þessum tölum, sem kann að skekkja myndina.
  • Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Nefndin gerði engar breytingar að þessu sinni, hvorki á sveiflujöfnunaraukanum né á öðrum stjórntækjum sem hún hefur yfir að ráða.
  • Seðlabankinn birti líka Hagvísa.
  • Tvö víxlaútboð voru í vikunni. Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og Iceland Seafood lauk víxlaútboði. Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 4F. Af hlutabréfamarkaðinum var helst að frétta að Ölgerðin birti jákvæða afkomuviðvörun.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 3. október 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur