Viku­byrj­un 3. októ­ber 2022

Fjölmörg heimili nýttu tækifærið á meðan vextir voru hvað lægstir og festu vexti á íbúðalánum. Þessi lán voru tekin á mjög hagstæðum kjörum og er alls óvíst hvort slík kjör muni bjóðast þegar vaxtaendurskoðun á þessum lánum fer fram á næstu árum.
Íbúðir
3. október 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Við spáum 0,5 prósentustiga hækkun vaxta og að meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, fari úr 5,5% upp í 6%. Við teljum að vaxtahækkunarferlinu sé ekki lokið og að Seðlabankinn muni þurfa að herða aðhaldið frekar.
  • Á fimmtudag birtir Icelandair flutningstölur.
  • Á föstudag birtir Play flutningstölur. Seðlabankinn birtir útreikning á raungengi.

Mynd vikunnar

Fjölmörg heimili nýttu tækifærið á meðan vextir voru hvað lægstir til þess að festa vexti á íbúðalánum, annað hvort til þriggja ára eða fimm ára. Á næsta og þarnæsta ári fer fram vaxtaendurskoðun á óverðtryggðum íbúðalánum með föstum vöxtum að fjárhæð 340 milljarða króna. Árið 2025 verður vaxtaendurskoðun á 270 milljörðum króna til viðbótar. Útistandandi lán með veði í íbúðarhúsnæði eru alls 2.350 milljarðar króna, þannig að vaxtaendurskoðun fer fram á fjórðungi fasteignalána á árunum 2023 til 2025. Megnið af þessum lánum voru tekin á mjög hagstæðum kjörum og er alls óvíst hvort slík kjör muni bjóðast þegar vaxtaendurskoðun fer fram. Fjölmörg heimili munu því sjá fram á hærri greiðslubyrði á næstu árum.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Verðbólgan mældist 9,3% í september. Verðbólga lækkaði milli mánaða annan mánuðinn í röð og hefur lækkað um 0,6 prósentustig síðan hún náði hámarki í 9,9% í júlí. Septembermæling vísitölu neysluverðs rennir frekari stoðum undir þá skoðun okkar að verðbólga hafi náð hámarki í júlí. Við eigum von á að verðbólgan hjaðni hægt næstu mánuði og verði 8,2% í lok árs.
  • Gistinætur á skráðum gististöðum voru 1.470 þúsund í ágúst, sem er mesti fjöldi sem hefur mælst í ágústmánuði. Mesti fjöldi sem mælst hefur í stökum mánuði var í júlí í ár þegar gistinæturnar voru 1.550 þúsund. Íslendingar voru á bak við eina af hverjum fimm gistinóttum í ágúst, en hlutfall Íslendinga í skráðum gistinóttum hefur aukist miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldurinn. Þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna í ágúst hafi verið um 4% færri en 2019 voru gistinætur þeirra 11% fleiri. Þetta bendir til þess að erlendir ferðamenn séu að gista lengur en fyrir faraldur. Taka skal fram að hluti gistinótta í gegnum Airbnb eru óskráðar og því ekki inni í þessum tölum, sem kann að skekkja myndina.
  • Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Nefndin gerði engar breytingar að þessu sinni, hvorki á sveiflujöfnunaraukanum né á öðrum stjórntækjum sem hún hefur yfir að ráða.
  • Seðlabankinn birti líka Hagvísa.
  • Tvö víxlaútboð voru í vikunni. Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og Iceland Seafood lauk víxlaútboði. Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 4F. Af hlutabréfamarkaðinum var helst að frétta að Ölgerðin birti jákvæða afkomuviðvörun.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 3. október 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur