Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Spá­um að verð­bólga auk­ist lít­il­lega og verði 5,9% í júlí 

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
Fataverslun
10. júlí 2024

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það hjaðnaði ársverðbólgan úr 6,2% í 5,8%, eins og við spáðum. Reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og hótelgisting höfðu mest áhrif til hækkunar í mánuðinum, en verðlækkun á fötum, húsgögnum, bílum og bensíni hafði áhrif til lækkunar. 

Spáum 0,15% hækkun VNV í júlí - ársverðbólga hækkar úr 5,8% í 5,9%. 

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða nú í júlí og að ársverðbólga hækki við það úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Hvoru tveggja er árstíðabundin sveifla sem gengur til baka næstu mánuði. Þrátt fyrir að við spáum lítilli hækkun vísitölunnar nú þýðir það að ársverðbólga eykst örlítið í júlí, gangi spáin eftir. Það skýrist af því að vísitala neysluverðs hækkaði enn minna á milli mánaða í júlí í fyrra, eða um aðeins 0,03%.  

Sumarútsölur verða nokkuð góðar 

Verð á fötum og skóm hækkar alla jafna á milli mánaða nema í janúar og júlí, þegar stóru útsölurnar hefjast. Eitthvað hefur hins vegar borið á tilboðum og útsölum það sem af er ári og verð hefur lækkað bæði nú í júní (-0,9% á milli mánaða) og í apríl (-0,4% á milli mánaða) í ár. Við teljum að sumarútsölurnar verði nokkuð góðar í ár og að föt og skór lækki um 9,2% á milli mánaða (-0,35% áhrif) og húsgögn og heimilisbúnaður o.fl. lækki um 1,3% á milli mánaða (-0,07% áhrif). 

Ný aðferð skilaði minni hækkun en sú gamla hefði gert 

Í síðasta mánuði var reiknuð húsaleiga mæld með nýrri aðferð húsaleiguígilda, í stað aðferðar notendakostnaðar. Aðferðin byggir á því að markaðsleiguverð er notað til að meta kostnað við að búa í eigin húsnæði. Hagstofan reiknar þannig meðalleiguverð í hverjum mánuði þar sem vægi fer eftir samsetningu eignarhúsnæðis á hverju matssvæði. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,8% á milli mánaða samkvæmt þessari nýju aðferð. Hagstofan birti einnig vísitölu markaðsverðs húsnæðis, sem eldri aðferðin byggði á, sem hækkaði um 1,44% á milli mánaða. Þá á einnig eftir að taka tillit til vaxtabreytinga sem hefðu að öllum líkindum verið til hækkunar á reiknaðri húsaleigu. Það er því ljóst að ný aðferð skilaði minni hækkun í júnímánuði en sú eldri hefði gert.  

Leiguvísitala Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), sem byggir á sömu leigusamningaskrá, sýndi 3,2% hækkun á leiguverði á sama tímabili. Munurinn á þessum tveimur mælingum felst ekki síst í því að HMS reiknar aðeins breytingu á verði nýrra samninga síðustu tveggja mánaða, en mæling Hagstofunnar byggir á meðalverði allra gildandi samninga sem uppfylla skilyrði þess að vera teknir með í mælingar í hverjum mánuði.  

Stór hluti leigusamninga er vísitölutengdur og breyting reiknaðrar húsaleigu í hverjum mánuði mun því að líkindum skýrast að stórum hluta af þróun vísitölu neysluverðs. Töluvert minni hluti mánaðarbreytinga skýrist svo af nýjum samningum sem koma inn í hverjum mánuði, einhverjir samningar falla úr gildi og einhverjir samningar eru uppfærðir í hverjum mánuði.  

Við gerum því ráð fyrir að mánaðarsveiflur verði ekki eins miklar og með gömlu aðferð Hagstofunnar eða í nýrri leiguvísitölu HMS. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir um 0,6% (+0,12% áhrif) hækkun á milli mánaða. Við byggjum þá spá meðal annars á breytingu á vísitölu neysluverðs síðustu mánaða, en algengt er að leigusamningar séu vísitölutengdir með „vísitölu neysluverðs til verðtryggingar“, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf.  

Flugfargjöld til útlanda hækka en bensínverð stendur í stað 

Almennt má sjá nokkuð skýra árstíðarsveiflu á flugfargjöldum til útlanda. Þá eru flugfargjöld hæst í júlí, lækka með haustinu og hækka svo aftur fyrir jól og páska. Við spáum því að flugfargjöld hækki um tæp 15% á milli mánaða (+0,31% áhrif) nú í júlí. Gangi spáin eftir verða flugfargjöld svipuð og í júlí í fyrra.  

Samkvæmt verðkönnun okkar var verð á bensíni og dísilolíu óbreytt á milli mánaða í júlí. 

Spá um júlímælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 14,9% 0,3% 0,05%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,1% 0,00%
Föt og skór 3,8% -9,2% -0,35%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,5% 0,5% 0,05%
Reiknuð húsaleiga 19,5% 0,6% 0,12%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 5,6% -1,3% -0,07%
Heilsa 4,0% 0,3% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,4% 0,01%
Kaup ökutækja 6,6% 0,2% 0,01%
Bensín og díselolía 3,3% 0,0% 0,00%
Flugfargjöld til útlanda 2,1% 14,9% 0,31%
Póstur og sími 1,6% -0,2% 0,00%
Tómstundir og menning 9,8% 0,0% 0,00%
Menntun 1,0% 0,0% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,5% 0,3% 0,02%
Aðrar vörur og þjónusta 6,6% -0,2% -0,01%
Alls 100,0%   0,15%

Spáum nánast óbreyttri ársverðbólgu þangað til í október 

Samkvæmt skammtímaspá okkar mun vísitala neysluverðs svo hækka um 0,33% í ágúst, 0,27% í september og 0,18% í október. Gangi spáin eftir stendur verðbólga í stað í ágúst og mælist 5,9%, lækkar svo í 5,8% í september og í október lækkar hún enn frekar, í 5,4%. Verðbólguspá okkar er því svo gott sem óbreytt frá því í síðasta mánuði. 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.