Vikubyrjun 3. júní
Vikan framundan
- Klukkan 9 birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Hlutafjárútboð Marels lýkur þennan dag.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa fjöldi ferðamanna um Leifsstöð.
Mynd vikunnar
Töluvert mikill hagvöxtur hefur verið hér á landi seinustu ár, en meðalhagvöxtur áranna 2011-2018 var tæp 4%. Á föstudaginn birti Hagstofan fyrsta mat á landsframleiðslunni á 1. ársfjórðungi. Samkvæmt fyrstu tölum jókst landsframleiðslan um 1,7% á 1. ársfjórðungi miðað við sama ársfjórðung 2018. Flestar opinberar spár gera ráð fyrir samdrætti landsframleiðslunnar á þessu ári og ættu þessar nýju tölur ekki að hafa nein sérstök áhrif á þær spár.
Það helsta frá síðustu viku
- Hagvöxtur mældist 1,7% á 1. ársfj.
- Afgangur var af bæði þjónustujöfnuði og vöru- og þjónustujöfnuði(https://umraedan.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Hagsja/2019-05-29-Voru-og-thjonustujofnudur-F1 2019.pdf) á 1. ársfj.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21% milli mánaða.
- Kvika, Orkuveita Reykjavíkur, Félagsbústaðir og HB Grandi birtu árshlutareikning.
- Seðlabankinn birtir talnaefni um verðbréfafjárfestingu, stöðu markaðsverðbréfa, verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði og önnur fjármálafyrirtæki.
- Hagstofan birti tölur um vöruviðskipti á fyrstu 4 mánuðum ársins, aflaverðmæti í febrúar og gistinætur í apríl.
- Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.