Vikubyrjun 3. febrúar
Meðalatvinnuleysi á árinu 2019 var 3,6%, bæði samkvæmt mælingum Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar. Á undanförnum árum hefur atvinnuleysi samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar yfirleitt verið meira en skráð atvinnuleysi. Þessi munur hefur heldur minnkað á síðustu árum og var enginn á síðasta ári.
31. janúar 2020
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Marel uppgjör, Seðlabankinn birtir ákvörðun peningastefnunefndar um vexti bankans og uppfærða hagspá með útgáfu Peningamála. Við spáum því að vextir haldist óbreyttir.
- Á fimmtudag birta Icelandair og Landsbankinn uppgjör.
Mynd vikunnar
Meðalatvinnuleysi á árinu 2019 var 3,6%, bæði samkvæmt mælingum Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar. Á undanförnum árum hefur atvinnuleysi samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar yfirleitt verið meira en skráð atvinnuleysi. Þessi munur hefur heldur minnkað á síðustu árum og var enginn á síðasta ári.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,74% milli mánaða.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila.
- Origo birti uppgjör.
- Eimskip birti afkomuviðvörun.
- Stjórn Kviku samþykkti rekstraráætlun fyrir 2020.
- Heildarfjöldi greiddra gistinótta dróst saman um 3,1% milli ára í fyrra.
- Vöruskiptajöfnuður árið 2019 var 66 milljörðum króna hagstæðari en 2018.
- Heimavellir stækkaði skuldabréfaflokkinn HEIMA071225, Reykjavíkurborg gaf út bréf í flokknum RVKN 35 1, Lánamál Ríkisins luku útboði ríkisvíxla og útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 3. febrúar 2020 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á
8. nóv. 2024
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
6. nóv. 2024
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. nóv. 2024
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
4. nóv. 2024
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár.
4. nóv. 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
30. okt. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
28. okt. 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.