Vikubyrjun 3. febrúar
Meðalatvinnuleysi á árinu 2019 var 3,6%, bæði samkvæmt mælingum Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar. Á undanförnum árum hefur atvinnuleysi samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar yfirleitt verið meira en skráð atvinnuleysi. Þessi munur hefur heldur minnkað á síðustu árum og var enginn á síðasta ári.
31. janúar 2020
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Marel uppgjör, Seðlabankinn birtir ákvörðun peningastefnunefndar um vexti bankans og uppfærða hagspá með útgáfu Peningamála. Við spáum því að vextir haldist óbreyttir.
- Á fimmtudag birta Icelandair og Landsbankinn uppgjör.
Mynd vikunnar
Meðalatvinnuleysi á árinu 2019 var 3,6%, bæði samkvæmt mælingum Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar. Á undanförnum árum hefur atvinnuleysi samkvæmt úrtakskönnun Hagstofunnar yfirleitt verið meira en skráð atvinnuleysi. Þessi munur hefur heldur minnkað á síðustu árum og var enginn á síðasta ári.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,74% milli mánaða.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila.
- Origo birti uppgjör.
- Eimskip birti afkomuviðvörun.
- Stjórn Kviku samþykkti rekstraráætlun fyrir 2020.
- Heildarfjöldi greiddra gistinótta dróst saman um 3,1% milli ára í fyrra.
- Vöruskiptajöfnuður árið 2019 var 66 milljörðum króna hagstæðari en 2018.
- Heimavellir stækkaði skuldabréfaflokkinn HEIMA071225, Reykjavíkurborg gaf út bréf í flokknum RVKN 35 1, Lánamál Ríkisins luku útboði ríkisvíxla og útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 3. febrúar 2020 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

5. jan. 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

5. jan. 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.

22. des. 2025
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.

22. des. 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.

15. des. 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.

11. des. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.

8. des. 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.

1. des. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. des. 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.

28. nóv. 2025
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.